Svona fór Gröndalshús fram úr áætlun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. desember 2018 07:30 Gröndalshús í Grjótaþorpinu. Fréttablaðið/Anton Reykjavík Mygla í nokkurra ára gamalli þakklæðningu, óþéttir útveggir, laust gler í gluggum og mikil vinna við að endurnýta innanhússklæðingu er allt meðal skýringa á því hvers vegna framkvæmdir á Gröndalshúsi í Reykjavík spóluðu nær 200 milljónir fram úr áætlun. Þetta kemur fram í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við framhaldsfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við endurbæturnar sem lögð var fram á fimmtudag. Í fyrirspurn fulltrúans er bent á að upphafleg fjárhagsáætlun hafi hljóðað upp á 40 milljónir en verkið hafi að endingu kostað borgina 238 milljónir. Framúrkeyrslan hefur verið gagnrýnd. Í svari borgarinnar segir að þegar ákveðið var árið 2015 að hefja framkvæmdir við að færa Gröndalshús á varanlegan stað, frá Grandagarði þar sem það hafði verið geymt að Vesturgötu 5b í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, hafi fjárheimildin verið 50 milljónir króna, auk þeirra 27,5 milljóna sem þegar hafði verið varið í húsið á fyrri árum. Eftir að búið var að flytja húsið á nýjan grunn og farið var að gera það upp að innan komu hins vegar í ljós margir alvarlegir gallar. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði skýringa á þessari framúrkeyrslu og eru ástæðurnar fyrir þessum mikla kostnaðarauka listaðar í svarinu. Þær má sjá hér á meðfylgjandi mynd. Enn fremur segir í svari borgarinnar að endurgerð hússins hafi ekki verið boðin út, heldur hafi hún verið hluti rammasamnings sem gerður var við Minjavernd. Hið merka Gröndalshús var komið í mikla niðurníðslu á árum áður en lengi var deilt um framtíð þess. Húsið var tekið í notkun á nýjum stað við Vesturgötu 5b í júní í fyrra en Reykjavíkurborg ákvað að eiga húsið og nýta til menningarstarfsemi tengdrar Reykjavík bókmenntaborg Evrópu. Þar er nú sýning um Benedikt Gröndal á aðalhæð þess, íbúð í kjallara og vinnuaðstaða fyrir fræðimenn á efri hæð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Reykjavík Mygla í nokkurra ára gamalli þakklæðningu, óþéttir útveggir, laust gler í gluggum og mikil vinna við að endurnýta innanhússklæðingu er allt meðal skýringa á því hvers vegna framkvæmdir á Gröndalshúsi í Reykjavík spóluðu nær 200 milljónir fram úr áætlun. Þetta kemur fram í svari skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við framhaldsfyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað við endurbæturnar sem lögð var fram á fimmtudag. Í fyrirspurn fulltrúans er bent á að upphafleg fjárhagsáætlun hafi hljóðað upp á 40 milljónir en verkið hafi að endingu kostað borgina 238 milljónir. Framúrkeyrslan hefur verið gagnrýnd. Í svari borgarinnar segir að þegar ákveðið var árið 2015 að hefja framkvæmdir við að færa Gröndalshús á varanlegan stað, frá Grandagarði þar sem það hafði verið geymt að Vesturgötu 5b í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, hafi fjárheimildin verið 50 milljónir króna, auk þeirra 27,5 milljóna sem þegar hafði verið varið í húsið á fyrri árum. Eftir að búið var að flytja húsið á nýjan grunn og farið var að gera það upp að innan komu hins vegar í ljós margir alvarlegir gallar. Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði skýringa á þessari framúrkeyrslu og eru ástæðurnar fyrir þessum mikla kostnaðarauka listaðar í svarinu. Þær má sjá hér á meðfylgjandi mynd. Enn fremur segir í svari borgarinnar að endurgerð hússins hafi ekki verið boðin út, heldur hafi hún verið hluti rammasamnings sem gerður var við Minjavernd. Hið merka Gröndalshús var komið í mikla niðurníðslu á árum áður en lengi var deilt um framtíð þess. Húsið var tekið í notkun á nýjum stað við Vesturgötu 5b í júní í fyrra en Reykjavíkurborg ákvað að eiga húsið og nýta til menningarstarfsemi tengdrar Reykjavík bókmenntaborg Evrópu. Þar er nú sýning um Benedikt Gröndal á aðalhæð þess, íbúð í kjallara og vinnuaðstaða fyrir fræðimenn á efri hæð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira