Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2018 20:30 Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. Greint var frá því í dag að fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, eða 9,4 milljarða króna, gangi nokkur atriði eftir. Ekki er ljóst hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu en til samanburðar var eigið fé WOW metið á einn og hálfan milljarð króna í sumar. Fjárfestingin er í fyrsta lagi háð áreiðanleikakönnun sem er ókláruð og í öðru lagi snýr ein helsta hindrunin að því að ná samningum við skuldabréfaeigendur sem tóku þátt í útboði WOW air í haust. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á bréfunum, falla frá gjaldfellingarheimildum og gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til 17. janúar og samþykki þeirra fellur niður ef ekki verður gengið frá fjármögnun fyrir 28. febrúar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Skúli viðræðurnar standa yfir ásamt því sem unnið er að uppfylla fleiri skilyrði. „Jafnframt erum við að vinna með flugvélaeigendum, leigusölum okkar, um að fá að skila þessum tilteknu vélum og jafnframt að selja nokkrar vélar. Sú vinna gengur vel," sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Til þess að einfalda reksturinn mun WOW fækka flugvélum félagsins úr tuttugu og niður í ellefu. Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir það geta haft töluvert áhrif á ferðamannastrauminn. „Það er áætlað að WOW air sé að flytja um 650 þúsund farþega hingað til lands á þessu ári. Og ef félagið dregur saman seglin um svona hátt í helming gætum við verið að horfa á eitthvað um 10 til 12 prósenta samdrátt í komum ferðamanna," segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Önnur flugfélög gætu þó gripið hluta og mildað höggið. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að fundað hefði verið um stöðuna í dag og að fyrirtækið muni grípa leiðir sem gætu talist arðbærar. Á hluthafafundi Icelandair á dögunum kom fram að félagið gæti stækkað leiðarkerfi sitt um 35% milli ára komi til verulegs framboðsskells. „Það gæti þá þýtt að félagið gæti komið með um 350 þúsund ferðamenn hingað til lands til viðbótar, miðað við það sem þegar hefur verið áætlað. En síðan er framboð bara ein hliðin og eftirspurn hin hliðin, og hver hún verður á að sjálfsögðu bara eftir að koma í ljós," segir Elvar. WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. Greint var frá því í dag að fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, eða 9,4 milljarða króna, gangi nokkur atriði eftir. Ekki er ljóst hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu en til samanburðar var eigið fé WOW metið á einn og hálfan milljarð króna í sumar. Fjárfestingin er í fyrsta lagi háð áreiðanleikakönnun sem er ókláruð og í öðru lagi snýr ein helsta hindrunin að því að ná samningum við skuldabréfaeigendur sem tóku þátt í útboði WOW air í haust. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á bréfunum, falla frá gjaldfellingarheimildum og gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til 17. janúar og samþykki þeirra fellur niður ef ekki verður gengið frá fjármögnun fyrir 28. febrúar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Skúli viðræðurnar standa yfir ásamt því sem unnið er að uppfylla fleiri skilyrði. „Jafnframt erum við að vinna með flugvélaeigendum, leigusölum okkar, um að fá að skila þessum tilteknu vélum og jafnframt að selja nokkrar vélar. Sú vinna gengur vel," sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Til þess að einfalda reksturinn mun WOW fækka flugvélum félagsins úr tuttugu og niður í ellefu. Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir það geta haft töluvert áhrif á ferðamannastrauminn. „Það er áætlað að WOW air sé að flytja um 650 þúsund farþega hingað til lands á þessu ári. Og ef félagið dregur saman seglin um svona hátt í helming gætum við verið að horfa á eitthvað um 10 til 12 prósenta samdrátt í komum ferðamanna," segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Önnur flugfélög gætu þó gripið hluta og mildað höggið. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að fundað hefði verið um stöðuna í dag og að fyrirtækið muni grípa leiðir sem gætu talist arðbærar. Á hluthafafundi Icelandair á dögunum kom fram að félagið gæti stækkað leiðarkerfi sitt um 35% milli ára komi til verulegs framboðsskells. „Það gæti þá þýtt að félagið gæti komið með um 350 þúsund ferðamenn hingað til lands til viðbótar, miðað við það sem þegar hefur verið áætlað. En síðan er framboð bara ein hliðin og eftirspurn hin hliðin, og hver hún verður á að sjálfsögðu bara eftir að koma í ljós," segir Elvar.
WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22