Útlit fyrir rigningarveður og „milt loft af suðrænum uppruna“ um jólin Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2018 11:35 Á þessum tímapunkti, tíu dögum fyrir jól, er ekki útlit fyrir snjó í höfuðborginni á aðfangadag. Vísir/vilhelm Tíu dagar eru nú til jóla og þyrstir marga eflaust í að vita hvort þau verði hvít eða rauð. Veðurfræðingar leggja áherslu á að enn sé langt í stóra daginn og því afar vandasamt að slá nokkru föstu um veðurfar yfir hátíðarnar. Eins og staðan er núna lítur þó út fyrir rauðan aðfangadag, með lægðagangi og „mildu lofti af suðrænum uppruna.“Milt loft af suðrænum uppruna heimsækir á aðfangadagEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun langtímaspá til tíu daga á Facebook-síðu sinni. Spáin nær því fram á aðfangadag en Einar gerir ekki ráð fyrir hvítum jólum í ár, þó að veðurkortin séu að vonum fyrirvörum háð. „Nú er langt til seilst, en veðurstaðan býður dálítið upp á kúnstir og „áhættu“ í spágerð,“ skrifar Einar. Hann boðar nýja lægð á fimmtudag í næstu viku, þann 20. desember, sem einkum verði „skeinuhætt“ við Reykjanes. Þá fari veður kólnandi helgina á eftir. Á aðfangadag gerir Einar ráð fyrir lægð á ný. „Bæði stóru langtímalíkönin gera ráð fyrir á aðfangadag að aðstreymi verði af mildu lofti af suðrænum uppruna á nýjan leik.“ Ekki útilokað að hvítni á Þorláksmessu Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að enn sé langt í jólin og því erfitt að spá fyrir um það hvernig veðrið verði yfir hátíðarnar. Hann setur því ríkan fyrirvara á langtímaspána. Þorsteinn segir að enn sé rigning í spánum fram eftir næstu viku. Búast má við skammvinnri norðanátt miðvikudaginn 19. desember með kólnandi veðri en hlýnar á ný fimmtudag á föstudag, líkt og Einar nefndi í sínum spám. Helgina fyrir jól, laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, kólnar svo að öllum líkindum á ný. „Þannig að það er ekki ólíklegt að það geti hvítnað eitthvað yfir öllu landinu.“ Erfitt sé þó að áætla hvað taki við eftir helgina, þ.e. á aðfangadag og jóladag á mánudag og þriðjudag í þarnæstu viku. Þorsteinn tekur þó undir með Einari og segir að hugsanlega gæti brostið á með sunnanrigningarveðri á aðfangadag.Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur.Vísir/GVA„Ef það væri komin föl þá myndi hún skolast væntanlega í burtu. Eins og þetta lítur út núna á aðfangadag þá er einhver lægðagangur í kortunum. En það er svolítið langt í það enn þá, það eina sem er víst er að það er að kólna núna og þá aukast líkurnar á að það verði föl.“„Hef. Ekki. Hugmynd.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur leggur enn fremur ríka áherslu á að afar erfitt sé að segja nokkuð til um veðurfar yfir jól á þessum tímapunkti. „Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd,“ skrifar Birta Líf í færslu á Twitter. Hún lætur fylgja með mynd af síðasta spákerfinu sem Veðurstofan hefur aðgang að, Þorláksmessukvöld. „En það mun örugglega pottþétt breytast oft,“ bætir Birta Líf við.Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd Hér er síðasta spáskrefið sem við höfum aðgang að, Þorláksmessukvöld, en það mun örugglega pottþétt breytast oft #Veðurlíf pic.twitter.com/6OimXs6Brx— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 14, 2018 Jól Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Tíu dagar eru nú til jóla og þyrstir marga eflaust í að vita hvort þau verði hvít eða rauð. Veðurfræðingar leggja áherslu á að enn sé langt í stóra daginn og því afar vandasamt að slá nokkru föstu um veðurfar yfir hátíðarnar. Eins og staðan er núna lítur þó út fyrir rauðan aðfangadag, með lægðagangi og „mildu lofti af suðrænum uppruna.“Milt loft af suðrænum uppruna heimsækir á aðfangadagEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun langtímaspá til tíu daga á Facebook-síðu sinni. Spáin nær því fram á aðfangadag en Einar gerir ekki ráð fyrir hvítum jólum í ár, þó að veðurkortin séu að vonum fyrirvörum háð. „Nú er langt til seilst, en veðurstaðan býður dálítið upp á kúnstir og „áhættu“ í spágerð,“ skrifar Einar. Hann boðar nýja lægð á fimmtudag í næstu viku, þann 20. desember, sem einkum verði „skeinuhætt“ við Reykjanes. Þá fari veður kólnandi helgina á eftir. Á aðfangadag gerir Einar ráð fyrir lægð á ný. „Bæði stóru langtímalíkönin gera ráð fyrir á aðfangadag að aðstreymi verði af mildu lofti af suðrænum uppruna á nýjan leik.“ Ekki útilokað að hvítni á Þorláksmessu Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að enn sé langt í jólin og því erfitt að spá fyrir um það hvernig veðrið verði yfir hátíðarnar. Hann setur því ríkan fyrirvara á langtímaspána. Þorsteinn segir að enn sé rigning í spánum fram eftir næstu viku. Búast má við skammvinnri norðanátt miðvikudaginn 19. desember með kólnandi veðri en hlýnar á ný fimmtudag á föstudag, líkt og Einar nefndi í sínum spám. Helgina fyrir jól, laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, kólnar svo að öllum líkindum á ný. „Þannig að það er ekki ólíklegt að það geti hvítnað eitthvað yfir öllu landinu.“ Erfitt sé þó að áætla hvað taki við eftir helgina, þ.e. á aðfangadag og jóladag á mánudag og þriðjudag í þarnæstu viku. Þorsteinn tekur þó undir með Einari og segir að hugsanlega gæti brostið á með sunnanrigningarveðri á aðfangadag.Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur.Vísir/GVA„Ef það væri komin föl þá myndi hún skolast væntanlega í burtu. Eins og þetta lítur út núna á aðfangadag þá er einhver lægðagangur í kortunum. En það er svolítið langt í það enn þá, það eina sem er víst er að það er að kólna núna og þá aukast líkurnar á að það verði föl.“„Hef. Ekki. Hugmynd.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur leggur enn fremur ríka áherslu á að afar erfitt sé að segja nokkuð til um veðurfar yfir jól á þessum tímapunkti. „Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd,“ skrifar Birta Líf í færslu á Twitter. Hún lætur fylgja með mynd af síðasta spákerfinu sem Veðurstofan hefur aðgang að, Þorláksmessukvöld. „En það mun örugglega pottþétt breytast oft,“ bætir Birta Líf við.Vinsælustu spurningarnar sem ég fæ yfir árið eru Hvernig er veðrið um Verslunarmannahelgina og Verða hvít jól. Svarið við báðum er: Hef. Ekki. Hugmynd Hér er síðasta spáskrefið sem við höfum aðgang að, Þorláksmessukvöld, en það mun örugglega pottþétt breytast oft #Veðurlíf pic.twitter.com/6OimXs6Brx— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 14, 2018
Jól Veður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira