50 stig og þreföld tvenna hjá Harden Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. desember 2018 07:30 James Harden var frábær í nótt vísir/getty James Harden átti algjöran stórleik í sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Harden lauk leik með þrefalda tvennu, skoraði heil 50 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 126-111 sigri Rockets í Houston. LeBron James setti 29 af stigum Lakers í leiknum og þurfti að sætta sig við tap eftir tvo sigurleiki í röð. James var ósáttur við hversu oft samherjar hans brutu á Harden og sendu hann á vítalínuna. „Þú getur ekki sent hann á línuna, hann er nógu hæfileikaríkur fyrir. Hann getur sett boltann í holuna á marga vegu, þú getur ekki gefið honum svona auðveld stig,“ sagði James í leikslok. James og fleiri félagar hans í liði Lakers voru ósáttir við dómgæsluna í nótt og tóku upp á því í seinni hálfleik að verjast með hendur fyrir aftan bak til þess að sanna fyrir dómurunum að þeir væru ekki að brjóta af sér. „Vorum bara að reyna að verjast án þess að fá villu. Þú þarft að passa þig á því þegar þú spilar við Houston. Þeir geta selt villur mjög vel, Chris Paul og James Harden sérstaklega.“Most 50-point triple-doubles in @NBAHistory (4) 37th career triple-double 2nd triple-double this season James Harden tallies 50 PTS, 10 REB & 11 AST in the @HoustonRockets victory! #Rocketspic.twitter.com/SmYBVBTswz — NBA (@NBA) December 14, 2018 Í San Antonio unnu heimamenn í Spurs sinn fjórða leik í röð og náðu í stærsta sigur tímabilsins til þessa þegar þeir höfðu betur gegn LA Clippers 125-87. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig fyrir Spurs og Rudy Gay setti 21. Vörn hefur verið aðalsmerki San Antonio undir Gregg Popovich en hún hefur ekki látið mikið kræla á sér í vetur. Það hefur hins vegar breyst í síðustu leikjum og hefur andstæðingurinn ekki náð að skora meira en 100 stig í síðustu þremur leikjum Spurs.Follow the ball. @spurs swing it around the horn for a Bertans triple! #GoSpursGopic.twitter.com/Bok2HCVZk0 — NBA (@NBA) December 14, 2018 Lið Phoenix Suns vann í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld, tíu stiga sigur á Dallas Mavericks var fyrsti sigurinn eftir 10 tapleiki í röð. Dirk Nowitzki snéri aftur í lið Dallas í leiknum en hann hefur ekkert getað spilað á tímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Nowitzki hefur nú spilað á 21 tímabili fyrir Mavericks sem er meira en nokkur hefur gert með einu og sama félaginu í sögu NBA. Lið Dallas virðist ekki geta unnið Phoenix Þetta var sjöunda tapið í röð fyrir Suns og kom eftir 8 sigurleiki úr síðustu 10 í deildinni. Skotnýting gestanna var með því verra sem fyrir finnst, þeir hittu aðeins 5 af 33 þriggja stiga skotum sínum. T.J. Warren átti sinn besta leik á tímabilinu með 30 stig fyrir Phoenix.TJ Warren scores a season-high 30 PTS in the @Suns 99-89 victory! #TimeToRisepic.twitter.com/uVfpbVwlej — NBA (@NBA) December 14, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Los Angeles Lakers 126-111 San Antonio Spurs - LA Clippers 125-87 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-91 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 99-89 NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
James Harden átti algjöran stórleik í sigri Houston Rockets á Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Harden lauk leik með þrefalda tvennu, skoraði heil 50 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 126-111 sigri Rockets í Houston. LeBron James setti 29 af stigum Lakers í leiknum og þurfti að sætta sig við tap eftir tvo sigurleiki í röð. James var ósáttur við hversu oft samherjar hans brutu á Harden og sendu hann á vítalínuna. „Þú getur ekki sent hann á línuna, hann er nógu hæfileikaríkur fyrir. Hann getur sett boltann í holuna á marga vegu, þú getur ekki gefið honum svona auðveld stig,“ sagði James í leikslok. James og fleiri félagar hans í liði Lakers voru ósáttir við dómgæsluna í nótt og tóku upp á því í seinni hálfleik að verjast með hendur fyrir aftan bak til þess að sanna fyrir dómurunum að þeir væru ekki að brjóta af sér. „Vorum bara að reyna að verjast án þess að fá villu. Þú þarft að passa þig á því þegar þú spilar við Houston. Þeir geta selt villur mjög vel, Chris Paul og James Harden sérstaklega.“Most 50-point triple-doubles in @NBAHistory (4) 37th career triple-double 2nd triple-double this season James Harden tallies 50 PTS, 10 REB & 11 AST in the @HoustonRockets victory! #Rocketspic.twitter.com/SmYBVBTswz — NBA (@NBA) December 14, 2018 Í San Antonio unnu heimamenn í Spurs sinn fjórða leik í röð og náðu í stærsta sigur tímabilsins til þessa þegar þeir höfðu betur gegn LA Clippers 125-87. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig fyrir Spurs og Rudy Gay setti 21. Vörn hefur verið aðalsmerki San Antonio undir Gregg Popovich en hún hefur ekki látið mikið kræla á sér í vetur. Það hefur hins vegar breyst í síðustu leikjum og hefur andstæðingurinn ekki náð að skora meira en 100 stig í síðustu þremur leikjum Spurs.Follow the ball. @spurs swing it around the horn for a Bertans triple! #GoSpursGopic.twitter.com/Bok2HCVZk0 — NBA (@NBA) December 14, 2018 Lið Phoenix Suns vann í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld, tíu stiga sigur á Dallas Mavericks var fyrsti sigurinn eftir 10 tapleiki í röð. Dirk Nowitzki snéri aftur í lið Dallas í leiknum en hann hefur ekkert getað spilað á tímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð á ökkla. Nowitzki hefur nú spilað á 21 tímabili fyrir Mavericks sem er meira en nokkur hefur gert með einu og sama félaginu í sögu NBA. Lið Dallas virðist ekki geta unnið Phoenix Þetta var sjöunda tapið í röð fyrir Suns og kom eftir 8 sigurleiki úr síðustu 10 í deildinni. Skotnýting gestanna var með því verra sem fyrir finnst, þeir hittu aðeins 5 af 33 þriggja stiga skotum sínum. T.J. Warren átti sinn besta leik á tímabilinu með 30 stig fyrir Phoenix.TJ Warren scores a season-high 30 PTS in the @Suns 99-89 victory! #TimeToRisepic.twitter.com/uVfpbVwlej — NBA (@NBA) December 14, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Los Angeles Lakers 126-111 San Antonio Spurs - LA Clippers 125-87 Orlando Magic - Chicago Bulls 97-91 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 99-89
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti