Þingmenn hafa áhyggjur af stöðu Íslandspósts Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 21:00 Sögðu þingmenn að fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Vísir Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi er einkaréttur Íslandspósts í póstsendingum að fullu afnuminn. Staða þessa ríkisfyrirtækis er hins vegar mjög slæm og við afgreiðslu fjárlaga nú var samþykkt að ríkið lánaði Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar hóf sérstakar umræður um stöðu Íslandspósts á Alþingi í dag. Hann sagði fyrirtækið skólabókardæmi um allt sem miður gæti farið í einokun ríkisins á einstökum sviðum atvinnulífsins. Megináherslan hafi verið að rökstyðja hækkunarþörf á þjónustu innan einkaréttar. „Þegar reikningar félagsins eru skoðaðir er engin merki að sjá um neina áherslu á aukið aðhald. Hagræðingu í rekstri félagsins. Þrátt fyrir að stjórnendum og stjórn félagsins hefði átt að vera það ljóst að í óefni stefndi,” sagði Þorsteinn. Fyrirtækið væri í raun gjaldþrota. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði að með frumvarpi um Íslandspóst sé einokun ríkisins á dreifingu bréfa undir fimmtíu grömmum afnuminn. Þar með væri opnað fyrir þann hluta póstmarkaðarins sem fallið hafi undir einkaréttinn eins og allar aðrar evrópuþjóðir hafi kosið að gera. „Stefnt er að því að gera þjónustusamning þannig að hægt sé að meta árlega hvað ríkið er tilbúið að borga til að halda uppi ákveðnu þjónustustigi. Þá með hliðsjón af því hver þörfin verður,” sagði Sigurður Ingi. Ljóst er af málflutningi þingmanna að þeir vilja ýmist styðja við áframhaldandi starfsemi Íslandspósts eða leggja fyrirtækið niður. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála. Ekki hafi verið brugðist við vanda fyrirtækisins árum saman.„Ég hef áhyggjur af því að sömu stjórnendum og hafa stýrt þessu fyrirtæki allan þennan tíma, að minnsta kosti síðasta áratug, sé falið að halda áfram um stýrið,” sagði Helga Vala. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ekki hafa komið til greina að neita Íslandspósti um lán og láta fyrirtækið fara í gjaldþrot.. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræðum það frumvarp sem hér er inni í þinginu um framtíð póstþjónustunnar. Ég hefði sjálf hefði gjarnan viljað sjá að við myndum selja fyrirtækið Íslandspóst. Og þá bjóða út þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvað ríkisfé með,” sagði Bryndís Haraldsdóttir. Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þingmenn gagnrýndu rekstur Íslandspósts á undanförnum árum og áratugum sem meira og minna hafi verið undir sömu pólitísku stjórninni. Fyrirtækið sé í raun gjaldþrota í dag og skattgreiðendum sendur reikningurinn. Í frumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi er einkaréttur Íslandspósts í póstsendingum að fullu afnuminn. Staða þessa ríkisfyrirtækis er hins vegar mjög slæm og við afgreiðslu fjárlaga nú var samþykkt að ríkið lánaði Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar hóf sérstakar umræður um stöðu Íslandspósts á Alþingi í dag. Hann sagði fyrirtækið skólabókardæmi um allt sem miður gæti farið í einokun ríkisins á einstökum sviðum atvinnulífsins. Megináherslan hafi verið að rökstyðja hækkunarþörf á þjónustu innan einkaréttar. „Þegar reikningar félagsins eru skoðaðir er engin merki að sjá um neina áherslu á aukið aðhald. Hagræðingu í rekstri félagsins. Þrátt fyrir að stjórnendum og stjórn félagsins hefði átt að vera það ljóst að í óefni stefndi,” sagði Þorsteinn. Fyrirtækið væri í raun gjaldþrota. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði að með frumvarpi um Íslandspóst sé einokun ríkisins á dreifingu bréfa undir fimmtíu grömmum afnuminn. Þar með væri opnað fyrir þann hluta póstmarkaðarins sem fallið hafi undir einkaréttinn eins og allar aðrar evrópuþjóðir hafi kosið að gera. „Stefnt er að því að gera þjónustusamning þannig að hægt sé að meta árlega hvað ríkið er tilbúið að borga til að halda uppi ákveðnu þjónustustigi. Þá með hliðsjón af því hver þörfin verður,” sagði Sigurður Ingi. Ljóst er af málflutningi þingmanna að þeir vilja ýmist styðja við áframhaldandi starfsemi Íslandspósts eða leggja fyrirtækið niður. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála. Ekki hafi verið brugðist við vanda fyrirtækisins árum saman.„Ég hef áhyggjur af því að sömu stjórnendum og hafa stýrt þessu fyrirtæki allan þennan tíma, að minnsta kosti síðasta áratug, sé falið að halda áfram um stýrið,” sagði Helga Vala. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ekki hafa komið til greina að neita Íslandspósti um lán og láta fyrirtækið fara í gjaldþrot.. „Ég held að það sé mikilvægt að við ræðum það frumvarp sem hér er inni í þinginu um framtíð póstþjónustunnar. Ég hefði sjálf hefði gjarnan viljað sjá að við myndum selja fyrirtækið Íslandspóst. Og þá bjóða út þjónustu sem við teljum að sé þess eðlis að það þurfi að greiða eitthvað ríkisfé með,” sagði Bryndís Haraldsdóttir.
Alþingi Íslandspóstur Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira