Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. desember 2018 09:00 Arnór í leiknum í gær vísir/getty Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Arnór kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik CSKA Moskvu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár gegn Viktoria Plzen 19. september. Hann kom einnig inn sem varamaður í sigrinum á Real Madrid í Moskvu tveimur vikum seinna. Síðustu fjóra leikina í riðlakeppninni byrjaði Arnór alla. Hann skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í tapinu fyrir Roma á heimavelli í nóvember og bætti öðru við í sigri á Real Madrid í gærkvöld. Víðir Sigurðsson tók saman í Morgunblaðinu í morgun lista yfir þá Íslendinga sem flesta leiki hafa spilað í Meistaradeild Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen, Ári Gautur Arason, Kolbeinn Sigþórsson og Eyjólfur Sverrisson eru þeir einu sem hafa spilað fleiri leiki en Arnór í Meistaradeildinni. Arnór deilir fimmta til sjöunda sæti listans með þeim Ragnari Sigurðssyni og Rúrik Gíslasyni sem báðir hafa spilað sex leiki eins og Arnór. Mark Arnórs í gær gerði hann að öðrum Íslendingnum í sögunni sem hefur skorað fleiri en eitt mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, Eiður Smári er sá eini sem hafði áður gert það. Eiður skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Alfreð Finnbogason er þriðji Íslendingurinn sem skorað hefur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, fleiri hafa ekki náð því.Íslendingar í Meistaradeild Evrópu: Eiður Smári Guðjohnsen, 45 leikir og 7 mörk Árni Gautur Arason, 21 leikur Kolbeinn Sigþórsson, 11 leikir Eyjólfur Sverrisson, 11 leikir Arnór Sigurðsson, 6 leikir og 2 mörk Rúrik Gíslason, 6 leikir Ragnar Sigurðsson, 6 leikir Birkir Bjarnason, 5 leikir Kári Árnason, 5 leikir Alfreð Finnbogason, 3 leikir og 1 mark Helgi Sigurðsson, 3 leikir Hörður Björgvin Magnússon, 3 leikir Sölvi Geir Ottesen, 3 leikir Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Arnór kom inn á í seinni hálfleik í fyrsta leik CSKA Moskvu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár gegn Viktoria Plzen 19. september. Hann kom einnig inn sem varamaður í sigrinum á Real Madrid í Moskvu tveimur vikum seinna. Síðustu fjóra leikina í riðlakeppninni byrjaði Arnór alla. Hann skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í tapinu fyrir Roma á heimavelli í nóvember og bætti öðru við í sigri á Real Madrid í gærkvöld. Víðir Sigurðsson tók saman í Morgunblaðinu í morgun lista yfir þá Íslendinga sem flesta leiki hafa spilað í Meistaradeild Evrópu. Eiður Smári Guðjohnsen, Ári Gautur Arason, Kolbeinn Sigþórsson og Eyjólfur Sverrisson eru þeir einu sem hafa spilað fleiri leiki en Arnór í Meistaradeildinni. Arnór deilir fimmta til sjöunda sæti listans með þeim Ragnari Sigurðssyni og Rúrik Gíslasyni sem báðir hafa spilað sex leiki eins og Arnór. Mark Arnórs í gær gerði hann að öðrum Íslendingnum í sögunni sem hefur skorað fleiri en eitt mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, Eiður Smári er sá eini sem hafði áður gert það. Eiður skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Alfreð Finnbogason er þriðji Íslendingurinn sem skorað hefur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, fleiri hafa ekki náð því.Íslendingar í Meistaradeild Evrópu: Eiður Smári Guðjohnsen, 45 leikir og 7 mörk Árni Gautur Arason, 21 leikur Kolbeinn Sigþórsson, 11 leikir Eyjólfur Sverrisson, 11 leikir Arnór Sigurðsson, 6 leikir og 2 mörk Rúrik Gíslason, 6 leikir Ragnar Sigurðsson, 6 leikir Birkir Bjarnason, 5 leikir Kári Árnason, 5 leikir Alfreð Finnbogason, 3 leikir og 1 mark Helgi Sigurðsson, 3 leikir Hörður Björgvin Magnússon, 3 leikir Sölvi Geir Ottesen, 3 leikir
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45
Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00