Áætlun í gæðaþróun skref til þess að laga heilbrigðiskerfið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 19:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller, landlæknir Vísir/JóhannK Heilbrigðisráðherra og landlæknir undirrituðu í dag áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Áætlunin er liður í að vinna á vandanum sem er í íslensku heilbrigðiskerfi.Samkvæmt 11. gr laga um landlækni og lýðheilsu, skal landlæknir gera áætlun um gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar og skal hún miða að því að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að framþróun hennar. Áætlunin var í dag, í fyrsta skipti lögð fram, samþykkt og undirrituð af ráðherra og landlækni. Erum við þar stödd í heilbrigðisþjónustunni að við getum farið að setja okkur gæðaáætlanir.Þurfum við ekki að ná fyrst utan um vandan í heilbrigðiskerfinu? „Þetta er ein af leiðunum til þess. Það er einmitt að beina sjónum að gæðum og öryggi,“ sagði Alma D. Möller, landlæknir, eftir undirritunina í dag. Vandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er margþættur. Umræðan um mikið álag á Landspítalanum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Páll Matthíasson, forstjóri sagði í pistli sínum á föstudag að álagið væri orðið það mikið að augljóst væri að öryggi sjúklinga er ekki tryggt. „Þegar við erum að tala um þessa stöðu sem hefur verið í fréttum undanfarna daga að þá höfum við auðvitað, og Embætti landlæknis í fyrsta lagi, skoðað hlutaúttekt embættisins á þessari stöðu á bráðamóttökunni og síðan fáum við sem heilbrigðisyfirvöld, þá úttekt í hendur og skoðum hvað það er í heilbrigðiskerfinu í heild sem við getum haft áhrif á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu er hluti af Heilbrigðisstefnu ráðherra sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Áætlunin miðar fyrst og fremst öryggis og gæðamálum og á að vera einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Áætlunin er fjórþætt. Hver og ein stofnun á að vera með kerfi til þess að vinna að stöðugum umbótum og sífellt að bæta þjónustuna. Skráning gæða í þjónustunni verði markvissari. Innleiða á samræmt atvikaskráningakerfi fyrir landið allt og að reglulega séu framkvæmdar þjónustukannanir hjá notendum.Er tíminn ekki útrunninn þar sem að við vitum að vandamálin í heilbrigðiskerfinu eru þegar mikil og stór?„Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ sagði Alma D. Möller Landlæknir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15 Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og landlæknir undirrituðu í dag áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu til næstu ellefu ára. Áætlunin er liður í að vinna á vandanum sem er í íslensku heilbrigðiskerfi.Samkvæmt 11. gr laga um landlækni og lýðheilsu, skal landlæknir gera áætlun um gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar og skal hún miða að því að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að framþróun hennar. Áætlunin var í dag, í fyrsta skipti lögð fram, samþykkt og undirrituð af ráðherra og landlækni. Erum við þar stödd í heilbrigðisþjónustunni að við getum farið að setja okkur gæðaáætlanir.Þurfum við ekki að ná fyrst utan um vandan í heilbrigðiskerfinu? „Þetta er ein af leiðunum til þess. Það er einmitt að beina sjónum að gæðum og öryggi,“ sagði Alma D. Möller, landlæknir, eftir undirritunina í dag. Vandinn í íslenska heilbrigðiskerfinu er margþættur. Umræðan um mikið álag á Landspítalanum hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en Páll Matthíasson, forstjóri sagði í pistli sínum á föstudag að álagið væri orðið það mikið að augljóst væri að öryggi sjúklinga er ekki tryggt. „Þegar við erum að tala um þessa stöðu sem hefur verið í fréttum undanfarna daga að þá höfum við auðvitað, og Embætti landlæknis í fyrsta lagi, skoðað hlutaúttekt embættisins á þessari stöðu á bráðamóttökunni og síðan fáum við sem heilbrigðisyfirvöld, þá úttekt í hendur og skoðum hvað það er í heilbrigðiskerfinu í heild sem við getum haft áhrif á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Áætlunin um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu er hluti af Heilbrigðisstefnu ráðherra sem nú er til umsagnar í Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Áætlunin miðar fyrst og fremst öryggis og gæðamálum og á að vera einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Áætlunin er fjórþætt. Hver og ein stofnun á að vera með kerfi til þess að vinna að stöðugum umbótum og sífellt að bæta þjónustuna. Skráning gæða í þjónustunni verði markvissari. Innleiða á samræmt atvikaskráningakerfi fyrir landið allt og að reglulega séu framkvæmdar þjónustukannanir hjá notendum.Er tíminn ekki útrunninn þar sem að við vitum að vandamálin í heilbrigðiskerfinu eru þegar mikil og stór?„Þetta einmitt hjálpar okkur að taka á þeim og þetta er eitt af því sem að við höfum ekki efni á að gera ekki,“ sagði Alma D. Möller Landlæknir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15 Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu undirrituð Heilbrigðisráðherra segir enn langt í land að ná utan um vandann í íslenskri heilbrigðisþjónustu en að áætlun um gæðaþróun sé liður í því 12. desember 2018 12:15
Raunhæfa og markvissa heilbrigðisstefnu fyrir alla Eitt markmiða í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er að fullvinna heildstæða heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna og skilgreina betur hlutverk einstakra þátta innan heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. 6. desember 2018 07:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent