Segir dómstóla gefa kynferðisbrotamönnum afslátt á refsingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2018 19:30 Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Stöð 2 Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir færast í aukana að dómstólar skilorðsbindi dóma í kynferðisbrotamálum eða jafnvel gefi afslátt á refsingu vegna dráttar á málsmeðferð. Embættið hafi áhyggjur af stöðunni. Mikið álag og málafjöldi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár hefur leitt til þess að rannsókn mála hefur dregist á langinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi á undanförnu haft áhyggjur af málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála. „Og það er ekkert að ástæðulausu. Við erum að sjá að dómstólar eru að gera athugasemdir við málsmeðferðartíma bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi,“ segir Hulda Elsa og bætir við að í dag sé staðan þannig að það geti tekið allt að þrjú ár frá því rannsókn á nauðgun hefst hjá lögreglu og þar til dómur fellur. „Á síðastliðnum árum sjáum við alltaf fleiri og fleiri athugasemdir frá dómstólum þar sem er beinlínis verið að finna að því að það er dráttur á máli og það endurspeglast í því að dómar eru skilorðsbundnir að hluta eða öllu leiti,“ segir Hulda Elsa. Þetta sé alls ekki góð staða. „Jafnvel í einhverjum málum er beinlínis um afslátt á refsingu að ræða eins og við sjáum í nýlegum dómum frá landsrétti núna í september.“ En þar var refsing milduð úr þremur árum fyrir nauðgun í tvö og hálft ár vegna dráttar hjá ákæruvaldi. Þarna var því um sex mánaða afslátt á refsingu að ræða. „Dómstólar hafa ekki verið að skilorðsbinda í málum þar sem um er að ræða þessi alvarlegustu brot ekki nema í afar sérstökum tilvikum en við erum að sjá aukningu á þessu.“ Hulda segir að síðustu mánuði hafi markvisst verið unnið að því að stytta málsmeðferðartímann sem hafi gengið vel. Nauðganir, kynferðisbrot gegn börnum, heimilisofbeldi og mál þar sem gerendur eru ungir séu í sérstökum forgangi. „Við erum að sjá mikla breytingu með aðgerðum lögreglunnar. Við erum að sjá sex til tólf mánuði á kynferðisbrotunum núna,“ segir Hulda Elsa. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir færast í aukana að dómstólar skilorðsbindi dóma í kynferðisbrotamálum eða jafnvel gefi afslátt á refsingu vegna dráttar á málsmeðferð. Embættið hafi áhyggjur af stöðunni. Mikið álag og málafjöldi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár hefur leitt til þess að rannsókn mála hefur dregist á langinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að embættið hafi á undanförnu haft áhyggjur af málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála. „Og það er ekkert að ástæðulausu. Við erum að sjá að dómstólar eru að gera athugasemdir við málsmeðferðartíma bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi,“ segir Hulda Elsa og bætir við að í dag sé staðan þannig að það geti tekið allt að þrjú ár frá því rannsókn á nauðgun hefst hjá lögreglu og þar til dómur fellur. „Á síðastliðnum árum sjáum við alltaf fleiri og fleiri athugasemdir frá dómstólum þar sem er beinlínis verið að finna að því að það er dráttur á máli og það endurspeglast í því að dómar eru skilorðsbundnir að hluta eða öllu leiti,“ segir Hulda Elsa. Þetta sé alls ekki góð staða. „Jafnvel í einhverjum málum er beinlínis um afslátt á refsingu að ræða eins og við sjáum í nýlegum dómum frá landsrétti núna í september.“ En þar var refsing milduð úr þremur árum fyrir nauðgun í tvö og hálft ár vegna dráttar hjá ákæruvaldi. Þarna var því um sex mánaða afslátt á refsingu að ræða. „Dómstólar hafa ekki verið að skilorðsbinda í málum þar sem um er að ræða þessi alvarlegustu brot ekki nema í afar sérstökum tilvikum en við erum að sjá aukningu á þessu.“ Hulda segir að síðustu mánuði hafi markvisst verið unnið að því að stytta málsmeðferðartímann sem hafi gengið vel. Nauðganir, kynferðisbrot gegn börnum, heimilisofbeldi og mál þar sem gerendur eru ungir séu í sérstökum forgangi. „Við erum að sjá mikla breytingu með aðgerðum lögreglunnar. Við erum að sjá sex til tólf mánuði á kynferðisbrotunum núna,“ segir Hulda Elsa.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira