Söguleg boltameðferð Tottenham á Nývangi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2018 15:00 Harry Kane lagði upp mark Tottenham í gær. vísir/getty Tottenham komst áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona á Nývangi en Lucas Moura skoraði markið sem skipti öllu máli í seinni hálfleik eftir undirbúning Harry Kane. Spurs þurfti að jafna úrslit Inter á móti PSV en ítalska liðið fór illa að ráði sínu á heimavelli á móti hollensku meisturunum og gerðu sömuleiðis 1-1 jafntefli þrátt fyrir að sækja nánast látlaust allan seinni hálfleikinn. Frammistaða Tottenham í Katalóníu var glæsileg en liðið fékk urmul færa, spilaði vel og hélt boltanum 51 prósent af leiktímanum á móti 49 prósentum Börsunga. Þetta gerist ekki oft. Alls ekki oft. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár sem lið heldur boltanum meira en Barcelona í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en síðast var Barcelona undir í þeirri baráttu á móti Werder Bremen í desember 2006. Brimarborgarar voru þá 56 prósent með boltann en töpuðu samt, 2-0. Gracenote heldur utan um þessa tölfræði. Þökk sé marki Lucas Moura er Tottenham nú búið að skora í 16 Meistaradeildarleikjum í röð sem er jöfnun á félagsmeti en bara Paris Saint-Germain hefur skorað í fleiri leikjum í röð af öllum liðum Meistaradeildarinnar, alls 22 leikjum í röð. Barcelona vann B-riðilinn og hvíldi suma af sínum bestu mönnum í gær en liðið er nú búið að spila 29 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa sem er jöfnun á meti Bayern München sem gerði það sama á árunum 1998-2002. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00 Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Tottenham komst áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona á Nývangi en Lucas Moura skoraði markið sem skipti öllu máli í seinni hálfleik eftir undirbúning Harry Kane. Spurs þurfti að jafna úrslit Inter á móti PSV en ítalska liðið fór illa að ráði sínu á heimavelli á móti hollensku meisturunum og gerðu sömuleiðis 1-1 jafntefli þrátt fyrir að sækja nánast látlaust allan seinni hálfleikinn. Frammistaða Tottenham í Katalóníu var glæsileg en liðið fékk urmul færa, spilaði vel og hélt boltanum 51 prósent af leiktímanum á móti 49 prósentum Börsunga. Þetta gerist ekki oft. Alls ekki oft. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár sem lið heldur boltanum meira en Barcelona í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en síðast var Barcelona undir í þeirri baráttu á móti Werder Bremen í desember 2006. Brimarborgarar voru þá 56 prósent með boltann en töpuðu samt, 2-0. Gracenote heldur utan um þessa tölfræði. Þökk sé marki Lucas Moura er Tottenham nú búið að skora í 16 Meistaradeildarleikjum í röð sem er jöfnun á félagsmeti en bara Paris Saint-Germain hefur skorað í fleiri leikjum í röð af öllum liðum Meistaradeildarinnar, alls 22 leikjum í röð. Barcelona vann B-riðilinn og hvíldi suma af sínum bestu mönnum í gær en liðið er nú búið að spila 29 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa sem er jöfnun á meti Bayern München sem gerði það sama á árunum 1998-2002.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00 Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00
Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00