Stærsta kvikmyndastjarna Íslandssögunnar drapst Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. desember 2018 09:00 Grannt var fylgst með Keikó á meðan hann lifði, til að mynda muna margir eflaust eftir frægum leik hans við dekk nokkuð. Getty Áþessum degi árið 2003 drapst hvalurinn og kvikmyndastjarnan Keikó og lauk þar með miklu og undarlegu máli sem hafði staðið yfir frá því Keikó var fluttur hingað til lands árið 1998 með pompi og prakt. Kannski má samt segja að þetta hafi allt byrjað með því að Keikó var veiddur nálægt Íslandi árið 1979 og því hafa ýmsir talað um hvalinn sem „Íslending“. Að minnsta kosti var gerð tilraun til að „sleppa“ Keikó, hann fluttur til Vestmannaeyja þaðan sem hann fór til Noregs þar sem hann drapst fyrir aldur fram, aðeins 27 ára að aldri. Það tókst aldrei að gera hann „villtan“ aftur en í það verkefni var eytt einum tveimur milljörðum króna samtals. „Auðvitað brá mér við að heyra tíðindin því skepnan hafðist mjög vel við og var við hestaheilsu í Noregi,“ segir Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-Keikó Foundation á Íslandi í viðtali við Fréttablaðið þann 14. desember 2003. „Á miðvikudag virtist hann fá einhverja kvefpest, sem hafði gerst áður, og var ekki lystugur á fimmtudeginum. Á föstudaginn var greinilegt að það var mjög af honum dregið og síðdegis synti hann á land. Hann vissi greinilega sjálfur hvað var á ferðinni því háhyrningar synda á land til þess að deyja drottni sínum.“ Hallur bætti einnig við: „Þessi frétt hefur farið um allan heim. Allir helstu fréttamiðlar hafa fjallað um þetta og það hefur verið gríðarlegur fjöldi fjölmiðlamanna við Taknesfjörð í Noregi.“ Keikó lék hvalinn Willy í Free Willy-myndunum, en þær urðu þrjár talsins. Myndirnar fjölluðu um hval sem var frelsaður úr haldi – en líf þess hvals átti eftir að verða ansi líkt lífi hvalsins í myndinni sem gaf þessu máli öllu óneitanlega dularfullan blæ og heillaði heimsbyggðina. Stundum er sagt að Keikó hafi verið frægasti Íslendingurinn og kannski er það satt. Það hafa að minnsta kosti fáir verið svona mikið í sviðsljósinu á jafn skömmum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Dýr Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Áþessum degi árið 2003 drapst hvalurinn og kvikmyndastjarnan Keikó og lauk þar með miklu og undarlegu máli sem hafði staðið yfir frá því Keikó var fluttur hingað til lands árið 1998 með pompi og prakt. Kannski má samt segja að þetta hafi allt byrjað með því að Keikó var veiddur nálægt Íslandi árið 1979 og því hafa ýmsir talað um hvalinn sem „Íslending“. Að minnsta kosti var gerð tilraun til að „sleppa“ Keikó, hann fluttur til Vestmannaeyja þaðan sem hann fór til Noregs þar sem hann drapst fyrir aldur fram, aðeins 27 ára að aldri. Það tókst aldrei að gera hann „villtan“ aftur en í það verkefni var eytt einum tveimur milljörðum króna samtals. „Auðvitað brá mér við að heyra tíðindin því skepnan hafðist mjög vel við og var við hestaheilsu í Noregi,“ segir Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-Keikó Foundation á Íslandi í viðtali við Fréttablaðið þann 14. desember 2003. „Á miðvikudag virtist hann fá einhverja kvefpest, sem hafði gerst áður, og var ekki lystugur á fimmtudeginum. Á föstudaginn var greinilegt að það var mjög af honum dregið og síðdegis synti hann á land. Hann vissi greinilega sjálfur hvað var á ferðinni því háhyrningar synda á land til þess að deyja drottni sínum.“ Hallur bætti einnig við: „Þessi frétt hefur farið um allan heim. Allir helstu fréttamiðlar hafa fjallað um þetta og það hefur verið gríðarlegur fjöldi fjölmiðlamanna við Taknesfjörð í Noregi.“ Keikó lék hvalinn Willy í Free Willy-myndunum, en þær urðu þrjár talsins. Myndirnar fjölluðu um hval sem var frelsaður úr haldi – en líf þess hvals átti eftir að verða ansi líkt lífi hvalsins í myndinni sem gaf þessu máli öllu óneitanlega dularfullan blæ og heillaði heimsbyggðina. Stundum er sagt að Keikó hafi verið frægasti Íslendingurinn og kannski er það satt. Það hafa að minnsta kosti fáir verið svona mikið í sviðsljósinu á jafn skömmum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Dýr Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira