Popovich kominn með fleiri sigra en Pat Riley Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. desember 2018 07:30 Greg Popovich vísir/getty Greg Popovich varð í nótt fjórði sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar í körfubolta þegar San Antonio Spurs vann 111-86 sigur á Phoenix Suns. Hér þýðir orðið sigursælasti sá sem hefur sigrað flesta leiki, ekki unnið flesta titla eins og oft er einnig átt við með orðinu. Sigurinn var sá 1211. á ferli Popovich og tók hann þar með fram úr Pat Riley á listanum yfir flesta sigra á ferlinum. Spurs vann sinn þriðja sigur í röð og er liðið hálfnað með sex leikja heimaleikjahrinu. Liðið situr 10. í Vesturdeildinni með 14 töp og 14 sigra í vetur. Popovich hefur þjálfað San Antonio síðustu 22 ár og er hann sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi hjá sama félaginu í fjóru stóru íþróttagreinum Bandaríkjanna; körfubolta, hafnarbolta, íshokkí og amerískum fótbolta. Enginn í sögu körfuboltans hefur náð 1200 sigrum eins fljótt og Popovich, hann þurfti aðeins 1743 leiki til þess. Bryn Forbes nældi sér í sína fyrstu tvöföldu tvennu á ferlinum með 24 stig og 11 fráköst. LaMarcus Aldridge var með 18 stig í sigrinum sem var aldrei í hættu í seinni hálfleik, munurinn varð mestur 25 stig.Congrats to @spurs Coach Gregg Popovich for moving up to 4th on the ALL-TIME WINS list! #GoSpursGopic.twitter.com/oJpODG6wW0 — NBA (@NBA) December 12, 2018 Í Houston skoraði James Harden 29 stig fyrir heimamenn í Rockets sem höfðu betur gegn Portland Trail Blazers 111-104. Sjö leikmenn í liði Rockets náðu tveggja stiga tölu í stigaskori í liðssigri sem batt enda á þriggja leikja tapgöngu Rockets. Chris Paul náði þrefaldri tvennu með 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.James Harden (29 PTS) & Damian Lillard (34 PTS) duel in Houston, as the @HoustonRockets come away victorious! #Rocketspic.twitter.com/UBndhbSJAX — NBA (@NBA) December 12, 2018 Toronto Raptors vann stórsigur á LA Clippers 123-99 í Los Angeles. Serge Ibaka var atkvæðamestur fyrir Raptors með 25 stig og 9 fráköst.Serge Ibaka guides the @Raptors to victory in LA with a game-high 25 PTS, 9 REB, 3 BLK! #WeTheNorthpic.twitter.com/MFc9na3Fkr — NBA (@NBA) December 12, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Portland Trail Blazers 111-104 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 111-89 LA Clippers - Toronto Raptors 99-123 NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Greg Popovich varð í nótt fjórði sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar í körfubolta þegar San Antonio Spurs vann 111-86 sigur á Phoenix Suns. Hér þýðir orðið sigursælasti sá sem hefur sigrað flesta leiki, ekki unnið flesta titla eins og oft er einnig átt við með orðinu. Sigurinn var sá 1211. á ferli Popovich og tók hann þar með fram úr Pat Riley á listanum yfir flesta sigra á ferlinum. Spurs vann sinn þriðja sigur í röð og er liðið hálfnað með sex leikja heimaleikjahrinu. Liðið situr 10. í Vesturdeildinni með 14 töp og 14 sigra í vetur. Popovich hefur þjálfað San Antonio síðustu 22 ár og er hann sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi hjá sama félaginu í fjóru stóru íþróttagreinum Bandaríkjanna; körfubolta, hafnarbolta, íshokkí og amerískum fótbolta. Enginn í sögu körfuboltans hefur náð 1200 sigrum eins fljótt og Popovich, hann þurfti aðeins 1743 leiki til þess. Bryn Forbes nældi sér í sína fyrstu tvöföldu tvennu á ferlinum með 24 stig og 11 fráköst. LaMarcus Aldridge var með 18 stig í sigrinum sem var aldrei í hættu í seinni hálfleik, munurinn varð mestur 25 stig.Congrats to @spurs Coach Gregg Popovich for moving up to 4th on the ALL-TIME WINS list! #GoSpursGopic.twitter.com/oJpODG6wW0 — NBA (@NBA) December 12, 2018 Í Houston skoraði James Harden 29 stig fyrir heimamenn í Rockets sem höfðu betur gegn Portland Trail Blazers 111-104. Sjö leikmenn í liði Rockets náðu tveggja stiga tölu í stigaskori í liðssigri sem batt enda á þriggja leikja tapgöngu Rockets. Chris Paul náði þrefaldri tvennu með 11 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar.James Harden (29 PTS) & Damian Lillard (34 PTS) duel in Houston, as the @HoustonRockets come away victorious! #Rocketspic.twitter.com/UBndhbSJAX — NBA (@NBA) December 12, 2018 Toronto Raptors vann stórsigur á LA Clippers 123-99 í Los Angeles. Serge Ibaka var atkvæðamestur fyrir Raptors með 25 stig og 9 fráköst.Serge Ibaka guides the @Raptors to victory in LA with a game-high 25 PTS, 9 REB, 3 BLK! #WeTheNorthpic.twitter.com/MFc9na3Fkr — NBA (@NBA) December 12, 2018Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Portland Trail Blazers 111-104 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 111-89 LA Clippers - Toronto Raptors 99-123
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum