Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Sveinn Arnarsson skrifar 12. desember 2018 06:00 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. FBL/Stefán Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. Bára svaraði í gær rangfærslum sem komu fram í tilkynningu sem Ágúst birti fyrir helgi, eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingar áminnti hann fyrir að áreita Báru.Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Mynd/AðsendInga Björk tekur afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“ Margir hafa gagnrýnt þá stöðu að Samfylkingin skuli rannsaka mál sem varði hana sjálfa og hvort trúnaðarnefndin sé hlutlaus. Inga Björk bendir á að nefndin er samansett af sérfræðingum og sé hlutlaus aðili. Hins vegar verði verkferlar skoðaðir nú í kjölfar þessa máls en hún segist alltaf taka afstöðu með brotaþolum í málum sem þessum. „Við erum að koma út úr þessari Metoo-byltingu og ég held að öll félagasamtök og fyrirtæki viti ekki hvernig eigi að takast á við svona mál. Við erum að læra það sem samfélag,“ segir hún. Logi Einarsson, formaður flokksins, var upplýstur um málið af Báru sjálfri. Auk þess liggja málavextir fyrir í skýrslu nefndarinnar. Ágúst gekkst við hegðan sinni fyrir nefndinni, sem fólst í því að hafa endurtekið, og í óþökk Báru reynt að kyssa hana á vinnustað hennar. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni. „Ágúst er ágætis liðsfélagi minn og við höfum átt gott samstarf. Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að við höfum sett á laggirnar trúnaðarnefnd til að taka á málum. Þessi nefnd veitti Ágústi áminningu sem er mjög alvarlegt. Ég held við verðum að gefa honum ráðrúm til þess, svo sjáum við til,“ segir Logi. Ekki náðist í Ágúst Ólaf við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir nokkra eftirleitan. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. Bára svaraði í gær rangfærslum sem komu fram í tilkynningu sem Ágúst birti fyrir helgi, eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingar áminnti hann fyrir að áreita Báru.Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Mynd/AðsendInga Björk tekur afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“ Margir hafa gagnrýnt þá stöðu að Samfylkingin skuli rannsaka mál sem varði hana sjálfa og hvort trúnaðarnefndin sé hlutlaus. Inga Björk bendir á að nefndin er samansett af sérfræðingum og sé hlutlaus aðili. Hins vegar verði verkferlar skoðaðir nú í kjölfar þessa máls en hún segist alltaf taka afstöðu með brotaþolum í málum sem þessum. „Við erum að koma út úr þessari Metoo-byltingu og ég held að öll félagasamtök og fyrirtæki viti ekki hvernig eigi að takast á við svona mál. Við erum að læra það sem samfélag,“ segir hún. Logi Einarsson, formaður flokksins, var upplýstur um málið af Báru sjálfri. Auk þess liggja málavextir fyrir í skýrslu nefndarinnar. Ágúst gekkst við hegðan sinni fyrir nefndinni, sem fólst í því að hafa endurtekið, og í óþökk Báru reynt að kyssa hana á vinnustað hennar. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni. „Ágúst er ágætis liðsfélagi minn og við höfum átt gott samstarf. Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að við höfum sett á laggirnar trúnaðarnefnd til að taka á málum. Þessi nefnd veitti Ágústi áminningu sem er mjög alvarlegt. Ég held við verðum að gefa honum ráðrúm til þess, svo sjáum við til,“ segir Logi. Ekki náðist í Ágúst Ólaf við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir nokkra eftirleitan.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28