Jólasveinar í skegg- og hársnyrtingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. desember 2018 18:45 Jólasveinar mættu í skegg- og hársnyrtingu og veittu Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna í styrk. Vísir/JóhannK Fyrsti jólasveininn, Stekkjastaur, kemur til byggða í nótt. Að því tilefni fór Grýla með nokkra af sonum sínum til rakarans í dag í hár og skeggsnyrtingu. Það var mikill atgangur á Rakarastofunni Dalbraut 1 í morgun þegar fréttastofu bar að garði en sjö af jólasveinunum þrettán voru þangað komnir ásamt móður sinni, Grýlu, í tvennum tilgangi. Annars vegar var um að ræða skegg- og hársnyrtingu en að auki hafði Grýla og jólasveinarnir boðað til blaðamannafundar.Grýla afhentir Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, styrk upp á rúma eina milljón frá Jólasveinaþjónustu SkyrgámsVísir/JóhannKEin milljón og þrettán þúsund til Hjálparstarfs kirkjunnar „Ég vill senda mína drengi almennilega til byggða, Stekkjastaur og félaga. En svo er ekki síður það að við höfum tekið jólaboðskapinn í hjartað og við erum hingað komin til þess að afhenta Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna,“ sagði Grýla í morgun. Á síðastliðnum árum hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms gefið Hjálparastarfi kirkjunnar meira en tíu milljónir í styrk.Er þetta fjörugasti blaðamannafundur sem þið hafið boðað til? „Já, þetta er með þeim betri verð ég að segja. Mjög skemmtilegt og þeir hafa safnað þrettán milljónum á nokkrum árum þessir jólasveinar,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.Hvernig gengur að afla fjár?„Það gengur mjög vel, sérstaklega núna fyrir jólin að þá eru margir sem að styðja okkur og erum bara mjög þakklát fyrir það,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þörfin fyrir aðstoð um jólin sé mikil en í fyrra fengu tæplega fjögur þúsund einstaklingar aðstoð fyrir jólin. Bjarni segir að þörfin gæti orðið svipuð í ár. Bjúgnakrækir segir jólasveinanna spennta fyrir komandi vertíð. Frá blaðamannafundi Grýlu og jólasveinanna á Rakarastofunni Dalbraut 1, í dag.Vísir/JóhannKJólasveinarnir spenntir fyrir komandi vertíð „Stekkjastaur kemur á eftir og nú vonum við að börnin séu góð og þæg og hlýði mömmu og pabba og verði dugleg að bursta tennur og góð vil alla í kringum sig fyrst og fremst,“ sagði Bjúgnakrækir. Ræðu Grýlu og jólasveinanna má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrsti jólasveininn, Stekkjastaur, kemur til byggða í nótt. Að því tilefni fór Grýla með nokkra af sonum sínum til rakarans í dag í hár og skeggsnyrtingu. Það var mikill atgangur á Rakarastofunni Dalbraut 1 í morgun þegar fréttastofu bar að garði en sjö af jólasveinunum þrettán voru þangað komnir ásamt móður sinni, Grýlu, í tvennum tilgangi. Annars vegar var um að ræða skegg- og hársnyrtingu en að auki hafði Grýla og jólasveinarnir boðað til blaðamannafundar.Grýla afhentir Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, styrk upp á rúma eina milljón frá Jólasveinaþjónustu SkyrgámsVísir/JóhannKEin milljón og þrettán þúsund til Hjálparstarfs kirkjunnar „Ég vill senda mína drengi almennilega til byggða, Stekkjastaur og félaga. En svo er ekki síður það að við höfum tekið jólaboðskapinn í hjartað og við erum hingað komin til þess að afhenta Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna,“ sagði Grýla í morgun. Á síðastliðnum árum hefur Jólasveinaþjónusta Skyrgáms gefið Hjálparastarfi kirkjunnar meira en tíu milljónir í styrk.Er þetta fjörugasti blaðamannafundur sem þið hafið boðað til? „Já, þetta er með þeim betri verð ég að segja. Mjög skemmtilegt og þeir hafa safnað þrettán milljónum á nokkrum árum þessir jólasveinar,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.Hvernig gengur að afla fjár?„Það gengur mjög vel, sérstaklega núna fyrir jólin að þá eru margir sem að styðja okkur og erum bara mjög þakklát fyrir það,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þörfin fyrir aðstoð um jólin sé mikil en í fyrra fengu tæplega fjögur þúsund einstaklingar aðstoð fyrir jólin. Bjarni segir að þörfin gæti orðið svipuð í ár. Bjúgnakrækir segir jólasveinanna spennta fyrir komandi vertíð. Frá blaðamannafundi Grýlu og jólasveinanna á Rakarastofunni Dalbraut 1, í dag.Vísir/JóhannKJólasveinarnir spenntir fyrir komandi vertíð „Stekkjastaur kemur á eftir og nú vonum við að börnin séu góð og þæg og hlýði mömmu og pabba og verði dugleg að bursta tennur og góð vil alla í kringum sig fyrst og fremst,“ sagði Bjúgnakrækir. Ræðu Grýlu og jólasveinanna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Hjálparstarf Jól Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira