Sirrý með ólæknandi krabbamein: Eftir sorgarferlið rís maður rosalega hratt upp Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 10:30 Greindist aftur rétt fyrir fimm ára markið. Hin 44 ára Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð, greindist með ólæknandi krabbamein árið 2015. Eftir stutt sorgarferli, eins og hún kallar það, tók hún ákvörðun um að njóta lífsins eftir fremsta megni og gera það sem hana langaði mest. Hún stofnaði m.a. fyrirtæki ásamt góðum vinkonum og gekk í grunnbúðir Annapurna og Everest, svo eitthvað sé nefnt. Rætt var við Sirrý í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær. „Ég gekk með fjórða barnið mitt árið 2010 og átti í vandræðum með að ná mér eftir barnsburðinn. Þá ákvað ég að drífa mig í ræktina og ég hélt hreinlega að það yrði minn síðasti dagur. Ég aftur á móti hitti ljósmóðir mína sem hefur farið með mér í gegnum fjórar meðgöngur. Hún greip í mig í anddyrinu og segir: guð minn góður hvað er að sjá þig? Ég sagðist halda hreinlega að það væri eitthvað að mér,“ segir Sirrý um það þegar hún greindist fyrst með leghálskrabbamein en daginn eftir var sú greining komin. Meðferðin sem tók við gekk vel og allt eins og það átti að vera. Henni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja.Sirrý með börnunum sínum.„Ég greindist í raun og veru rétt fyrir þetta fimm ára mark, aftur með krabbamein og þá er allt önnur staða. Þá fær maður allt öðruvísi greiningu og hjá mér er ég semsagt með stórt æxli sem er óskurðtækt. Þegar maður greinist svona í annað sinn þá fær maður svona króníska greiningu. Maður fær þetta svakalega stóra orð, að vera með ólæknandi krabbamein.“ Þessar fréttir voru sannarlega reiðarslag fyrir Sirrý. „Það fyrsta sem ég geri, sem ég hefði ekki átt að gera, var að spyrja hvað lifi ég lengi? Hverjar eru lífslíkurnar? Þá segir hún 1-3 ár,“ segir Sirrý og bætir við að ekki sé hægt að búa sig undir svona slæm tíðindi. „Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Sirrý.Sirrý skellti sér í grunnbúðir Everest.Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest og er hún nýkomin heim úr grunnbúðunum. „Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý var heimsótt í Íslandi í gærkvöldi. Þar ræddi hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir. Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Hin 44 ára Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð, greindist með ólæknandi krabbamein árið 2015. Eftir stutt sorgarferli, eins og hún kallar það, tók hún ákvörðun um að njóta lífsins eftir fremsta megni og gera það sem hana langaði mest. Hún stofnaði m.a. fyrirtæki ásamt góðum vinkonum og gekk í grunnbúðir Annapurna og Everest, svo eitthvað sé nefnt. Rætt var við Sirrý í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gær. „Ég gekk með fjórða barnið mitt árið 2010 og átti í vandræðum með að ná mér eftir barnsburðinn. Þá ákvað ég að drífa mig í ræktina og ég hélt hreinlega að það yrði minn síðasti dagur. Ég aftur á móti hitti ljósmóðir mína sem hefur farið með mér í gegnum fjórar meðgöngur. Hún greip í mig í anddyrinu og segir: guð minn góður hvað er að sjá þig? Ég sagðist halda hreinlega að það væri eitthvað að mér,“ segir Sirrý um það þegar hún greindist fyrst með leghálskrabbamein en daginn eftir var sú greining komin. Meðferðin sem tók við gekk vel og allt eins og það átti að vera. Henni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja.Sirrý með börnunum sínum.„Ég greindist í raun og veru rétt fyrir þetta fimm ára mark, aftur með krabbamein og þá er allt önnur staða. Þá fær maður allt öðruvísi greiningu og hjá mér er ég semsagt með stórt æxli sem er óskurðtækt. Þegar maður greinist svona í annað sinn þá fær maður svona króníska greiningu. Maður fær þetta svakalega stóra orð, að vera með ólæknandi krabbamein.“ Þessar fréttir voru sannarlega reiðarslag fyrir Sirrý. „Það fyrsta sem ég geri, sem ég hefði ekki átt að gera, var að spyrja hvað lifi ég lengi? Hverjar eru lífslíkurnar? Þá segir hún 1-3 ár,“ segir Sirrý og bætir við að ekki sé hægt að búa sig undir svona slæm tíðindi. „Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Sirrý.Sirrý skellti sér í grunnbúðir Everest.Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest og er hún nýkomin heim úr grunnbúðunum. „Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý var heimsótt í Íslandi í gærkvöldi. Þar ræddi hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir.
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“