Vilja gera axarkast að keppnisgrein á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 09:00 Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja axarkasts. Mynd/Vilborg Friðriksdóttir Stofnendur Bersekja axarskasts stefna nú að því að gera axarkast að keppnisíþrótt hér á landi með það að markmiði að senda íslenska keppendur til að keppa á alþjóðlegum mótum. Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja, segir að til að það markmið náist sé nauðsynlegt að byggja íþróttina upp. „Við viljum vera með reglulegar æfingar og formlegar deildarkeppnir. Til þess þarf fjármagn og erum við byrjuð að safna á Karolina Fund þar sem hægt er að styrkja verkefnið.“ Elvar stofnaði fyrirtækið Berserki axarkast fyrr á árinu ásamt mágkonu sinni, Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur. „Við köstuðum bæði okkar fyrstu öxum erlendis á síðasta ári, ég í vinaferð í Kanada og Helga Kolbrún á Nýja Sjálandi þar sem hún var í keppnisferð í bogfimi. Við fundum strax á okkur að þetta væri eitthvað sem Íslendingar gætu haft mjög gaman af og ákváðum við að stofna fyrirtæki sem bjóði fólki að koma í axarkast.“Helga Kolbrún Magnúsdóttir.Mynd/Vilborg FriðriksdóttirÁtta hundruð manns Hann segir að ekki hafi tekið langan tíma að finna húsnæði, koma upp brautum og fá tilskilin leyfi hjá yfirvöldum. „Fyrstu viðskiptavinirnir komu í maí og síðan þá hafa rúmlega átta hundruð manns komið til okkar. Við höfum bæði verið að taka á móti einstaklingum og hópum og er þetta orðið sérstaklega vinsælt hópefli hjá fyrirtækjahópum og fyrsta stopp í steggjunum og gæsunum,“ segir Elvar, en fyrirtækið er til húsa í Hjallahrauni 9 í Víkingabænum Hafnarfirði. Elvar segir að í húsnæði Berserkja sé að finna tvær brautir sem hvor um sig hafi tvö skotmörk. Geti því allt að 24 manns keppt á sama tíma, tólf á hvorri braut. „Uppbygging brautanna er samkvæmt alþjóðlegum reglum hvað varðar öryggi, keppnisfyrirkomulag og stigagjöf. Byrjað er á því að fara yfir öryggisatriði og kennslu og svo er farið í létta keppni,“ segir Elvar. Hann bendir á að axarkast hafi tíðkast á Íslandi í nokkurn tíma og þá helst í tengslum við Skógarleikana í Heiðmörk og Víkingahátíðina í Hafnarfirði. Núna sé hins vegar hægt að stunda þetta inni allt árið um kring. Hann vonast því eftir stuðningi fólks í Karolina fund til að koma deildarkeppnum á laggirnar. Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Stofnendur Bersekja axarskasts stefna nú að því að gera axarkast að keppnisíþrótt hér á landi með það að markmiði að senda íslenska keppendur til að keppa á alþjóðlegum mótum. Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja, segir að til að það markmið náist sé nauðsynlegt að byggja íþróttina upp. „Við viljum vera með reglulegar æfingar og formlegar deildarkeppnir. Til þess þarf fjármagn og erum við byrjuð að safna á Karolina Fund þar sem hægt er að styrkja verkefnið.“ Elvar stofnaði fyrirtækið Berserki axarkast fyrr á árinu ásamt mágkonu sinni, Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur. „Við köstuðum bæði okkar fyrstu öxum erlendis á síðasta ári, ég í vinaferð í Kanada og Helga Kolbrún á Nýja Sjálandi þar sem hún var í keppnisferð í bogfimi. Við fundum strax á okkur að þetta væri eitthvað sem Íslendingar gætu haft mjög gaman af og ákváðum við að stofna fyrirtæki sem bjóði fólki að koma í axarkast.“Helga Kolbrún Magnúsdóttir.Mynd/Vilborg FriðriksdóttirÁtta hundruð manns Hann segir að ekki hafi tekið langan tíma að finna húsnæði, koma upp brautum og fá tilskilin leyfi hjá yfirvöldum. „Fyrstu viðskiptavinirnir komu í maí og síðan þá hafa rúmlega átta hundruð manns komið til okkar. Við höfum bæði verið að taka á móti einstaklingum og hópum og er þetta orðið sérstaklega vinsælt hópefli hjá fyrirtækjahópum og fyrsta stopp í steggjunum og gæsunum,“ segir Elvar, en fyrirtækið er til húsa í Hjallahrauni 9 í Víkingabænum Hafnarfirði. Elvar segir að í húsnæði Berserkja sé að finna tvær brautir sem hvor um sig hafi tvö skotmörk. Geti því allt að 24 manns keppt á sama tíma, tólf á hvorri braut. „Uppbygging brautanna er samkvæmt alþjóðlegum reglum hvað varðar öryggi, keppnisfyrirkomulag og stigagjöf. Byrjað er á því að fara yfir öryggisatriði og kennslu og svo er farið í létta keppni,“ segir Elvar. Hann bendir á að axarkast hafi tíðkast á Íslandi í nokkurn tíma og þá helst í tengslum við Skógarleikana í Heiðmörk og Víkingahátíðina í Hafnarfirði. Núna sé hins vegar hægt að stunda þetta inni allt árið um kring. Hann vonast því eftir stuðningi fólks í Karolina fund til að koma deildarkeppnum á laggirnar.
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“