Telja langreyðarveiðar Hvals ekki standast dýravelferðarlög Sveinn Arnarsson skrifar 11. desember 2018 06:00 Skutull stendur hér í baki dýrs sem dregið var að landi í Hvalfirði í sumar. Mynd/aðsend Veiðar Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tilkynnt Matvælastofnun um að Hvalur hf. hafi brotið dýraverndarlög við hvalveiðar. Fara samtökin fram á að stofnunin rannsaki meint brot fyrirtækisins frekar. Náttúruverndarsamtökin telja veiðar Hvals vera ómannúðlegar og skýr brot á dýravelferðarlögum. Ljóst sé að þeirra mati að mörg dýr hafi ekki drepist samstundis við skot og hafi þurft að kveljast óþarflega lengi fyrir síðasta andardráttinn. Samtökin fengu fjölda ljósmynda sem safnað var af Bretlandsdeild samtakanna Sea Shepherd en þau tóku myndir frá svæði rétt utan hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Samtökin telja myndirnar sanna að fleiri en eitt skot hafi þurft til að drepa fjölda dýra. Skyttur fá jafnan fyrirmæli um að miða á brjóstsvæði hvala til að auka líkur á að dýrin drepist samstundis. Myndirnar voru teknar í Hvalfirði í sumar og eru sagðar sýna fram á að dýr hafi verið skotin tvisvar og jafnvel oftar.Fréttablaðið/Sea ShepherdMyndirnar sem Sea Shepherd tók sýni jafnframt að skotsár eru á ýmsum stöðum á dýrunum. Af þessi megi ráða „að í mörgum tilfellum er um langvarandi dauðastríð að ræða“, segir í bréfi Náttúruverndarsamtakanna til Matvælastofnunar. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að vinnsla á hvalafurðum hefði ekki verið í samræmi við reglugerð frá árinu 2010 þess efnis að hval skuli skera innandyra. Síðar hefði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra breytt reglugerðinni þess efnis að hún var rýmkuð fyrir fyrirtækið og því aftur leyft að skera matvæli undir berum himniÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.„Eftirlitið er frekar slakt í þessum efnum. Matvælastofnun á að sjá um eftirlitið með þessu,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Svo kemur í ljós að veiðarnar og vinnsla afurðanna var ekki í samræmi við reglugerð, þá er bara gerð undanþága.“ Í dýravelferðarlögum er kveðið skýrt á um að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og forðast skuli að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu. Einnig er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Telja Náttúruverndarsamtök öll þessi atriði eiga við um veiðar Hvals hf. á langreyði í sumar. „Þegar litið er til allra þeirra sönnunargagna sem safnast hafa saman um hvalveiðar Hvals hf. er ljóst að starfsemi fyrirtækisins er frumstæð og uppfyllir ekki skilyrði hinna framangreindu ákvæða. Þar að auki er verkun Hvals hf. á hvalkjöti framkvæmd á óskynsamlegan, bannaðan og óheilnæman máta,“ segir í bréfinu til Matvælastofnunar. „Á það hefur verið bent að það sé partur af fullveldi þjóðarinnar að veiða hval,“ segir Árni. „Við hljótum þá að hafa fullveldi til að hætta þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00 Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Veiðar Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tilkynnt Matvælastofnun um að Hvalur hf. hafi brotið dýraverndarlög við hvalveiðar. Fara samtökin fram á að stofnunin rannsaki meint brot fyrirtækisins frekar. Náttúruverndarsamtökin telja veiðar Hvals vera ómannúðlegar og skýr brot á dýravelferðarlögum. Ljóst sé að þeirra mati að mörg dýr hafi ekki drepist samstundis við skot og hafi þurft að kveljast óþarflega lengi fyrir síðasta andardráttinn. Samtökin fengu fjölda ljósmynda sem safnað var af Bretlandsdeild samtakanna Sea Shepherd en þau tóku myndir frá svæði rétt utan hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Samtökin telja myndirnar sanna að fleiri en eitt skot hafi þurft til að drepa fjölda dýra. Skyttur fá jafnan fyrirmæli um að miða á brjóstsvæði hvala til að auka líkur á að dýrin drepist samstundis. Myndirnar voru teknar í Hvalfirði í sumar og eru sagðar sýna fram á að dýr hafi verið skotin tvisvar og jafnvel oftar.Fréttablaðið/Sea ShepherdMyndirnar sem Sea Shepherd tók sýni jafnframt að skotsár eru á ýmsum stöðum á dýrunum. Af þessi megi ráða „að í mörgum tilfellum er um langvarandi dauðastríð að ræða“, segir í bréfi Náttúruverndarsamtakanna til Matvælastofnunar. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að vinnsla á hvalafurðum hefði ekki verið í samræmi við reglugerð frá árinu 2010 þess efnis að hval skuli skera innandyra. Síðar hefði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra breytt reglugerðinni þess efnis að hún var rýmkuð fyrir fyrirtækið og því aftur leyft að skera matvæli undir berum himniÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.„Eftirlitið er frekar slakt í þessum efnum. Matvælastofnun á að sjá um eftirlitið með þessu,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Svo kemur í ljós að veiðarnar og vinnsla afurðanna var ekki í samræmi við reglugerð, þá er bara gerð undanþága.“ Í dýravelferðarlögum er kveðið skýrt á um að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og forðast skuli að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu. Einnig er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Telja Náttúruverndarsamtök öll þessi atriði eiga við um veiðar Hvals hf. á langreyði í sumar. „Þegar litið er til allra þeirra sönnunargagna sem safnast hafa saman um hvalveiðar Hvals hf. er ljóst að starfsemi fyrirtækisins er frumstæð og uppfyllir ekki skilyrði hinna framangreindu ákvæða. Þar að auki er verkun Hvals hf. á hvalkjöti framkvæmd á óskynsamlegan, bannaðan og óheilnæman máta,“ segir í bréfinu til Matvælastofnunar. „Á það hefur verið bent að það sé partur af fullveldi þjóðarinnar að veiða hval,“ segir Árni. „Við hljótum þá að hafa fullveldi til að hætta þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00 Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36
Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00
Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00