Komast ensku liðin áfram í 16 liða úrslitin? Hjörvar Ólafsson skrifar 11. desember 2018 11:00 Kemst Liverpool áfram? vísir/getty Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla en lokaumferð í A-D riðlum keppninnar verður leikin í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með átta leikjum í E-H riðlum annað kvöld. Napoli sem trónir á toppi C-riðilsins með níu stig sækir Liverpool, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili sem er með sex stig fyrir lokaumferðina, heim á Anfield í kvöld. Paris Saint-Germain sem hefur átta stig í öðru sæti riðilsins heimsækir svo Rauðu stjörnuna sem er úr leik í Meistaradeildinni en á enn veika von um að ná 3. sæti riðilsins og komast þannig í Evrópudeildina eftir áramót. Ljóst er að 1-0 sigur Liverpool myndi fleyta Bítlaborgarliðinu áfram en nái Napoli að skora í leiknum þurfa heimamenn tveggja marka sigur til þess að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni. Napoli vann fyrri leikinn gegn Liverpool með einu marki gegn engu. Stuðningsmenn Rauða hersins geta yljað sér við þá staðreynd að liðið er ósigrað í 18 Evrópuleikjum á Anfield í röð. Tottenham Hotspur á nokkuð erfitt verkefni fyrir höndum gegn Barcelona á Nývangi. Spurs á í baráttu við Inter um að fylgja Barcelona í 16 liða úrslitin. Inter mætir PSV Eindhoven á San Siro. Tottenham tryggir sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri á Barcelona eða svo lengi sem liðið nær í betri úrslit en Inter. Börsungar eru búnir að vinna B-riðilinn en þeir hafa fengið 13 stig af 15 mögulegum í Meistaradeildinni í vetur. Barcelona vann fyrri leikinn gegn Tottenham á Wembley, 2-4. Atlético Mardrid og Borussia Dortmund eru komin upp úr A-riðlinum. Atlético mætir Club Brugge á útivelli og með sigri er toppsætið í riðlinum þeirra. Dortmund getur unnið riðilinn en til þess að það gerist þarf liðið að vinna Monaco á útivelli og treysta á að Club Brugge taki stig af Atlético. Porto og Schalke eru komin í 16 liða úrslitin úr D-riðlinum. Lítil spenna er fyrir leiki kvöldsins í D-riðlinum því ljóst er að Porto endar í 1. sæti hans og Schalke í 2. sætinu. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla en lokaumferð í A-D riðlum keppninnar verður leikin í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með átta leikjum í E-H riðlum annað kvöld. Napoli sem trónir á toppi C-riðilsins með níu stig sækir Liverpool, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili sem er með sex stig fyrir lokaumferðina, heim á Anfield í kvöld. Paris Saint-Germain sem hefur átta stig í öðru sæti riðilsins heimsækir svo Rauðu stjörnuna sem er úr leik í Meistaradeildinni en á enn veika von um að ná 3. sæti riðilsins og komast þannig í Evrópudeildina eftir áramót. Ljóst er að 1-0 sigur Liverpool myndi fleyta Bítlaborgarliðinu áfram en nái Napoli að skora í leiknum þurfa heimamenn tveggja marka sigur til þess að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni. Napoli vann fyrri leikinn gegn Liverpool með einu marki gegn engu. Stuðningsmenn Rauða hersins geta yljað sér við þá staðreynd að liðið er ósigrað í 18 Evrópuleikjum á Anfield í röð. Tottenham Hotspur á nokkuð erfitt verkefni fyrir höndum gegn Barcelona á Nývangi. Spurs á í baráttu við Inter um að fylgja Barcelona í 16 liða úrslitin. Inter mætir PSV Eindhoven á San Siro. Tottenham tryggir sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri á Barcelona eða svo lengi sem liðið nær í betri úrslit en Inter. Börsungar eru búnir að vinna B-riðilinn en þeir hafa fengið 13 stig af 15 mögulegum í Meistaradeildinni í vetur. Barcelona vann fyrri leikinn gegn Tottenham á Wembley, 2-4. Atlético Mardrid og Borussia Dortmund eru komin upp úr A-riðlinum. Atlético mætir Club Brugge á útivelli og með sigri er toppsætið í riðlinum þeirra. Dortmund getur unnið riðilinn en til þess að það gerist þarf liðið að vinna Monaco á útivelli og treysta á að Club Brugge taki stig af Atlético. Porto og Schalke eru komin í 16 liða úrslitin úr D-riðlinum. Lítil spenna er fyrir leiki kvöldsins í D-riðlinum því ljóst er að Porto endar í 1. sæti hans og Schalke í 2. sætinu.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira