Alvarlegt ástand á Landspítalanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 22:00 Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. Gera þurfti landlækni og velferðarráðuneyti viðvart og segir Alma D. Möller landlæknir ástandinu fylgja ákveðin hætta fyrir sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í forstjórapistli sínum að alvarlegt ástanda hafi skapast á spítalanum í síðustu viku. Á hefðbundnum bráðsjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé 85 prósent en hafi farið upp í 117 prósent í liðinni viku. Augljóst sé að öruggi sjúklinga sé ekki tryggt í slíku ástandi. Landlæknir segir vandan tvíþættan. „Annars vegar þá vantar hjúkrunarrými, bara á landinu öllu. Sem gerir það að verkum að það eru fimmtíu og fimm til sextíu aldraðir einstaklingar að bíða eftir hjúkrunarrýmum og eru inni á bráðalegudeildum á Landspítala. Þar með eru færri virk rúm í gangi. Síðan vantar hjúkrunarfræðinga þannig að það eru yfir fjörutíu pláss sem eru lokuð vegna þess,“ segir Alma. Læknaráð ályktaði um málið í morgun og bendir einmitt á að stór hluti vandans liggi í úrræðaleysi fyrir eldri borgara sem ekki er hægt að útskrifa til síns heima án aðstoðar. Einnig að lokun móttöku hjartagáttar á Hringbraut geri það að verkum að sjúklingar, sem áður leituðu þangað, fara nú á bráðamóttöku. Læknaráð beinir tilmælum til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar að stórefla þjónustu við aldraða. Þar liggi partur af lausninni. „Það sem þetta gerir er að það eru óþægindi fyrir sjúklingana. Þeir þurfa að bíða eftir pláss og vistast lengur á bráðamóttöku, jafnvel á göngum. Síðan er ákveðin hætta á að ekki sé hægt að sinna þeim sem skyldi, við verðum bara að viðurkenna það. Til dæmis gæti dregist að þeir fái lyf og fleira,“ segir hún. Landspítalinn Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. Gera þurfti landlækni og velferðarráðuneyti viðvart og segir Alma D. Möller landlæknir ástandinu fylgja ákveðin hætta fyrir sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í forstjórapistli sínum að alvarlegt ástanda hafi skapast á spítalanum í síðustu viku. Á hefðbundnum bráðsjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé 85 prósent en hafi farið upp í 117 prósent í liðinni viku. Augljóst sé að öruggi sjúklinga sé ekki tryggt í slíku ástandi. Landlæknir segir vandan tvíþættan. „Annars vegar þá vantar hjúkrunarrými, bara á landinu öllu. Sem gerir það að verkum að það eru fimmtíu og fimm til sextíu aldraðir einstaklingar að bíða eftir hjúkrunarrýmum og eru inni á bráðalegudeildum á Landspítala. Þar með eru færri virk rúm í gangi. Síðan vantar hjúkrunarfræðinga þannig að það eru yfir fjörutíu pláss sem eru lokuð vegna þess,“ segir Alma. Læknaráð ályktaði um málið í morgun og bendir einmitt á að stór hluti vandans liggi í úrræðaleysi fyrir eldri borgara sem ekki er hægt að útskrifa til síns heima án aðstoðar. Einnig að lokun móttöku hjartagáttar á Hringbraut geri það að verkum að sjúklingar, sem áður leituðu þangað, fara nú á bráðamóttöku. Læknaráð beinir tilmælum til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar að stórefla þjónustu við aldraða. Þar liggi partur af lausninni. „Það sem þetta gerir er að það eru óþægindi fyrir sjúklingana. Þeir þurfa að bíða eftir pláss og vistast lengur á bráðamóttöku, jafnvel á göngum. Síðan er ákveðin hætta á að ekki sé hægt að sinna þeim sem skyldi, við verðum bara að viðurkenna það. Til dæmis gæti dregist að þeir fái lyf og fleira,“ segir hún.
Landspítalinn Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira