Spori sem er íslenskur fjárhundur fer alltaf með Kjartani Benediktssyni, eiganda sínum í gegningar í hesthúsahverfinu við Hvolsvöll. Þegar Kjartan er með hjólbörurnar vill Spori alltaf stökkva upp í og fá Kjartan til að keyra sig um með börurnar, hann situr stilltur upp í þeim á meðan. Spori syngur líka í fanginu á Kjartani.
Spori þolir ekki þegar Kjartan talar við hann á þýsku, þá geltir hann og geltir en um leið og skipt er yfir í íslensku þá þegir Spori sem er á tíunda ári og í miklu uppáhaldi hjá Kjartani og fjölskyldu hans.
„Ég er búin að eiga fleiri íslenska, þetta eru ofsalega skemmtilegir heimilishundar, þeir gelta ekki mikið, þetta er frábær smalahundur og þetta eru óskaplega trygglind hundategund,“ segir Kjartan.
Til marks um trygglyndið nefnir Kjartan þegar hann fór nýlega í axlaraðgerð og þurfti að halda sig heima á meðan, þá hafi Spori ekki vikið frá honum. Það hafi engu líkara verið en að hundurinn væri sjúkur en ekki Kjartan því hann lá við fæturna á honum allan tíman.
