Fótbolti

Inter og Roma með góða útisigra

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Úr leik Empoli og Inter
Úr leik Empoli og Inter vísir/getty
Inter og Roma unnu góða útisigra í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.



Inter sótti Empoli heim og var það Keita Balde sem skoraði eina mark leiksins.



Með sigrinum styrkti Inter stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er nú tveimur stigum á eftir Napoli, sem á að vísu leik til góða, og þá eru sjö stig niður í fjórða sætið.



Roma bætti því fornfræga liði Parma á útivelli í dag og unnu góðan 2-0 útisigur. Bryan Cristante og Cengiz Under skoruðu mörk Roma.



Roma er nú komið í 5. sæti deildarinnar.



Það var enginn Emil Hallfreðsson í liði Frosinone sem tapaði á útivelli gegn Chievo. Frosinone er í næst neðsta sæti.



Öll úrslit dagsins í ítalska boltanum má finna hér:



Chievo 1-0 Frosinone

Empoli 0-1 Inter

Genoa 0-0 Fiorentina

Parma 0-2 Roma

Lazio 1-1 Torino

Sassuolo 2-6 Atalanta

Udinese 2-0 Cagliari




Fleiri fréttir

Sjá meira


×