Lúxus að vera bara þrjár mínútur að labba í vinnuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2018 08:00 "Nándin er mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna,“ segir Alexandra um lífið á Skagaströnd. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þó Alexandra Jóhannesdóttir sé borgarbarn að uppruna þá líst henni vel á sig á Skagaströnd, enda sótti hún um sveitarstjórastarf þar – og fékk. „Ég var fyrir norðan í eina viku fyrir jólin, langaði að taka smá snúning þar áður en árinu lyki og flyt svo með mitt hafurtask þangað núna upp úr áramótum,“ segir hún. Kveðst hafa skrifað undir ráðningarsamninginn í september en þurft að vinna uppsagnarfrest í Reykjavík og einungis tekið tveggja daga frí á milli starfa. Þó Alexandra sé bara þrítug að aldri hefur hún verið framkvæmdastjóri í tveimur fyrirtækjum. Nú síðast vann hún sem almennur lögfræðingur í samsteypu sem heitir IP Eignarhald en hún segir nýja embættið frumraun hennar í sveitarstjórnarstarfi. „Mig langaði að breyta til og líka að skipta um umhverfi, komast út úr bænum og í þessa ró sem fylgir lífi úti á landi, eins og ég geri mér það í hugarlund að minnsta kosti,“ segir hún og fullyrðir að reynsla hennar af fyrstu dögunum á Skagaströnd lofi góðu. „Mér þótti mjög gott að koma norður, þar tóku mér allir af mikilli hlýju og vinsemd. Þetta er öðru vísi samfélag en í bænum, nándin er svo mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna og allt var gert til að bjóða mig velkomna.“ Tæplega 500 íbúar eru á Skagaströnd, að sögn Alexöndru. Grunnþjónustan sem er á hendi sveitarfélagsins er þó sú sama og í fjölmennari sveitarfélögum og skyldurnar þær sömu. „Svo er hlutverk sveitarstjóra Skagastrandar aðeins viðameira en víða annars staðar því hann er hafnarstjóri á staðnum. Einnig sinnir hann starfi framkvæmdastjóra félagsþjónustu Austur-Húnavatnssýslu, það er byggðasamlag um það verkefni og sveitarstjórinn á Skagaströnd er yfir málaflokknum. Það er því í ýmis horn að líta,“ segir Alexandra og bætir við. „En ég er með gott fólk í kring um mig sem þekkir til og það er gríðarlega mikilvægt.“ Húsnæðisskortur er ekki vandamál á Skagaströnd og Alexandra kveðst vera komin með litla raðhússíbúð rétt hjá bæjarskrifstofunni. „Það er mikill lúxus að vera þrjár mínútur að labba í vinnuna í stað þess að vera kannski hálftíma eða fjörutíu mínútur í bílnum eins og margir búa við fyrir sunnan. Mér finnst yndislegt að geta farið út að labba með hundinn í morgunsárið og mæta svo beint í vinnuna.“ Hún segir lögfræðiþekkinguna ugglaust koma henni vel í þessu nýja starfi og sá stjórnsýslubakgrunnur sem henni fylgi. „Almenn lögfræði nýtist í raun og veru á hvaða sviði sem er,“ segir hún. „Það er alltaf verið að vinna með eitthvert regluverk, því er gott að vera vel læs á það.“ Birtist í Fréttablaðinu Skagaströnd Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Sjá meira
Þó Alexandra Jóhannesdóttir sé borgarbarn að uppruna þá líst henni vel á sig á Skagaströnd, enda sótti hún um sveitarstjórastarf þar – og fékk. „Ég var fyrir norðan í eina viku fyrir jólin, langaði að taka smá snúning þar áður en árinu lyki og flyt svo með mitt hafurtask þangað núna upp úr áramótum,“ segir hún. Kveðst hafa skrifað undir ráðningarsamninginn í september en þurft að vinna uppsagnarfrest í Reykjavík og einungis tekið tveggja daga frí á milli starfa. Þó Alexandra sé bara þrítug að aldri hefur hún verið framkvæmdastjóri í tveimur fyrirtækjum. Nú síðast vann hún sem almennur lögfræðingur í samsteypu sem heitir IP Eignarhald en hún segir nýja embættið frumraun hennar í sveitarstjórnarstarfi. „Mig langaði að breyta til og líka að skipta um umhverfi, komast út úr bænum og í þessa ró sem fylgir lífi úti á landi, eins og ég geri mér það í hugarlund að minnsta kosti,“ segir hún og fullyrðir að reynsla hennar af fyrstu dögunum á Skagaströnd lofi góðu. „Mér þótti mjög gott að koma norður, þar tóku mér allir af mikilli hlýju og vinsemd. Þetta er öðru vísi samfélag en í bænum, nándin er svo mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna og allt var gert til að bjóða mig velkomna.“ Tæplega 500 íbúar eru á Skagaströnd, að sögn Alexöndru. Grunnþjónustan sem er á hendi sveitarfélagsins er þó sú sama og í fjölmennari sveitarfélögum og skyldurnar þær sömu. „Svo er hlutverk sveitarstjóra Skagastrandar aðeins viðameira en víða annars staðar því hann er hafnarstjóri á staðnum. Einnig sinnir hann starfi framkvæmdastjóra félagsþjónustu Austur-Húnavatnssýslu, það er byggðasamlag um það verkefni og sveitarstjórinn á Skagaströnd er yfir málaflokknum. Það er því í ýmis horn að líta,“ segir Alexandra og bætir við. „En ég er með gott fólk í kring um mig sem þekkir til og það er gríðarlega mikilvægt.“ Húsnæðisskortur er ekki vandamál á Skagaströnd og Alexandra kveðst vera komin með litla raðhússíbúð rétt hjá bæjarskrifstofunni. „Það er mikill lúxus að vera þrjár mínútur að labba í vinnuna í stað þess að vera kannski hálftíma eða fjörutíu mínútur í bílnum eins og margir búa við fyrir sunnan. Mér finnst yndislegt að geta farið út að labba með hundinn í morgunsárið og mæta svo beint í vinnuna.“ Hún segir lögfræðiþekkinguna ugglaust koma henni vel í þessu nýja starfi og sá stjórnsýslubakgrunnur sem henni fylgi. „Almenn lögfræði nýtist í raun og veru á hvaða sviði sem er,“ segir hún. „Það er alltaf verið að vinna með eitthvert regluverk, því er gott að vera vel læs á það.“
Birtist í Fréttablaðinu Skagaströnd Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Sjá meira