Innlent

Hnífstunga í Vesturbæ

Birgir Olgeirsson skrifar
Meiðsli þess sem var stunginn ertu ekki talin alvarleg.
Meiðsli þess sem var stunginn ertu ekki talin alvarleg. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem stakk annan með hnífi í Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan fjögur í nótt. Sá sem varð fyrir hnífstungunni var fluttur á slysadeild til skoðunar meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Árásarmaðurinn er í haldi samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar.

Laust eftir klukkan eitt í nótt varð umferðarslys í Grafarvogi þar sem ökumaður sýndi ekki nægilega aðgæslu sökum hálku, missti stjórn á bifreiðinni og hafnaði á ljósastaur. Stuttu síðar var annarri bifreið ekið sömu leið en ökumaður þeirrar bifreiðar missti jafnframt stjórn á bifreiðinni sökum hálku og hafnaði á bifreiðinni úr fyrra óhappinu.

Minniháttar meiðsli voru á ökumönnum bifreiðanna en flytja þurfti báða bíla af vettvangi með dráttarbifreið.

Laust eftir 02:30 var einn handtekinn í Breiðholti en hann reyndist undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiðar sem og vera sviptur ökuréttindum. Fíkniefni, lyf og skotfæri fundust jafnframt í fórum viðkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×