Ekkert gert í apahljóðum sem beint var að Koulibaly: „Ég er stoltur af húðlit mínum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 09:00 Kalidou Koulibaly átti slæmt gærkvöld. getty/Tullio Puglia Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta, sagði eftir tapleik liðsins á móti Inter í gærkvöldi að dómari leiksins hefði í þrígang neitað að stöðva leikinn vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Inter sem beint var að Kalidou Koulibaly, leikmanni Napoli. Senegalinn er einn eftirsóttasti varnarmaður heims í dag og hefur verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni en stuðningsmenn Inter beindu apahljóðum að honum nánast allan leikinn í gærkvöldi. Lautaro Martínez skoraði sigurmarkið fyrir Inter í uppbótartíma eftir að hinn senegalski Koulibaly, sem er fæddur í Frakklandi, fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu. Hann fékk gult fyrir að brjóta á Matteo Politano, leikmanni Inter, og strax annað gult spjald fyrir að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum. „Koulibaly var auðvitað orðinn pirraður. Hann er vanalega rólegur og mikill atvinnumaður en hann þurfti að sitja undir þessum apahljóðum allan leikinn. Við báðum þrívegis um að leikurinn væri stöðvaður en ekkert var gert,“ sagði Ancelotti eftir leik. „Okkur var alltaf sagt að halda áfram en hversu oft eigum við að þurfa að benda á þetta? Fjórum sinnum? Fimm sinnum? Næst tökum við málin í okkar eigin hendur og göngum af velli en þá töpum við líklega leiknum. Við erum samt tilbúnir til að gera það.“ Gærkvöldið var svo sannarlega ekki gott fyrir Koulibaly sem var beittur kynþáttaníð, var rekinn af velli og þurfti að horfa upp á félaga sína tapa leiknum. „Ég er vonsvikinn með tapið en mest er ég svekktur með að hafa yfirgefið bræður mína. Ég er samt stoltur af húðlit mínum. Ég er stoltur af því að vera franskur, senegalskur, íbúi í Napólí og maður,“ skrifaði Koulibaly á Twitter eftir leik. Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta, sagði eftir tapleik liðsins á móti Inter í gærkvöldi að dómari leiksins hefði í þrígang neitað að stöðva leikinn vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Inter sem beint var að Kalidou Koulibaly, leikmanni Napoli. Senegalinn er einn eftirsóttasti varnarmaður heims í dag og hefur verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni en stuðningsmenn Inter beindu apahljóðum að honum nánast allan leikinn í gærkvöldi. Lautaro Martínez skoraði sigurmarkið fyrir Inter í uppbótartíma eftir að hinn senegalski Koulibaly, sem er fæddur í Frakklandi, fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu. Hann fékk gult fyrir að brjóta á Matteo Politano, leikmanni Inter, og strax annað gult spjald fyrir að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum. „Koulibaly var auðvitað orðinn pirraður. Hann er vanalega rólegur og mikill atvinnumaður en hann þurfti að sitja undir þessum apahljóðum allan leikinn. Við báðum þrívegis um að leikurinn væri stöðvaður en ekkert var gert,“ sagði Ancelotti eftir leik. „Okkur var alltaf sagt að halda áfram en hversu oft eigum við að þurfa að benda á þetta? Fjórum sinnum? Fimm sinnum? Næst tökum við málin í okkar eigin hendur og göngum af velli en þá töpum við líklega leiknum. Við erum samt tilbúnir til að gera það.“ Gærkvöldið var svo sannarlega ekki gott fyrir Koulibaly sem var beittur kynþáttaníð, var rekinn af velli og þurfti að horfa upp á félaga sína tapa leiknum. „Ég er vonsvikinn með tapið en mest er ég svekktur með að hafa yfirgefið bræður mína. Ég er samt stoltur af húðlit mínum. Ég er stoltur af því að vera franskur, senegalskur, íbúi í Napólí og maður,“ skrifaði Koulibaly á Twitter eftir leik.
Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira