Slóvenska undrið nálægt þrennu og Rose frábær á heimaslóðum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. desember 2018 07:30 Luka Doncic er magnaður leikmaður. getty/Thearon W. Henderson Slóvenska körfuboltaundrið Luka Doncic heldur áfram að heilla í NBA-deildinni en hann fór á kostum enn og aftur fyrir Dallas Mavericks í nótt er liðið lagði New Orleans Pelicans, 122-119, á heimavelli. Nýliðinn leiddi sína menn til sigurs með frábærum leik en hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar og var grátlega nálægt þrennu er Dallas komst hjá því að tapa sjöunda leiknum í röð. Doncic átti erfiðan dag fyrir utan þriggja stiga línuna og brenndi af öllum fimm skotum sínum þar en hann var duglegur að komast á vítalínuna og hitti úr fyrstu ellefu skotum sínum þaðan áður en hann brenndi af síðasta vítaskoti sínu í leiknum. Þrátt fyrir að vera með einn mest spennandi leikmann deildarinnar er Dallas-liðið ekki gott en það er í tólfta sæti vestursins með 16 sigra og 17 töp en New Orleans heldur áfram að valda vonbrigðum og er í næst neðsta sæti vestursins.Derrick Rose sneri aftur á heimaslóðir í nótt í annað sinn er Minnesota Timberwolves heimsótti Chicago Bulls og hafði sigur, 119-94, en Rose er að eiga mikið og gott endurkomutímabil. Rose var valinn besti leikmaður deildarinnar eitt af sínum sjö árum sem leikmaður Chicago og hann minnti sína gömlu stuðningsmenn á sig í nótt með 24 stigum og átta fráköstum. Karl-Anthony Towns átti stórleik undir körfunni og skoraði 20 stig og tók 20 fráköst fyrir Úlfana sem eru samt sem áður við botninn í vestrinu með 16 sigra og 17 töp. Það sýnir kannski muninn á austurdeildinni og vesturdeildinni að Chicago er í sama sæti og Minnesota í austrinu en aðeins með níu sigra og 26 töp og er eitt allra slakasta lið NBA-deildarinnar.Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Washington Wizards 106-95 Orlando Magic - Phoenix Suns 120-122 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 121-129 Brooklyn Nets - Charlotte Hornets 134-132 Miami Heat - Toronto Raptors 104-106 Chicago Bulls - Minnesota Timberwolves 94-119 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 95-87 Dallas Maverics - New Orleans Pelicans 122-119 LA Clippers - Sacramento Kings 127-118 NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Slóvenska körfuboltaundrið Luka Doncic heldur áfram að heilla í NBA-deildinni en hann fór á kostum enn og aftur fyrir Dallas Mavericks í nótt er liðið lagði New Orleans Pelicans, 122-119, á heimavelli. Nýliðinn leiddi sína menn til sigurs með frábærum leik en hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar og var grátlega nálægt þrennu er Dallas komst hjá því að tapa sjöunda leiknum í röð. Doncic átti erfiðan dag fyrir utan þriggja stiga línuna og brenndi af öllum fimm skotum sínum þar en hann var duglegur að komast á vítalínuna og hitti úr fyrstu ellefu skotum sínum þaðan áður en hann brenndi af síðasta vítaskoti sínu í leiknum. Þrátt fyrir að vera með einn mest spennandi leikmann deildarinnar er Dallas-liðið ekki gott en það er í tólfta sæti vestursins með 16 sigra og 17 töp en New Orleans heldur áfram að valda vonbrigðum og er í næst neðsta sæti vestursins.Derrick Rose sneri aftur á heimaslóðir í nótt í annað sinn er Minnesota Timberwolves heimsótti Chicago Bulls og hafði sigur, 119-94, en Rose er að eiga mikið og gott endurkomutímabil. Rose var valinn besti leikmaður deildarinnar eitt af sínum sjö árum sem leikmaður Chicago og hann minnti sína gömlu stuðningsmenn á sig í nótt með 24 stigum og átta fráköstum. Karl-Anthony Towns átti stórleik undir körfunni og skoraði 20 stig og tók 20 fráköst fyrir Úlfana sem eru samt sem áður við botninn í vestrinu með 16 sigra og 17 töp. Það sýnir kannski muninn á austurdeildinni og vesturdeildinni að Chicago er í sama sæti og Minnesota í austrinu en aðeins með níu sigra og 26 töp og er eitt allra slakasta lið NBA-deildarinnar.Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Washington Wizards 106-95 Orlando Magic - Phoenix Suns 120-122 Atlanta Hawks - Indiana Pacers 121-129 Brooklyn Nets - Charlotte Hornets 134-132 Miami Heat - Toronto Raptors 104-106 Chicago Bulls - Minnesota Timberwolves 94-119 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 95-87 Dallas Maverics - New Orleans Pelicans 122-119 LA Clippers - Sacramento Kings 127-118
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti