Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. desember 2018 08:15 Hjördís (t.v.) pakkar jólagjöfum með sjálfboðaliðum. fréttablaðið/Stefán Dæmi eru um að fólk sem annars hefði tekið þátt í jólafagnaði Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld verji jólunum einsamalt af því það hefur enga leið til að komast niður í ráðhús þar sem jólagleðin fer fram. „Jú, þetta er eitt af því sem hamlar því að fólk geti skráð sig í jólamatinn, það hefur ekki bíl og strætó gengur ekki á þessum tíma,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, ritari hjá Hjálpræðishernum, um þá jaðarsettu einstaklinga sem búa í úthverfum og nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Strætó gengur til klukkan 15 á aðfangadag og akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða er opin til 17. „Eftir það geta notendur nýtt sér leigubíla eða samið beint við verktaka akstursþjónustunnar, en þá eru fargjöld ekki niðurgreidd,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn Fréttablaðsins. Einnig kemur fram í svarinu að engin ferð hafi verið farin til Hjálpræðishersins í fyrra og engar pantanir gerðar vegna aðfangadags þetta árið. Það þarf þó ekki að þýða að eftirspurnin sé lítil enda þjónustan aðeins opin til 17 eins og fyrr segir. „Við reyndum eitt árið að fá sjálfboðaliða til að skutla og sækja en það tók of langan tíma þannig að við höfum í rauninni ekki getað spáð í því. Fólk verður því annaðhvort að reyna að redda sér einhvern veginn eða þá bara ekki koma. Það er bara þannig,“ segir Hjördís. Um 250 manns hafa skráð sig í jólamat Hjálpræðishersins. Skráning hefur verið í gangi allan desember og var henni lokað á þriðjudag. Hjördís segir fjöldann svipaðan og undanfarin ár. „Þetta er jaðarsett fólk sem kemur til okkar. Fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun,“ segir Hjördís. Hælisleitendur og flóttafólk eru stækkandi hópur sem fagnar jólum með hernum en samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun eru yfir 600 hælisleitendur í þjónustu hjá stofnuninni og sveitarfélögum í Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag. Þar af eru um 140 börn. Jólaveislan fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur eins og undanfarin tvö ár. „Þetta er eini styrkur borgarinnar til hersins, að leyfa okkur að vera í salnum á jólum,“ segir Hjördís. Á undan jólamatnum stendur herinn fyrir jólaballi í salnum og hefst það klukkan fjögur. Borðhaldið hefst svo þegar jólin ganga í garð, klukkan 18. Þegar Fréttablaðið ræddi við Hjördísi var verið að sækja síðustu aðföng til veislunnar og undirbúningur hennar langt kominn, búið að pakka inn gjöfum sem verða bæði gefnar í jólagleðinni í Ráðhúsinu en herinn fer einnig með gjafir í fangelsin, upp í Víðines og í fleiri búsetukjarna og gistiskýli. Birtist í Fréttablaðinu Jól Strætó Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Dæmi eru um að fólk sem annars hefði tekið þátt í jólafagnaði Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld verji jólunum einsamalt af því það hefur enga leið til að komast niður í ráðhús þar sem jólagleðin fer fram. „Jú, þetta er eitt af því sem hamlar því að fólk geti skráð sig í jólamatinn, það hefur ekki bíl og strætó gengur ekki á þessum tíma,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, ritari hjá Hjálpræðishernum, um þá jaðarsettu einstaklinga sem búa í úthverfum og nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Strætó gengur til klukkan 15 á aðfangadag og akstursþjónusta fyrir aldraða og fatlaða er opin til 17. „Eftir það geta notendur nýtt sér leigubíla eða samið beint við verktaka akstursþjónustunnar, en þá eru fargjöld ekki niðurgreidd,“ segir í svari Strætó við fyrirspurn Fréttablaðsins. Einnig kemur fram í svarinu að engin ferð hafi verið farin til Hjálpræðishersins í fyrra og engar pantanir gerðar vegna aðfangadags þetta árið. Það þarf þó ekki að þýða að eftirspurnin sé lítil enda þjónustan aðeins opin til 17 eins og fyrr segir. „Við reyndum eitt árið að fá sjálfboðaliða til að skutla og sækja en það tók of langan tíma þannig að við höfum í rauninni ekki getað spáð í því. Fólk verður því annaðhvort að reyna að redda sér einhvern veginn eða þá bara ekki koma. Það er bara þannig,“ segir Hjördís. Um 250 manns hafa skráð sig í jólamat Hjálpræðishersins. Skráning hefur verið í gangi allan desember og var henni lokað á þriðjudag. Hjördís segir fjöldann svipaðan og undanfarin ár. „Þetta er jaðarsett fólk sem kemur til okkar. Fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun,“ segir Hjördís. Hælisleitendur og flóttafólk eru stækkandi hópur sem fagnar jólum með hernum en samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun eru yfir 600 hælisleitendur í þjónustu hjá stofnuninni og sveitarfélögum í Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ í dag. Þar af eru um 140 börn. Jólaveislan fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur eins og undanfarin tvö ár. „Þetta er eini styrkur borgarinnar til hersins, að leyfa okkur að vera í salnum á jólum,“ segir Hjördís. Á undan jólamatnum stendur herinn fyrir jólaballi í salnum og hefst það klukkan fjögur. Borðhaldið hefst svo þegar jólin ganga í garð, klukkan 18. Þegar Fréttablaðið ræddi við Hjördísi var verið að sækja síðustu aðföng til veislunnar og undirbúningur hennar langt kominn, búið að pakka inn gjöfum sem verða bæði gefnar í jólagleðinni í Ráðhúsinu en herinn fer einnig með gjafir í fangelsin, upp í Víðines og í fleiri búsetukjarna og gistiskýli.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Strætó Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira