Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Andri Eysteinsson skrifar 23. desember 2018 13:53 Donald og Melania Trump við jólatré Hvíta hússins. EPA/ Michael Reynolds Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gerði það að atriði í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar 2016 að óskað yrði gleðilegra jóla en ekki gleðilegrar hátíðar, (e. Merry Christmas en ekki Happy Holidays). Nokkrum jólum seinna segir Trump að árangur hafi náðst í þeim efnum. Fyrirtæki Trump eru þó meðal þeirra sem enn óska gleðilegrar hátíðar.Trump gagnrýndi þá til dæmis kaffihúsakeðjuna Starbucks sem hafði reitt kristna til reiði með því að bjóða eingöngu upp á rauða kaffibolla í stað rauðra kaffibolla með jólaskrauti eins og hafði tíðkast áður. Þetta, ásamt öðru sagði Trump að væri árás á frasann „gleðileg jól“.Í ræðu sinni í Iowa ríki í október 2015 sagði verðandi forsetinn: „Ef ég verð forseti mun gleðileg jól heyrast í hverri verslun...„Gleðilega hátíð“ má skilja eftir annars staðar“.Trump hvatti til þess að Starbucks yrði sniðgengið vegna jólabolla fyrirtækisins. Á jóladag í fyrra skrifaði forsetinn færslu á Twitter þar sem hann sagði að fólk væri aftur farið að segja „gleðileg jól“ með stolti. Trump sagðist einnig hafa leitt baráttuna gegn andstæðingum frasans.People are proud to be saying Merry Christmas again. I am proud to have led the charge against the assault of our cherished and beautiful phrase. MERRY CHRISTMAS!!!!! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 25, 2017 Guardian greinir frá því að fyrirtæki í eigu Trump, virðast ekki hafa móttekið skilaboð forsetans. Auglýsingar Trump-verslanna auglýsa hátíðartilboð, á Trump-veitingastöðum er boðið upp á hátíðar-matseðla og opinber twittersíða Trumpturnsins hefur óskað gleðilegrar hátíðar undanfarin ár.Going up! Trump Tower New York is officially decorated for the holiday season pic.twitter.com/jgklMuN1U0 — Trump Tower New York (@TrumpTower) December 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Jól Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gerði það að atriði í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar 2016 að óskað yrði gleðilegra jóla en ekki gleðilegrar hátíðar, (e. Merry Christmas en ekki Happy Holidays). Nokkrum jólum seinna segir Trump að árangur hafi náðst í þeim efnum. Fyrirtæki Trump eru þó meðal þeirra sem enn óska gleðilegrar hátíðar.Trump gagnrýndi þá til dæmis kaffihúsakeðjuna Starbucks sem hafði reitt kristna til reiði með því að bjóða eingöngu upp á rauða kaffibolla í stað rauðra kaffibolla með jólaskrauti eins og hafði tíðkast áður. Þetta, ásamt öðru sagði Trump að væri árás á frasann „gleðileg jól“.Í ræðu sinni í Iowa ríki í október 2015 sagði verðandi forsetinn: „Ef ég verð forseti mun gleðileg jól heyrast í hverri verslun...„Gleðilega hátíð“ má skilja eftir annars staðar“.Trump hvatti til þess að Starbucks yrði sniðgengið vegna jólabolla fyrirtækisins. Á jóladag í fyrra skrifaði forsetinn færslu á Twitter þar sem hann sagði að fólk væri aftur farið að segja „gleðileg jól“ með stolti. Trump sagðist einnig hafa leitt baráttuna gegn andstæðingum frasans.People are proud to be saying Merry Christmas again. I am proud to have led the charge against the assault of our cherished and beautiful phrase. MERRY CHRISTMAS!!!!! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 25, 2017 Guardian greinir frá því að fyrirtæki í eigu Trump, virðast ekki hafa móttekið skilaboð forsetans. Auglýsingar Trump-verslanna auglýsa hátíðartilboð, á Trump-veitingastöðum er boðið upp á hátíðar-matseðla og opinber twittersíða Trumpturnsins hefur óskað gleðilegrar hátíðar undanfarin ár.Going up! Trump Tower New York is officially decorated for the holiday season pic.twitter.com/jgklMuN1U0 — Trump Tower New York (@TrumpTower) December 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Jól Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira