Forræðishyggja á gamlárskvöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. desember 2018 12:30 Skógræktarmenn óttast sóðaskap við Hvaleyrarvatn. Fréttablaðið/Ernir „Ef einhverjir hafa áhuga á að fara út fyrir bæinn og vera úti í náttúrunni að skjóta upp þá á bærinn að reyna að þjónusta þann hóp frekar en að banna,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar. Helga er annar tveggja fulltrúa sem greiddu atkvæði á móti þegar umhverfisráðið samþykkti beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um að loka veginum að Hvaleyrarvatni á gamlárskvöld og á þrettándanum. Skógræktarfélagsmenn segja vaxandi hópamyndun við vatnið á þessum tímamótum með slæmri umgengni og mögulegri eldhættu eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. „Sums staðar myndast hópar til þess að skjóta upp og það er rusl víða í bænum eftir ákveðna hópa. Ef íbúar vilja skjóta upp við Hvaleyrarvatn er spurning hvort við ættum ekki að þrífa upp eftir það frekar en að loka,“ segir Helga. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi Samfylkingar, var hinn fulltrúinn í umhverfisráði sem var á móti banninu. Helga tilheyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks Málið var því ekki afgreitt eftir því hverjir tilheyra minnihluta eða meirihluta í bæjarstjórn.Friþjófur segir spurninguna vera þá hvort ekki ætti að loka á fleiri stöðum. „Hvað með Hamarinn þar sem er skotið upp? Fólk safnast saman á þessum tímamótum og fer bara þangað sem það vill. Það er alltaf spurning hvað við eigum að ganga langt í svona – sem er kannski forræðishyggja að einhverju leyti; hvar endar það? Hvar lokum við næst?“ Í beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var óskað eftir mun víðtækari lokun heldur en umhverfisráðið síðan samþykkti. „Við ætlum hér með að óska eftir því að Hvaleyrarvatnsvegi verði lokað milli jóla og nýárs og eitthvað fram í janúar vegna óláta og sóðaskapar sem hefur verið viðloðandi og farið vaxandi á síðastliðnum árum,“ sagði í erindi framkvæmdastjóra félagsins. Kvaðst framkvæmdastjórinn þegar hafa haft samband við lögregluna sem sýnt hafi málinu skilning en bent á bæinn. „Það virðist færast í vöxt að ungmenni fjölmenni að Hvaleyrarvatni til að skjóta upp flugeldum og tertum. Einnig hefur verið safnað drasli í bálkesti og kveikt í. Af þessu hefur skapast mikill sóðaskapur ásamt eld- og slysahættu,“ útskýrði framkvæmdastjórinn. Eins og Friðjón telur Helga eldhættu ekki til staðar á þessum árstíma. Umgengnin hafi vissulega ekki verið góð en það hafi verið á grunni jafnræðisreglu sem hún greiddi atkvæði gegn beiðninni. Fólk eigi að geta farið um þar sem því sýnist. Hún virði hins vegar lýðræðislega niðurstöðu í ráðinu. "Það sem varð ofan á er sjónarmið þeirra sem eru að sinna því ákaflega mikilvæga starfi að vernda þessa náttúruperlu sem svæðið í kring um Hvaleyrarvatn er,“ segir formaðurinn. Hafnarfjörður Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
„Ef einhverjir hafa áhuga á að fara út fyrir bæinn og vera úti í náttúrunni að skjóta upp þá á bærinn að reyna að þjónusta þann hóp frekar en að banna,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar. Helga er annar tveggja fulltrúa sem greiddu atkvæði á móti þegar umhverfisráðið samþykkti beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um að loka veginum að Hvaleyrarvatni á gamlárskvöld og á þrettándanum. Skógræktarfélagsmenn segja vaxandi hópamyndun við vatnið á þessum tímamótum með slæmri umgengni og mögulegri eldhættu eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. „Sums staðar myndast hópar til þess að skjóta upp og það er rusl víða í bænum eftir ákveðna hópa. Ef íbúar vilja skjóta upp við Hvaleyrarvatn er spurning hvort við ættum ekki að þrífa upp eftir það frekar en að loka,“ segir Helga. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi Samfylkingar, var hinn fulltrúinn í umhverfisráði sem var á móti banninu. Helga tilheyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks Málið var því ekki afgreitt eftir því hverjir tilheyra minnihluta eða meirihluta í bæjarstjórn.Friþjófur segir spurninguna vera þá hvort ekki ætti að loka á fleiri stöðum. „Hvað með Hamarinn þar sem er skotið upp? Fólk safnast saman á þessum tímamótum og fer bara þangað sem það vill. Það er alltaf spurning hvað við eigum að ganga langt í svona – sem er kannski forræðishyggja að einhverju leyti; hvar endar það? Hvar lokum við næst?“ Í beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var óskað eftir mun víðtækari lokun heldur en umhverfisráðið síðan samþykkti. „Við ætlum hér með að óska eftir því að Hvaleyrarvatnsvegi verði lokað milli jóla og nýárs og eitthvað fram í janúar vegna óláta og sóðaskapar sem hefur verið viðloðandi og farið vaxandi á síðastliðnum árum,“ sagði í erindi framkvæmdastjóra félagsins. Kvaðst framkvæmdastjórinn þegar hafa haft samband við lögregluna sem sýnt hafi málinu skilning en bent á bæinn. „Það virðist færast í vöxt að ungmenni fjölmenni að Hvaleyrarvatni til að skjóta upp flugeldum og tertum. Einnig hefur verið safnað drasli í bálkesti og kveikt í. Af þessu hefur skapast mikill sóðaskapur ásamt eld- og slysahættu,“ útskýrði framkvæmdastjórinn. Eins og Friðjón telur Helga eldhættu ekki til staðar á þessum árstíma. Umgengnin hafi vissulega ekki verið góð en það hafi verið á grunni jafnræðisreglu sem hún greiddi atkvæði gegn beiðninni. Fólk eigi að geta farið um þar sem því sýnist. Hún virði hins vegar lýðræðislega niðurstöðu í ráðinu. "Það sem varð ofan á er sjónarmið þeirra sem eru að sinna því ákaflega mikilvæga starfi að vernda þessa náttúruperlu sem svæðið í kring um Hvaleyrarvatn er,“ segir formaðurinn.
Hafnarfjörður Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent