Forræðishyggja á gamlárskvöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. desember 2018 12:30 Skógræktarmenn óttast sóðaskap við Hvaleyrarvatn. Fréttablaðið/Ernir „Ef einhverjir hafa áhuga á að fara út fyrir bæinn og vera úti í náttúrunni að skjóta upp þá á bærinn að reyna að þjónusta þann hóp frekar en að banna,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar. Helga er annar tveggja fulltrúa sem greiddu atkvæði á móti þegar umhverfisráðið samþykkti beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um að loka veginum að Hvaleyrarvatni á gamlárskvöld og á þrettándanum. Skógræktarfélagsmenn segja vaxandi hópamyndun við vatnið á þessum tímamótum með slæmri umgengni og mögulegri eldhættu eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. „Sums staðar myndast hópar til þess að skjóta upp og það er rusl víða í bænum eftir ákveðna hópa. Ef íbúar vilja skjóta upp við Hvaleyrarvatn er spurning hvort við ættum ekki að þrífa upp eftir það frekar en að loka,“ segir Helga. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi Samfylkingar, var hinn fulltrúinn í umhverfisráði sem var á móti banninu. Helga tilheyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks Málið var því ekki afgreitt eftir því hverjir tilheyra minnihluta eða meirihluta í bæjarstjórn.Friþjófur segir spurninguna vera þá hvort ekki ætti að loka á fleiri stöðum. „Hvað með Hamarinn þar sem er skotið upp? Fólk safnast saman á þessum tímamótum og fer bara þangað sem það vill. Það er alltaf spurning hvað við eigum að ganga langt í svona – sem er kannski forræðishyggja að einhverju leyti; hvar endar það? Hvar lokum við næst?“ Í beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var óskað eftir mun víðtækari lokun heldur en umhverfisráðið síðan samþykkti. „Við ætlum hér með að óska eftir því að Hvaleyrarvatnsvegi verði lokað milli jóla og nýárs og eitthvað fram í janúar vegna óláta og sóðaskapar sem hefur verið viðloðandi og farið vaxandi á síðastliðnum árum,“ sagði í erindi framkvæmdastjóra félagsins. Kvaðst framkvæmdastjórinn þegar hafa haft samband við lögregluna sem sýnt hafi málinu skilning en bent á bæinn. „Það virðist færast í vöxt að ungmenni fjölmenni að Hvaleyrarvatni til að skjóta upp flugeldum og tertum. Einnig hefur verið safnað drasli í bálkesti og kveikt í. Af þessu hefur skapast mikill sóðaskapur ásamt eld- og slysahættu,“ útskýrði framkvæmdastjórinn. Eins og Friðjón telur Helga eldhættu ekki til staðar á þessum árstíma. Umgengnin hafi vissulega ekki verið góð en það hafi verið á grunni jafnræðisreglu sem hún greiddi atkvæði gegn beiðninni. Fólk eigi að geta farið um þar sem því sýnist. Hún virði hins vegar lýðræðislega niðurstöðu í ráðinu. "Það sem varð ofan á er sjónarmið þeirra sem eru að sinna því ákaflega mikilvæga starfi að vernda þessa náttúruperlu sem svæðið í kring um Hvaleyrarvatn er,“ segir formaðurinn. Hafnarfjörður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Ef einhverjir hafa áhuga á að fara út fyrir bæinn og vera úti í náttúrunni að skjóta upp þá á bærinn að reyna að þjónusta þann hóp frekar en að banna,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar. Helga er annar tveggja fulltrúa sem greiddu atkvæði á móti þegar umhverfisráðið samþykkti beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um að loka veginum að Hvaleyrarvatni á gamlárskvöld og á þrettándanum. Skógræktarfélagsmenn segja vaxandi hópamyndun við vatnið á þessum tímamótum með slæmri umgengni og mögulegri eldhættu eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. „Sums staðar myndast hópar til þess að skjóta upp og það er rusl víða í bænum eftir ákveðna hópa. Ef íbúar vilja skjóta upp við Hvaleyrarvatn er spurning hvort við ættum ekki að þrífa upp eftir það frekar en að loka,“ segir Helga. Friðþjófur Helgi Karlsson, fulltrúi Samfylkingar, var hinn fulltrúinn í umhverfisráði sem var á móti banninu. Helga tilheyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks Málið var því ekki afgreitt eftir því hverjir tilheyra minnihluta eða meirihluta í bæjarstjórn.Friþjófur segir spurninguna vera þá hvort ekki ætti að loka á fleiri stöðum. „Hvað með Hamarinn þar sem er skotið upp? Fólk safnast saman á þessum tímamótum og fer bara þangað sem það vill. Það er alltaf spurning hvað við eigum að ganga langt í svona – sem er kannski forræðishyggja að einhverju leyti; hvar endar það? Hvar lokum við næst?“ Í beiðni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var óskað eftir mun víðtækari lokun heldur en umhverfisráðið síðan samþykkti. „Við ætlum hér með að óska eftir því að Hvaleyrarvatnsvegi verði lokað milli jóla og nýárs og eitthvað fram í janúar vegna óláta og sóðaskapar sem hefur verið viðloðandi og farið vaxandi á síðastliðnum árum,“ sagði í erindi framkvæmdastjóra félagsins. Kvaðst framkvæmdastjórinn þegar hafa haft samband við lögregluna sem sýnt hafi málinu skilning en bent á bæinn. „Það virðist færast í vöxt að ungmenni fjölmenni að Hvaleyrarvatni til að skjóta upp flugeldum og tertum. Einnig hefur verið safnað drasli í bálkesti og kveikt í. Af þessu hefur skapast mikill sóðaskapur ásamt eld- og slysahættu,“ útskýrði framkvæmdastjórinn. Eins og Friðjón telur Helga eldhættu ekki til staðar á þessum árstíma. Umgengnin hafi vissulega ekki verið góð en það hafi verið á grunni jafnræðisreglu sem hún greiddi atkvæði gegn beiðninni. Fólk eigi að geta farið um þar sem því sýnist. Hún virði hins vegar lýðræðislega niðurstöðu í ráðinu. "Það sem varð ofan á er sjónarmið þeirra sem eru að sinna því ákaflega mikilvæga starfi að vernda þessa náttúruperlu sem svæðið í kring um Hvaleyrarvatn er,“ segir formaðurinn.
Hafnarfjörður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira