Kötturinn köttaður og í kjólinn fyrir jólin Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2018 10:58 Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti en hún var orðin alltof þung eða 8,4 kíló sem gerði henni erfitt fyrir. kattholt Læðan Jasmine, sem nú er búsett í Kattholti, hefur verið í strangri megrun nú fyrir jólin. Hún hefur misst hálft kíló, sem er hlutfallslega ágætt, að sögn Halldóru Snorradóttur, forstöðumanns Kattholts.Jasmine í allsherjar klössun „Hún flutti til okkar í september. Og hefur verið í strangri megrun. Jasmine er með sponsor sem styrkir hana um sérstakt megrunarfæði. Hálft kíló er mjög gott hlutfallslega. Hún var 8,4 kíló en er nú komin í 7,8 kíló,“ segir Halldóra og hlær; köttaður og í kjólinn fyrir jólin, svo gripið sé til þekkst talsmáta úr líkamsræktarstöðvum. Forstöðukonan segir að Jasmine ætti í raun ekki að vera þyngri en fimm kíló, hún sé það lítil. Og nauðsynlegt sé að létta hana því það sé mjög hamlandi fyrir hana bæði hvað varðar alla hreyfingu og þrif að vera þetta feit. En, hún er orðin miklu frískari.Jasmine á vigtinni. Hún hefur náð góðum árangri, hefur misst hálft kíló sem er talsvert hlutfallslega.kattholtBúið er að setja Jasmine í bað og snyrtingu og þegar blaðamaður Vísis ræddi við Halldóru var hún stödd á Dýraspítalanum í sérstakri tannhreinsun. Halldóra metur það sem svo að Jasmine sé svona 13 ára gömul en kettir verða oft í kringum 16 ára gamlir. Þannig að hún er komin á virðulegan aldur.Kisurnar í jóladekri og knúsi yfir jólin „Hún kemur upphaflega frá eldri konu sem fór á hjúkrunarheimili og gat ekki haft hana lengur hjá sér. Þar hefur Jasmine haft það mjög gott en hafði þyngst svona mikið,“ segir Halldóra og ljóst má vera að Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti. Halldóra segir að hún hafi sinn eigi skrifstofustól og sé dugleg að hjálpa til á skrifstofunni, leggst á lyklaborðið og vill taka þátt í að setja upp vaktaplan og annað. „Virkilega gaman að hafa hana hér hjá okkur.“Halldóra Snorradóttir forstöðumaður Kattholts segir að þorskurinn og rækjurnar séu tilbúnar. Kisurnar fá sín jól.fbl/ernirHátíðin er að ganga í garð á Kattholti og kominn jólahugur í menn og málleysingja. „Þorskurinn og rækjurnar eru tilbúnar til að sjóða og gefa á aðfangadag. Kisurnar fá jólamatinn eins og við mannfólkið. Þær eru núna bara í jóladekri og knúsi um jólin.“ Kattholt fullt Halldóra segir að hótelið á Kattholti sé orðið fullt. þar eru um 50 til 60 kisur. Svo að auki eru óskilakisur sem eru að leita að heimili. „Allt eldri kisur. Kettlingarnir eru í fóstri og koma svo aftur til okkar í janúar í heimilisleit til frambúðar. Og svo eru þessar eldri líka að leita að heimilum, gamlar og gigtveikar. Núna fara engar fleiri kisur frá okkur fyrir jólin, og svo óska þær eftir nýjum heimilum. Það gengur vel að finna kisunum ný heimili, minna er um að fólk leiti eftir kettlingi en áður var.“Mælir ekki með kettlingum í jólagjöf Halldóra segir að þau á Kattholti fái fyrirspurnir um kettlinga til að gefa í jólagjafir. En, hún mælir ekki með slíku. „Það gerum við ekki, þetta er svo mikil skuldbinding og við styðjum það ekki að gefa kettlinga í óvæntar jólagjafir. Þetta þarf að vera sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar. Ekki eitthvað sem maður skilar eftir áramótin. Þetta er ákvörðun sem hugsa þarf til enda. Dýr Jól Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Sjá meira
Læðan Jasmine, sem nú er búsett í Kattholti, hefur verið í strangri megrun nú fyrir jólin. Hún hefur misst hálft kíló, sem er hlutfallslega ágætt, að sögn Halldóru Snorradóttur, forstöðumanns Kattholts.Jasmine í allsherjar klössun „Hún flutti til okkar í september. Og hefur verið í strangri megrun. Jasmine er með sponsor sem styrkir hana um sérstakt megrunarfæði. Hálft kíló er mjög gott hlutfallslega. Hún var 8,4 kíló en er nú komin í 7,8 kíló,“ segir Halldóra og hlær; köttaður og í kjólinn fyrir jólin, svo gripið sé til þekkst talsmáta úr líkamsræktarstöðvum. Forstöðukonan segir að Jasmine ætti í raun ekki að vera þyngri en fimm kíló, hún sé það lítil. Og nauðsynlegt sé að létta hana því það sé mjög hamlandi fyrir hana bæði hvað varðar alla hreyfingu og þrif að vera þetta feit. En, hún er orðin miklu frískari.Jasmine á vigtinni. Hún hefur náð góðum árangri, hefur misst hálft kíló sem er talsvert hlutfallslega.kattholtBúið er að setja Jasmine í bað og snyrtingu og þegar blaðamaður Vísis ræddi við Halldóru var hún stödd á Dýraspítalanum í sérstakri tannhreinsun. Halldóra metur það sem svo að Jasmine sé svona 13 ára gömul en kettir verða oft í kringum 16 ára gamlir. Þannig að hún er komin á virðulegan aldur.Kisurnar í jóladekri og knúsi yfir jólin „Hún kemur upphaflega frá eldri konu sem fór á hjúkrunarheimili og gat ekki haft hana lengur hjá sér. Þar hefur Jasmine haft það mjög gott en hafði þyngst svona mikið,“ segir Halldóra og ljóst má vera að Jasmine er í miklu uppáhaldi á Kattholti. Halldóra segir að hún hafi sinn eigi skrifstofustól og sé dugleg að hjálpa til á skrifstofunni, leggst á lyklaborðið og vill taka þátt í að setja upp vaktaplan og annað. „Virkilega gaman að hafa hana hér hjá okkur.“Halldóra Snorradóttir forstöðumaður Kattholts segir að þorskurinn og rækjurnar séu tilbúnar. Kisurnar fá sín jól.fbl/ernirHátíðin er að ganga í garð á Kattholti og kominn jólahugur í menn og málleysingja. „Þorskurinn og rækjurnar eru tilbúnar til að sjóða og gefa á aðfangadag. Kisurnar fá jólamatinn eins og við mannfólkið. Þær eru núna bara í jóladekri og knúsi um jólin.“ Kattholt fullt Halldóra segir að hótelið á Kattholti sé orðið fullt. þar eru um 50 til 60 kisur. Svo að auki eru óskilakisur sem eru að leita að heimili. „Allt eldri kisur. Kettlingarnir eru í fóstri og koma svo aftur til okkar í janúar í heimilisleit til frambúðar. Og svo eru þessar eldri líka að leita að heimilum, gamlar og gigtveikar. Núna fara engar fleiri kisur frá okkur fyrir jólin, og svo óska þær eftir nýjum heimilum. Það gengur vel að finna kisunum ný heimili, minna er um að fólk leiti eftir kettlingi en áður var.“Mælir ekki með kettlingum í jólagjöf Halldóra segir að þau á Kattholti fái fyrirspurnir um kettlinga til að gefa í jólagjafir. En, hún mælir ekki með slíku. „Það gerum við ekki, þetta er svo mikil skuldbinding og við styðjum það ekki að gefa kettlinga í óvæntar jólagjafir. Þetta þarf að vera sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar. Ekki eitthvað sem maður skilar eftir áramótin. Þetta er ákvörðun sem hugsa þarf til enda.
Dýr Jól Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Sjá meira