Jólamarkaður CCTV og Child um helgina Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. desember 2018 09:30 Jón Ingi, Sigurður Ýmir, Guðmundur Magnússon og Aron Freyr Kristjónsson, ásamt Pétri Kiernan sem er staddur í Víetnam og því ekki á myndinni, opna jólamarkað með vörum sínum í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Jólamarkaður fatamerkjanna CCTV og Child hefst í kvöld við Ingólfsstræti 6. Bæði merkin hafa vakið töluverða athygli á þeim stutta tíma síðan þau ruddust inn á „streetwear“-markaðinn á Íslandi – til að mynda vakti skothelt vesti CCTV mikla athygli á sínum tíma. Merkin deila vinnustofu úti á Granda og hafa yfirleitt verið eldsnögg að selja upp hverja einustu spjör þegar þau opna dyrnar fyrir kaupóðu tískuáhugafólki. Benedikt Andrason hjá Child sagði í fyrra í viðtali við Lífið að þeim hefði þótt vanta eitthvað agressívara á tískumarkaðinn hér á landi og það virðist hafa verið rétt hjá honum. „Þetta hefur verið mislengi í vinnslu en allt sem verður til sölu er óútgefið. Við verðum líka með nýjar útfærslur af gömlu dóti. Við verðum meðal annars með peysur og boli úr okkar samstarfi. Við höfum deilt sömu vinnustofu nánast síðan bæði merkin byrjuðu og okkur fannst þetta vera rétti tíminn til að gera „collab“, segir Pétur Kiernan, tískupostuli sem er viðloðandi bæði merkin. Aðspurður hvort þarna verði eitthvað óvenjulegt á boðstólum á borð við skotheld vesti eða eitthvað í þá áttina segir hann að það verði meira úrval en venjulega og einnig að þarna verði til að mynda gallabuxur falar, en merkin hafa að mestu haldið sig við toppa hingað til, og „utility“ vesti – eins konar vinnuvesti með slatta af vösum. „Þetta verða að mestu leyti föt en við verðum þó með hálsmen til sölu sem Child gerði í samstarfi við Trausta Má AKA Frosty.“ Pétur segir að upplagið á markaðnum í þetta sinn verði töluvert meira en það hefur verið hingað til enda hafa bæði merkin eins og áður segir verið gífurlega vinsæl og fólk hefur þurft frá að hverfa þegar allt fatakyns hefur selst upp og búðinni lokað löngu áður en auglýstur opnunartími er liðinn. „En ef allt selst fyrr en við búumst við munum við þurfa að loka búðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Pétur en bætir því þó við að jólaandinn muni svífa yfir vötnum og mikið stuð verði á meðan opið er – hversu lengi sem það muni verða. Samkvæmt Facebook-síðu markaðarins mun hann standa yfir frá klukkan 17 í kvöld og til 22, frá 12 til 22 á morgun og að lokum frá 12 til 23 á Þorláksmessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Jólamarkaður fatamerkjanna CCTV og Child hefst í kvöld við Ingólfsstræti 6. Bæði merkin hafa vakið töluverða athygli á þeim stutta tíma síðan þau ruddust inn á „streetwear“-markaðinn á Íslandi – til að mynda vakti skothelt vesti CCTV mikla athygli á sínum tíma. Merkin deila vinnustofu úti á Granda og hafa yfirleitt verið eldsnögg að selja upp hverja einustu spjör þegar þau opna dyrnar fyrir kaupóðu tískuáhugafólki. Benedikt Andrason hjá Child sagði í fyrra í viðtali við Lífið að þeim hefði þótt vanta eitthvað agressívara á tískumarkaðinn hér á landi og það virðist hafa verið rétt hjá honum. „Þetta hefur verið mislengi í vinnslu en allt sem verður til sölu er óútgefið. Við verðum líka með nýjar útfærslur af gömlu dóti. Við verðum meðal annars með peysur og boli úr okkar samstarfi. Við höfum deilt sömu vinnustofu nánast síðan bæði merkin byrjuðu og okkur fannst þetta vera rétti tíminn til að gera „collab“, segir Pétur Kiernan, tískupostuli sem er viðloðandi bæði merkin. Aðspurður hvort þarna verði eitthvað óvenjulegt á boðstólum á borð við skotheld vesti eða eitthvað í þá áttina segir hann að það verði meira úrval en venjulega og einnig að þarna verði til að mynda gallabuxur falar, en merkin hafa að mestu haldið sig við toppa hingað til, og „utility“ vesti – eins konar vinnuvesti með slatta af vösum. „Þetta verða að mestu leyti föt en við verðum þó með hálsmen til sölu sem Child gerði í samstarfi við Trausta Má AKA Frosty.“ Pétur segir að upplagið á markaðnum í þetta sinn verði töluvert meira en það hefur verið hingað til enda hafa bæði merkin eins og áður segir verið gífurlega vinsæl og fólk hefur þurft frá að hverfa þegar allt fatakyns hefur selst upp og búðinni lokað löngu áður en auglýstur opnunartími er liðinn. „En ef allt selst fyrr en við búumst við munum við þurfa að loka búðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Pétur en bætir því þó við að jólaandinn muni svífa yfir vötnum og mikið stuð verði á meðan opið er – hversu lengi sem það muni verða. Samkvæmt Facebook-síðu markaðarins mun hann standa yfir frá klukkan 17 í kvöld og til 22, frá 12 til 22 á morgun og að lokum frá 12 til 23 á Þorláksmessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira