Kampakátir GOG-menn segjast vera að fá líkamlegt undur í Arnari Frey Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2018 15:30 Arnar Freyr Arnarsson í Meistaradeildarleik á móti Veszprém. epa/BOGLARKA BODNAR Eins og greint var frá í morgun skiptir íslenski landsliðslínumaðurinn Arnar Freyr Arnarson um lið í sumar er hann gengur í raðir GOG í Danmörku frá Svíþjóðarmeisturum Kristianstad. Þessi 22 ára gamli strákur fór frá Fram til Kristianstad fyrir tveimur árum og er búinn að vinna sænsku deildina tvívegis en fátt virðist stoppa liðið á leið sinni að þriðja titlinum á þremur árum. GOG er að safna liði fyrir næstu leiktíð en ljóst er að það missir markahæsta leikmann dönsku úrvalsdeildarinnar, Nicklas Kirkelökke, til Rhein-Neckar Löwen og markvörðurinn þrautreyndi Ole Erevik leggur skóna á hilluna. Annar tveggja línumanna liðsins, Lars Hold, mun sömuleiðis að leggja skóna á hilluna og því er GOG að fá Arnar Frey. GOG hefur alltaf viljað spila á ungu liði og því eru menn á Fjóni heldur betur sáttir að yngja svona upp samkvæmt dönskum miðlum. Arnar Freyr er glæsilegt eintak af karlmanni en hann er 201 cm á hæð og 113 kíló með mikla reynslu úr sænsku deildinni og sömuleiðis úr Meistaradeildinni. Þetta kunna GOG-menn að meta. „Hann er líkamlegt undur. Hann er ungur sóknarþenkjandi leikmaður sem hefur gert það gott með Kristianstad í nokkur ár. Hann er með reynslu frá íslenska landsliðinu og úr Meistaradeildinni. Hann smellpassar inn í okkar framtíðarplön,“ segir Kasper Jörgensen, yfirmaður íþróttamála hjá GOG, við TV2. Íslenska landsliðið er í miklum vandræðum þegar kemur að línumannsstöðunni en lengi hefur okkur vantar línumenn sem að spila bæði vörn og sókn á hæsta þrepi. GOG ætlar að hjálpa okkur Íslendingum með það. „Hann mun spila vörn og sókn. Hann mun spila miðvörð í varnarleiknum og vera á línunni í sóknarleiknum. Við getum vonandi nýtt alþjóðlega reynslu hans á næsta ári því við ætlum okkur að vera í Evrópu á næstu leiktíð,“ segir Kasper Jörgensen. Handbolti Tengdar fréttir Arnar Freyr frá Kristianstad til GOG Landsliðsmaðurinn yfirgefur meistaraliðið í Svíþjóð og gengur í raðir danska liðsins GOG. 20. desember 2018 11:15 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Eins og greint var frá í morgun skiptir íslenski landsliðslínumaðurinn Arnar Freyr Arnarson um lið í sumar er hann gengur í raðir GOG í Danmörku frá Svíþjóðarmeisturum Kristianstad. Þessi 22 ára gamli strákur fór frá Fram til Kristianstad fyrir tveimur árum og er búinn að vinna sænsku deildina tvívegis en fátt virðist stoppa liðið á leið sinni að þriðja titlinum á þremur árum. GOG er að safna liði fyrir næstu leiktíð en ljóst er að það missir markahæsta leikmann dönsku úrvalsdeildarinnar, Nicklas Kirkelökke, til Rhein-Neckar Löwen og markvörðurinn þrautreyndi Ole Erevik leggur skóna á hilluna. Annar tveggja línumanna liðsins, Lars Hold, mun sömuleiðis að leggja skóna á hilluna og því er GOG að fá Arnar Frey. GOG hefur alltaf viljað spila á ungu liði og því eru menn á Fjóni heldur betur sáttir að yngja svona upp samkvæmt dönskum miðlum. Arnar Freyr er glæsilegt eintak af karlmanni en hann er 201 cm á hæð og 113 kíló með mikla reynslu úr sænsku deildinni og sömuleiðis úr Meistaradeildinni. Þetta kunna GOG-menn að meta. „Hann er líkamlegt undur. Hann er ungur sóknarþenkjandi leikmaður sem hefur gert það gott með Kristianstad í nokkur ár. Hann er með reynslu frá íslenska landsliðinu og úr Meistaradeildinni. Hann smellpassar inn í okkar framtíðarplön,“ segir Kasper Jörgensen, yfirmaður íþróttamála hjá GOG, við TV2. Íslenska landsliðið er í miklum vandræðum þegar kemur að línumannsstöðunni en lengi hefur okkur vantar línumenn sem að spila bæði vörn og sókn á hæsta þrepi. GOG ætlar að hjálpa okkur Íslendingum með það. „Hann mun spila vörn og sókn. Hann mun spila miðvörð í varnarleiknum og vera á línunni í sóknarleiknum. Við getum vonandi nýtt alþjóðlega reynslu hans á næsta ári því við ætlum okkur að vera í Evrópu á næstu leiktíð,“ segir Kasper Jörgensen.
Handbolti Tengdar fréttir Arnar Freyr frá Kristianstad til GOG Landsliðsmaðurinn yfirgefur meistaraliðið í Svíþjóð og gengur í raðir danska liðsins GOG. 20. desember 2018 11:15 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Arnar Freyr frá Kristianstad til GOG Landsliðsmaðurinn yfirgefur meistaraliðið í Svíþjóð og gengur í raðir danska liðsins GOG. 20. desember 2018 11:15