Valgarð og Andrea Sif eru fimleikafólk ársins 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 17:00 Valgarð og Andrea Sif. Mynd/Fimleikasamband Íslands Fimleikasamband Íslands hefur valið þau Valgarð Reinhardsson og Andreu Sif Pétursdóttur fimleikakarl og fimleikakonu ársins 2018. Valgarð náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komst í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu í Glasgow í ágúst. Valgarð er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu í sumar. Andrea Sif Pétursdóttir er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sem vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í október. Hún gengdi líka lykilhlutverki í sigri Stjörnunnar á Íslandsmóti og bikarmóti í hópfimleikum. Kvennalandsliðið í hópfimleikum er lið ársins og Valgarð átti afrek ársins þegar hann varð fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Í næstu sætum á eftir Valgarð voru þeir Alexander Sigurðsson (hópfimleikar) og Eyþór Örn Baldursson. Í næstu sætum á eftir Andreu Sif voru þær Kolbrún Þöll Þorradóttir (hópfimleikar) og Agnes Suto-Tuuha. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning Fimleikasambandsins fyrir vali sínu og umfjöllun um besta fimleikafólk ársins og afrek þeirra.Fimleikamaður ársins - Valgarð Reinhardsson Valgarð er magnaður fimleikamaður sem hefur átt góðu gengi að fagna síðast liðið ár. Hann náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komst í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu í Glasgow í ágúst en alls kepptu 151 keppandi á mótinu. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu í sumar. Valgarð hefur mikinn metnað fyrir íþrótt sinni og hefur bætt sig mikið á árinu ásamt því að vera jafnt og þétt að auka erfiðleikann í sínum æfingum. Fimleikasambandið óskar Valgarð innilega til hamingju með tímamóta árangur í íslenskri fimleikasögu og um leið og við hlökkum til að fylgjast með honum takast á við áskoranir ársins 2019. Valgarð er glæsileg fyrirmynd yngri iðkenda og óskum við honum innilega til hamingju með titilinn fimleikakarl ársins.Fimleikakona ársins - Andrea Sif Pétursdóttir Fimleikakona ársins er Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sem vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í október. Hún gengdi lykilhlutverki í sigri Stjörnunnar á Íslandsmóti og bikarmóti í hópfimleikum. Andrea Sif er stoð og stytta í félagsliði sínu, sem og í landsliðinu, en hún var á árinu fyrirliði beggja liða. Andrea er á meðal sterkustu hópfimleikakvenna heims og stekkur til að mynda í öllum 6 umferðum á dýnu og trampólíni. Stökkin sem hún framkvæmir eru meðal þeirra erfiðustu í heiminum og er framkvæmd þeirra næstum óaðfinnanleg. Sýndi það sig þegar hún var, í kjölfar Evrópumótsins, valin í All Stars lið eða Stjörnulið mótsins, en í það eru valdar 6 fimleikakonur sem framkvæma erfiðustu stökk mótsins. Andrea er íþróttamaður í hæsta gæðaflokki, hún lifir fyrir íþrótt sína og er auðmýkt hennar gangvart ástundum og árangri öðru fimleikafólki ríkur innblástur. Hún hefur vakið mikla athygli í fimleikaheiminum fyrir góða og gefandi framkomu, hún er mikill leiðtogi og keppnismanneskja um leið og hún setur mark sitt á þá sem vinna með henni á hvaða vettvangi sem það er. Andrea Sif er vel að því komin að bera titilinn fimleikakona ársins 2018 og er Fimleikasambandið stolt af íþróttakonu eins og Andreu sem mun hafa áhrif á fimleika á Íslandi um ókomin ár. Andrea er glæsileg fyrirmynd yngri iðkenda og óskum við henni innilega til hamingju með titilinn fimleikakona ársins. 2. sæti - Alexander Sigurðsson Alexander er einn besti fimleikamaður Íslands í hópfimleikum. Það sýndi hann með frammistöðu sinni á Evrópumótinu í hópfimleikum í október, en hann var eini stökkvarinn í íslenska liðinu sem keppti með þrefalt heljarstökk með 2,5 skrúfu á trampólíni, sem er sambærilegt við það sem bestu fimleikamenn í Evrópu framkvæma. Alexander er fyrirliði íslenska landsliðsins í blönduðum flokki fullorðinna sem varð í 3. sæti á Evrópumótinu í og var þar lykilmaður bæði á stökkáhöldum og í gólfæfingum. Hann átti mjög gott keppnisár, félagslið hans, karlalið Gerplu, varð Íslands-, Bikar- og deildarmeistari í vor.2. sæti - Kolbrún Þöll Þorradóttir Kolbrún hefur í mörg ár vakið athygli fyrir getu sína í fimleikastökkum og í gólfæfingum. Kolbrún er þekkt fyrir að framkvæma allar æfingar með mikilli einbeitingu, krafti og glæsileika, en að auki keppir hún með erfiðustu stökk sem framkvæmd eru í Evrópu. Kolbrún keppti með kvennalandsliði Íslands á Evrópumótinu í Portúgal, þar sem liðið varð í 2. sæti, sáralitlum mun á eftir Svíum. Hún var valin í Stjörnulið Evrópumótsins fyrir gólfæfingar, en það er mikill heiður þar sem er valið úr stórum hópi keppenda. Í ár keppti hún með meistaraflokki Stjörnunnar sem varð Bikar- og Íslandsmeistari á árinu. Kolbrún gefur allt sitt í íþróttina og hefur mikinn metnað fyrir að ná enn lengra á sínum ferli í fimleikum.3. sæti - Eyþór Örn Baldursson Eyþór Örn varð Bikarmeistari með félagsliði sínu Gerplu á árinu og í 2. sæti í fjölþraut á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Eyþór er Íslandsmeistari á stökki og náði þeim glæsilega árangri að verða í 3. sæti á stökki á NM í sumar. Í ár hefur Eyþór verið einn af lykilmönnum í landsliði Íslands, en hann keppti á öllum stærstu mótum vetrarins fyrir Íslands hönd, eða á NM, EM og HM. Eyþór lifir fyrir íþróttina sína og er mikilvægur liðsmaður í íslenska landsliðinu, þar sem hugarfar hans og metnaður, drífur ekki einungis hann sjálfan áfram heldur hefur það mikil áhrif á aðra keppendur í liðinu.3. sæti - Agnes Suto-Tuuha Agnes er fimleikakona úr Gerplu og hefur hún átt langan og farsælan fimleikaferil. Ferill hennar spannar rúman áratug, en hún er 26 ára og elsti keppandi í landsliðinu í áhaldafimleikum. Agnes hefur verið í fremstu röð fimleikakvenna í áhaldafimleikum og varð meðal annars Bikarmeistari með liði sínu á árinu. Agnes varð í 2. sæti á stökki á Norðurlandamótinu og deildi 3. sætinu í fjölþraut á Íslandsmótinu með Thelmu Aðalsteinsdóttur. Hún hefur raðað sér meðal efstu kvenna á mótum ársins og er hún öðrum fimleikastúlkum mikil fyrirmynd þar sem frammistaða og framkoma hennar innan sem utan vallar er til sóma.Einnig voru nefnd: Norma Dögg Róbertsdóttir Irina Sazonova Thelma Aðalsteinsdóttir Sonja Margrét Ólafsdóttir Jón Sigurður Gunnarsson Martin Bjarni Guðmundsson Helgi Laxdal Aðalgeirsson Guðmundur Kári ÞorgrímssonLið ársins - Kvennalandsliðið í hópfimleikum Lið ársins er Kvennalandsliðið í hópfimleikum sem vann til silfurverðlauna á Evrópumóti í hópfimleikum í október. Liðið vann tvö áhöld af þremur og var hársbreidd frá því að landa Evrópumeistaratitlinum í ár en grátlega litlu munaði á fyrsta og öðru sætinu. Styrk íslensku kvennanna má einna helst sjá í Stjörnuliði mótsins en Ísland átti þrjár af sex konum í því liði en ekkert land náði þeim árangri. Auðmýkt og samstaða einkenndi liðið sem vann sem ein heild að settu markmiði og framkoma þeirra var eftirtektarverð, bæði í gleði og þegar á brattan var að sækja. Það var aðdáunarvert að fylgjast með æðruleysi og baráttunni sem þessar afrekskonur fimleikanna sýndu Evrópu. Fimleikasambandið er stolt af þvílíkum afrekskonum sem berjast með öllu sínu, fimleikum í landinu til heilla.Afrek ársins - Valgarð Reinhardsson, úrslit á stökki á EM Afrek ársins hlýtur Valgarð Reinhardsson, sem var fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Valgarð varð fimmti af átta keppendum inn í úrslitin og fékk fyrir stökkin sín einkunnina 14,233. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Fimleikasamband Íslands hefur valið þau Valgarð Reinhardsson og Andreu Sif Pétursdóttur fimleikakarl og fimleikakonu ársins 2018. Valgarð náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komst í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu í Glasgow í ágúst. Valgarð er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu í sumar. Andrea Sif Pétursdóttir er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sem vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í október. Hún gengdi líka lykilhlutverki í sigri Stjörnunnar á Íslandsmóti og bikarmóti í hópfimleikum. Kvennalandsliðið í hópfimleikum er lið ársins og Valgarð átti afrek ársins þegar hann varð fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Í næstu sætum á eftir Valgarð voru þeir Alexander Sigurðsson (hópfimleikar) og Eyþór Örn Baldursson. Í næstu sætum á eftir Andreu Sif voru þær Kolbrún Þöll Þorradóttir (hópfimleikar) og Agnes Suto-Tuuha. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning Fimleikasambandsins fyrir vali sínu og umfjöllun um besta fimleikafólk ársins og afrek þeirra.Fimleikamaður ársins - Valgarð Reinhardsson Valgarð er magnaður fimleikamaður sem hefur átt góðu gengi að fagna síðast liðið ár. Hann náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komst í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu í Glasgow í ágúst en alls kepptu 151 keppandi á mótinu. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, bikarmeistari með félagsliðinu sínu, Gerplu og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu í sumar. Valgarð hefur mikinn metnað fyrir íþrótt sinni og hefur bætt sig mikið á árinu ásamt því að vera jafnt og þétt að auka erfiðleikann í sínum æfingum. Fimleikasambandið óskar Valgarð innilega til hamingju með tímamóta árangur í íslenskri fimleikasögu og um leið og við hlökkum til að fylgjast með honum takast á við áskoranir ársins 2019. Valgarð er glæsileg fyrirmynd yngri iðkenda og óskum við honum innilega til hamingju með titilinn fimleikakarl ársins.Fimleikakona ársins - Andrea Sif Pétursdóttir Fimleikakona ársins er Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sem vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í október. Hún gengdi lykilhlutverki í sigri Stjörnunnar á Íslandsmóti og bikarmóti í hópfimleikum. Andrea Sif er stoð og stytta í félagsliði sínu, sem og í landsliðinu, en hún var á árinu fyrirliði beggja liða. Andrea er á meðal sterkustu hópfimleikakvenna heims og stekkur til að mynda í öllum 6 umferðum á dýnu og trampólíni. Stökkin sem hún framkvæmir eru meðal þeirra erfiðustu í heiminum og er framkvæmd þeirra næstum óaðfinnanleg. Sýndi það sig þegar hún var, í kjölfar Evrópumótsins, valin í All Stars lið eða Stjörnulið mótsins, en í það eru valdar 6 fimleikakonur sem framkvæma erfiðustu stökk mótsins. Andrea er íþróttamaður í hæsta gæðaflokki, hún lifir fyrir íþrótt sína og er auðmýkt hennar gangvart ástundum og árangri öðru fimleikafólki ríkur innblástur. Hún hefur vakið mikla athygli í fimleikaheiminum fyrir góða og gefandi framkomu, hún er mikill leiðtogi og keppnismanneskja um leið og hún setur mark sitt á þá sem vinna með henni á hvaða vettvangi sem það er. Andrea Sif er vel að því komin að bera titilinn fimleikakona ársins 2018 og er Fimleikasambandið stolt af íþróttakonu eins og Andreu sem mun hafa áhrif á fimleika á Íslandi um ókomin ár. Andrea er glæsileg fyrirmynd yngri iðkenda og óskum við henni innilega til hamingju með titilinn fimleikakona ársins. 2. sæti - Alexander Sigurðsson Alexander er einn besti fimleikamaður Íslands í hópfimleikum. Það sýndi hann með frammistöðu sinni á Evrópumótinu í hópfimleikum í október, en hann var eini stökkvarinn í íslenska liðinu sem keppti með þrefalt heljarstökk með 2,5 skrúfu á trampólíni, sem er sambærilegt við það sem bestu fimleikamenn í Evrópu framkvæma. Alexander er fyrirliði íslenska landsliðsins í blönduðum flokki fullorðinna sem varð í 3. sæti á Evrópumótinu í og var þar lykilmaður bæði á stökkáhöldum og í gólfæfingum. Hann átti mjög gott keppnisár, félagslið hans, karlalið Gerplu, varð Íslands-, Bikar- og deildarmeistari í vor.2. sæti - Kolbrún Þöll Þorradóttir Kolbrún hefur í mörg ár vakið athygli fyrir getu sína í fimleikastökkum og í gólfæfingum. Kolbrún er þekkt fyrir að framkvæma allar æfingar með mikilli einbeitingu, krafti og glæsileika, en að auki keppir hún með erfiðustu stökk sem framkvæmd eru í Evrópu. Kolbrún keppti með kvennalandsliði Íslands á Evrópumótinu í Portúgal, þar sem liðið varð í 2. sæti, sáralitlum mun á eftir Svíum. Hún var valin í Stjörnulið Evrópumótsins fyrir gólfæfingar, en það er mikill heiður þar sem er valið úr stórum hópi keppenda. Í ár keppti hún með meistaraflokki Stjörnunnar sem varð Bikar- og Íslandsmeistari á árinu. Kolbrún gefur allt sitt í íþróttina og hefur mikinn metnað fyrir að ná enn lengra á sínum ferli í fimleikum.3. sæti - Eyþór Örn Baldursson Eyþór Örn varð Bikarmeistari með félagsliði sínu Gerplu á árinu og í 2. sæti í fjölþraut á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Eyþór er Íslandsmeistari á stökki og náði þeim glæsilega árangri að verða í 3. sæti á stökki á NM í sumar. Í ár hefur Eyþór verið einn af lykilmönnum í landsliði Íslands, en hann keppti á öllum stærstu mótum vetrarins fyrir Íslands hönd, eða á NM, EM og HM. Eyþór lifir fyrir íþróttina sína og er mikilvægur liðsmaður í íslenska landsliðinu, þar sem hugarfar hans og metnaður, drífur ekki einungis hann sjálfan áfram heldur hefur það mikil áhrif á aðra keppendur í liðinu.3. sæti - Agnes Suto-Tuuha Agnes er fimleikakona úr Gerplu og hefur hún átt langan og farsælan fimleikaferil. Ferill hennar spannar rúman áratug, en hún er 26 ára og elsti keppandi í landsliðinu í áhaldafimleikum. Agnes hefur verið í fremstu röð fimleikakvenna í áhaldafimleikum og varð meðal annars Bikarmeistari með liði sínu á árinu. Agnes varð í 2. sæti á stökki á Norðurlandamótinu og deildi 3. sætinu í fjölþraut á Íslandsmótinu með Thelmu Aðalsteinsdóttur. Hún hefur raðað sér meðal efstu kvenna á mótum ársins og er hún öðrum fimleikastúlkum mikil fyrirmynd þar sem frammistaða og framkoma hennar innan sem utan vallar er til sóma.Einnig voru nefnd: Norma Dögg Róbertsdóttir Irina Sazonova Thelma Aðalsteinsdóttir Sonja Margrét Ólafsdóttir Jón Sigurður Gunnarsson Martin Bjarni Guðmundsson Helgi Laxdal Aðalgeirsson Guðmundur Kári ÞorgrímssonLið ársins - Kvennalandsliðið í hópfimleikum Lið ársins er Kvennalandsliðið í hópfimleikum sem vann til silfurverðlauna á Evrópumóti í hópfimleikum í október. Liðið vann tvö áhöld af þremur og var hársbreidd frá því að landa Evrópumeistaratitlinum í ár en grátlega litlu munaði á fyrsta og öðru sætinu. Styrk íslensku kvennanna má einna helst sjá í Stjörnuliði mótsins en Ísland átti þrjár af sex konum í því liði en ekkert land náði þeim árangri. Auðmýkt og samstaða einkenndi liðið sem vann sem ein heild að settu markmiði og framkoma þeirra var eftirtektarverð, bæði í gleði og þegar á brattan var að sækja. Það var aðdáunarvert að fylgjast með æðruleysi og baráttunni sem þessar afrekskonur fimleikanna sýndu Evrópu. Fimleikasambandið er stolt af þvílíkum afrekskonum sem berjast með öllu sínu, fimleikum í landinu til heilla.Afrek ársins - Valgarð Reinhardsson, úrslit á stökki á EM Afrek ársins hlýtur Valgarð Reinhardsson, sem var fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Valgarð varð fimmti af átta keppendum inn í úrslitin og fékk fyrir stökkin sín einkunnina 14,233.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti