Komst áfram á HM í pílu en var gagnrýndur fyrir ruddaskap og dólgslæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 13:00 James Wade. Vísir/Getty Englendingurinn James Wade vann endurkomusigur á Japanum Seigo Asada á HM í pílu í gær og komst fyrir vikið áfram í þriðju umferð keppninnar. Framkoma James Wade gagnvart Seigo Asada þótti hinsvegar ekki til mikillar fyrirmyndar. Seigo Asada komst tvisvar yfir í leiknum, 1-0 og 2-1, en James Wade vann á endanum 3-2. Wayne Mardle, spekingur á Sky Sports, gagnrýndi agressíva framkomu James Wade og gerði hann talsvert úr dólgslátum landa síns. „Svona á ekki að sjást. Hann var alltof agressívur þarna. Ég vona að hann vakni á morgun og átti sig á því að hann gerði mistök. Hann getur ekki talið að þetta sé rétt framkoma og öugglega engum sem horfði á finnst þetta vera í lagi. Þetta er ruddaframkoma og það ekkert pláss fyrir hana í pílu,“ sagði Wayne Mardle, sérfræðingu Sky Sports."Does he mean he wanted to punch him in his face? What does he mean? I am absolutely lost for words."@Wayne501Mardle is astonished after an explosive post-match interview from James Wade. Watch live on Sky Sports Darts or follow it here: https://t.co/oBngD5seUy#LovetheDartspic.twitter.com/gvpC5bhEhP — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 19, 2018Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á honum og fleirum var það hvernig James Wade fór upp að andliti Japanans og fagnaði eftir að hann jafnaði metin í 1-1. Þegar gengið var á James Wade og hann spurður út í hegðun sína þá talaði hann um að hafa „verið að gera þetta fyrir Bretland“ eins og hann komst að orði. „Það var frábær tilfinning að koma til baka. Ég hefði auðveldlega getað tapað þessu. Ég gerði þetta fyrir soninn minn og fyrir þjóðina mína svo að þetta er í lagi,“ sagði James Wade sem eignaðist son fyrir tíu vikum. „Ég vildi meiða hann. Ég vildi virkilega meiða hann því ég ætlaði mér áfram,“ sagði James Wade um ógnandi framkomu sína. Seigo Asada vann næsta sett og komst aftur yfir en Wade tókst að vinna síðustu tvö settin og komast áfram. Michael Smith komst líka áfram í þriðju umferð eftir 3-1 sigur á Hollendingum Ron Meulenkamp og þá vann Ryan Joyce Ástralann Simon Whitlock 3-0. Írinn William O'Connor tryggði sér líka sæti í 32 manna úrslitunum með 3-2 sigri á James Wilson.HM í pílu er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og er sýnt frá mótinu á hverjum degi. Í dag verða tvær útsendingar, sú fyrri er í gangi en sú síðari hefst klukkan 19.00. Aðrar íþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Englendingurinn James Wade vann endurkomusigur á Japanum Seigo Asada á HM í pílu í gær og komst fyrir vikið áfram í þriðju umferð keppninnar. Framkoma James Wade gagnvart Seigo Asada þótti hinsvegar ekki til mikillar fyrirmyndar. Seigo Asada komst tvisvar yfir í leiknum, 1-0 og 2-1, en James Wade vann á endanum 3-2. Wayne Mardle, spekingur á Sky Sports, gagnrýndi agressíva framkomu James Wade og gerði hann talsvert úr dólgslátum landa síns. „Svona á ekki að sjást. Hann var alltof agressívur þarna. Ég vona að hann vakni á morgun og átti sig á því að hann gerði mistök. Hann getur ekki talið að þetta sé rétt framkoma og öugglega engum sem horfði á finnst þetta vera í lagi. Þetta er ruddaframkoma og það ekkert pláss fyrir hana í pílu,“ sagði Wayne Mardle, sérfræðingu Sky Sports."Does he mean he wanted to punch him in his face? What does he mean? I am absolutely lost for words."@Wayne501Mardle is astonished after an explosive post-match interview from James Wade. Watch live on Sky Sports Darts or follow it here: https://t.co/oBngD5seUy#LovetheDartspic.twitter.com/gvpC5bhEhP — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 19, 2018Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á honum og fleirum var það hvernig James Wade fór upp að andliti Japanans og fagnaði eftir að hann jafnaði metin í 1-1. Þegar gengið var á James Wade og hann spurður út í hegðun sína þá talaði hann um að hafa „verið að gera þetta fyrir Bretland“ eins og hann komst að orði. „Það var frábær tilfinning að koma til baka. Ég hefði auðveldlega getað tapað þessu. Ég gerði þetta fyrir soninn minn og fyrir þjóðina mína svo að þetta er í lagi,“ sagði James Wade sem eignaðist son fyrir tíu vikum. „Ég vildi meiða hann. Ég vildi virkilega meiða hann því ég ætlaði mér áfram,“ sagði James Wade um ógnandi framkomu sína. Seigo Asada vann næsta sett og komst aftur yfir en Wade tókst að vinna síðustu tvö settin og komast áfram. Michael Smith komst líka áfram í þriðju umferð eftir 3-1 sigur á Hollendingum Ron Meulenkamp og þá vann Ryan Joyce Ástralann Simon Whitlock 3-0. Írinn William O'Connor tryggði sér líka sæti í 32 manna úrslitunum með 3-2 sigri á James Wilson.HM í pílu er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og er sýnt frá mótinu á hverjum degi. Í dag verða tvær útsendingar, sú fyrri er í gangi en sú síðari hefst klukkan 19.00.
Aðrar íþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira