Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Jóhann K. Jóhannsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. desember 2018 19:00 Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefni í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að vegna þessa verði farið í breytingar á mönnun í sjúkraflutningum á svæðinu frá og með 1. febrúar næstkomandi.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2„Þá ætlum við á nóttunni að setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi. Þetta breytir því að venjulega erum við með þrjá bíla alveg tilbúna en við ætlum að fara í það að vera með tvo bíla á svæðinu tilbúna á nóttunni en þriðji er þá mannaður með bakvakt,“ segir Herdís og bætir við að viðbragðstíminn fyrir þann bíl verði skilgreindur mjög skammur eða um tuttugu mínútur. Hann verði þó í raun um fimm til tíu mínútur. Þannig hafi breytingarnar ekki áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. „Með þessu móti þá erum við náttúrulega að reyna stilla mönnunina þannig inn að við séum að reyna vera með vel mannað þegar álagið er hvað mest og draga þá úr mönnum þegar álagið er minna,“ segir Herdís. Hún segir að engum fastráðnum starfsmönnum verði sagt upp. Það séu starfsmenn sem hafi verið ráðnir tímabundið sem fái ekki áframhaldandi starfssamning. Sjúkraflutningarmönnum fækki úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá á Suðurlandi. „Þetta eru kannski fjórir eða fimm einstaklingar.“ Aðspurð segist Herdís ekki hafa áhyggjur af stöðunni þrátt fyrir að fækka eigi stöðugildum á svæðinu á sama tíma og alvarlegum slysum fjölgar. „Mér finnst sjálfsagt að við reynum þetta. Hvort að þetta skilar okkur árangri í rekstrinum,“ segir Herdís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi rekstrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. Nýlega var greint frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands glími við mikinn rekstrarvanda og að halli ársins 2018 stefni í 200 milljónir króna. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að vegna þessa verði farið í breytingar á mönnun í sjúkraflutningum á svæðinu frá og með 1. febrúar næstkomandi.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/Stöð 2„Þá ætlum við á nóttunni að setja inn bakvaktir í stað staðbundinna vakta í Rangárþingi. Þetta breytir því að venjulega erum við með þrjá bíla alveg tilbúna en við ætlum að fara í það að vera með tvo bíla á svæðinu tilbúna á nóttunni en þriðji er þá mannaður með bakvakt,“ segir Herdís og bætir við að viðbragðstíminn fyrir þann bíl verði skilgreindur mjög skammur eða um tuttugu mínútur. Hann verði þó í raun um fimm til tíu mínútur. Þannig hafi breytingarnar ekki áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. „Með þessu móti þá erum við náttúrulega að reyna stilla mönnunina þannig inn að við séum að reyna vera með vel mannað þegar álagið er hvað mest og draga þá úr mönnum þegar álagið er minna,“ segir Herdís. Hún segir að engum fastráðnum starfsmönnum verði sagt upp. Það séu starfsmenn sem hafi verið ráðnir tímabundið sem fái ekki áframhaldandi starfssamning. Sjúkraflutningarmönnum fækki úr tuttugu og sjö í tuttugu og þrjá á Suðurlandi. „Þetta eru kannski fjórir eða fimm einstaklingar.“ Aðspurð segist Herdís ekki hafa áhyggjur af stöðunni þrátt fyrir að fækka eigi stöðugildum á svæðinu á sama tíma og alvarlegum slysum fjölgar. „Mér finnst sjálfsagt að við reynum þetta. Hvort að þetta skilar okkur árangri í rekstrinum,“ segir Herdís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00 Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. 24. desember 2018 13:00
Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. 27. desember 2018 19:48
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42