Tugum starfsmanna Hafró sagt upp og Bjarna Sæmundssyni lagt Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2019 18:05 Hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt í haust. Fréttablaðið/Pjetur Milli tuttugu og þrjátíu verður sagt upp hjá Hafrannsóknastofnun fyrir næstu mánaðarmót vegna hagræðingarkrafa stjórnvalda. Þá verður Bjarna Sæmundssyni, öðru rannsóknarskipi stofnunarinnar, lagt í haust. Þetta staðfestir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, í samtali við Vísi. Hann segir þetta nauðsynlegar aðgerðir til að mæta niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna í heildina, líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. Sigurður segir að kröfur stjórnvalda um hagræðingu hafi komið sér að hluta á óvart. Bæði dregur úr fjárveitingum og minnkandi framlagi úr svokölluðum Verkefnasjóði sjávarútvegsins. „Við áttum von á almennri hagræðingarkröfu, eins og verið hefur síðustu ár, en ekki þessum trakteringum,“ segir Sigurður.Milli 20 og 30 sagt upp Um 200 manns starfa hjá Hafró. Flestir séu starfsmennirnir í Reykjavík, um hundrað, og þá eru tvær áhafnir á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, um fjörutíu manns í heildina. Þá eru starfsmenn á Akureyri, Grindavík, Hvanneyri, Ísafirði, Ólafsvík, Selfossi, Skagaströnd og Vestmannaeyjum.Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafró.Mynd/HafróVarðandi uppsagnir segir Sigurður að mestu muni muna um fækkun áhafnarmeðlima þar sem öðru rannsóknaskipinu verði lagt. Þó þurfi einnig að segja upp fólki í landi.Þungt hljóð í starfsfólki Sigurður segir að starfsfólki hafi verið greint frá stöðunni á starfsmannafundi á mánudag. Einstaka starfsfólki hafi enn ekki verið sagt upp. „En við erum náttúrulega búin að upplýsa okkar fólk jafnóðum. Um leið og við getum.“Hvernig er hljóðið í starfsfólki?„Ég þarf náttúrulega ekkert að segja þér það. Það er þungt. Að sjálfsögðu.“Með tilliti til stöðunnar, hvernig mun ykkur ganga að sinna ykkar skilgreinda hlutverki?„Þetta hefur mjög ill áhrif á það. Við munum eiginlega alls ekki getað sinnt okkar hlutverki. Það vantar talsvert í það,“ segir Sigurður. Akureyri Grindavík Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Milli tuttugu og þrjátíu verður sagt upp hjá Hafrannsóknastofnun fyrir næstu mánaðarmót vegna hagræðingarkrafa stjórnvalda. Þá verður Bjarna Sæmundssyni, öðru rannsóknarskipi stofnunarinnar, lagt í haust. Þetta staðfestir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, í samtali við Vísi. Hann segir þetta nauðsynlegar aðgerðir til að mæta niðurskurðarkröfu stjórnvalda. Hafró hefur verið gert að hagræða í rekstri um 303,5 milljónir króna í heildina, líkt og fram kemur á heimasíðu Hafró. Sigurður segir að kröfur stjórnvalda um hagræðingu hafi komið sér að hluta á óvart. Bæði dregur úr fjárveitingum og minnkandi framlagi úr svokölluðum Verkefnasjóði sjávarútvegsins. „Við áttum von á almennri hagræðingarkröfu, eins og verið hefur síðustu ár, en ekki þessum trakteringum,“ segir Sigurður.Milli 20 og 30 sagt upp Um 200 manns starfa hjá Hafró. Flestir séu starfsmennirnir í Reykjavík, um hundrað, og þá eru tvær áhafnir á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, um fjörutíu manns í heildina. Þá eru starfsmenn á Akureyri, Grindavík, Hvanneyri, Ísafirði, Ólafsvík, Selfossi, Skagaströnd og Vestmannaeyjum.Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafró.Mynd/HafróVarðandi uppsagnir segir Sigurður að mestu muni muna um fækkun áhafnarmeðlima þar sem öðru rannsóknaskipinu verði lagt. Þó þurfi einnig að segja upp fólki í landi.Þungt hljóð í starfsfólki Sigurður segir að starfsfólki hafi verið greint frá stöðunni á starfsmannafundi á mánudag. Einstaka starfsfólki hafi enn ekki verið sagt upp. „En við erum náttúrulega búin að upplýsa okkar fólk jafnóðum. Um leið og við getum.“Hvernig er hljóðið í starfsfólki?„Ég þarf náttúrulega ekkert að segja þér það. Það er þungt. Að sjálfsögðu.“Með tilliti til stöðunnar, hvernig mun ykkur ganga að sinna ykkar skilgreinda hlutverki?„Þetta hefur mjög ill áhrif á það. Við munum eiginlega alls ekki getað sinnt okkar hlutverki. Það vantar talsvert í það,“ segir Sigurður.
Akureyri Grindavík Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira