„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2019 11:00 Margir foreldrar telja að öryggi barna þeirra aukist fái þau snjallúr. Visir/Getty. Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Utanaðkomandi aðilar geti öðlast aðgang að úrunum og þaning fylgst með og átt í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir sé gríðarleg.„Í stuttu máli sagt hefur komið í ljós að þessi snjallúr eru gríðarlega hættuleg að því leytinu til að það er í rauninni auðvelt fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í þessi úr, taka fulla stjórn á þeim, hlera úrið, eiga í samskiptum við barnið eða að fylgjast með ferðum þess án vitneskju forráðamanna,“ sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Úrin eru gjarnan markaðssett sem öryggistæki fyrir foreldra sem geti þannig fylgst betur með ferðum barna sinna sem geti sömuleiðis hringt í foreldra sína ef eitthvað bjátar án þess að þurfa vera með síma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu.Í síðustu viku sendi Persónuvernd frá sér tilkynningu þar sem ítrekað var að foreldrar, forráðamenn og aðrir ættu að vera meðvitaðir um þær hættur sem geti fylgt slíkum úrum. Var vakin athygli á því að Neytendastofi hafi nýlega sett sölubann á tvær tegundir snjallúra, svokölluð Enox og Vonlex úr eftir að í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant. Alvarlegir öryggisgallar fundust á tveimur snjallúrum sem seld eru hér á landi og eru ætluð börnum. „Þetta eru úr sem gera það að verkum að það er hægt að hafa samskipti við þitt barn af óviðkomandi aðila, jafn vel segja barninu að gera einhverja hluti og fara eitthvert og hitta síðan. Þetta er svo gríðarlega hættulegt,“ sagði Helga og benti á að slík úr væru alfarið bönnuð í Þýskalandi, þar í landi væri metið sem svo að um væri að ræða hlerunar- og njósnabúnað. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur framkvæmt könnun á þremur tegundum af snjallúrum og segir Helga að þar á bæ hafi menn hreinlega orðið skelkaðir yfir því að komast að því hversu auðvelt hafi reynst að brjótast inn í úrin. Lágmarkskunnáttu þurfi til þess. Fjallað hefur verið öryggi snjallúra fyrir börn í nágrannalöndum Íslands á undanförnum árum, þar á meðal hjá Forbrukerrådet, norsku neytendastofnunni. Úttekt hennar á nokkrum snjallúrum leiddi í ljós að þau væru haldin sambærilegum öryggisgöllum og úrin sem könnuð voru hér á landi.Hér að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forbrukerrådet þar sem öryggisgallarnir eru útskýrðir í stuttu máli. Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Utanaðkomandi aðilar geti öðlast aðgang að úrunum og þaning fylgst með og átt í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir sé gríðarleg.„Í stuttu máli sagt hefur komið í ljós að þessi snjallúr eru gríðarlega hættuleg að því leytinu til að það er í rauninni auðvelt fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í þessi úr, taka fulla stjórn á þeim, hlera úrið, eiga í samskiptum við barnið eða að fylgjast með ferðum þess án vitneskju forráðamanna,“ sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Úrin eru gjarnan markaðssett sem öryggistæki fyrir foreldra sem geti þannig fylgst betur með ferðum barna sinna sem geti sömuleiðis hringt í foreldra sína ef eitthvað bjátar án þess að þurfa vera með síma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu.Í síðustu viku sendi Persónuvernd frá sér tilkynningu þar sem ítrekað var að foreldrar, forráðamenn og aðrir ættu að vera meðvitaðir um þær hættur sem geti fylgt slíkum úrum. Var vakin athygli á því að Neytendastofi hafi nýlega sett sölubann á tvær tegundir snjallúra, svokölluð Enox og Vonlex úr eftir að í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant. Alvarlegir öryggisgallar fundust á tveimur snjallúrum sem seld eru hér á landi og eru ætluð börnum. „Þetta eru úr sem gera það að verkum að það er hægt að hafa samskipti við þitt barn af óviðkomandi aðila, jafn vel segja barninu að gera einhverja hluti og fara eitthvert og hitta síðan. Þetta er svo gríðarlega hættulegt,“ sagði Helga og benti á að slík úr væru alfarið bönnuð í Þýskalandi, þar í landi væri metið sem svo að um væri að ræða hlerunar- og njósnabúnað. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur framkvæmt könnun á þremur tegundum af snjallúrum og segir Helga að þar á bæ hafi menn hreinlega orðið skelkaðir yfir því að komast að því hversu auðvelt hafi reynst að brjótast inn í úrin. Lágmarkskunnáttu þurfi til þess. Fjallað hefur verið öryggi snjallúra fyrir börn í nágrannalöndum Íslands á undanförnum árum, þar á meðal hjá Forbrukerrådet, norsku neytendastofnunni. Úttekt hennar á nokkrum snjallúrum leiddi í ljós að þau væru haldin sambærilegum öryggisgöllum og úrin sem könnuð voru hér á landi.Hér að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forbrukerrådet þar sem öryggisgallarnir eru útskýrðir í stuttu máli.
Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira