Skilaði 15 prósenta ávöxtun í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. janúar 2019 09:00 Ray Dalio, stofnandi Bridgewater Associates. Nordicphotos/Getty Sjóður í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Bridgewater Associates skilaði 14,6 prósenta ávöxtun á síðasta ári, samkvæmt heimildum Financial Times, á sama tíma og vogunarsjóðir skiluðu að meðaltali neikvæðri ávöxtun upp á 6,7 prósent. Árleg ávöxtun sjóðsins, Pure Alpha Strategy, hefur verið 12 prósent að meðaltali frá því hann var settur á laggirnar árið 1991. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári var sú besta í fimm ár. Bridgewater, sem milljarðamæringurinn Ray Dalio stýrir, er stærsti vogunarsjóður í heimi með eignir í stýringu upp á 160 milljarða dala. Sjóðurinn hefur hagnast um ríflega 50 milljarða dala á líftíma sínum, samkvæmt gögnum frá LCH Investments. Stjórnendur vogunarsjóðsins hafa um nokkurt skeið lýst yfir áhyggjum sínum af minni vexti í heimshagkerfinu og sagt marga fjárfesta vera andvaralausa gagnvart aðhaldsaðgerðum seðlabanka víða um heim. „Við eigum eftir að horfa fram á töluvert veikari hagvöxt árið 2019, miðað við okkar greiningar, og fjárfestar eru almennt ekki að taka mið af því í verðlagningu sinni,“ sagði Greg Jensen, sjóðsstjóri hjá Bridgewater, í samtali við Reuters í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sjóður í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Bridgewater Associates skilaði 14,6 prósenta ávöxtun á síðasta ári, samkvæmt heimildum Financial Times, á sama tíma og vogunarsjóðir skiluðu að meðaltali neikvæðri ávöxtun upp á 6,7 prósent. Árleg ávöxtun sjóðsins, Pure Alpha Strategy, hefur verið 12 prósent að meðaltali frá því hann var settur á laggirnar árið 1991. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári var sú besta í fimm ár. Bridgewater, sem milljarðamæringurinn Ray Dalio stýrir, er stærsti vogunarsjóður í heimi með eignir í stýringu upp á 160 milljarða dala. Sjóðurinn hefur hagnast um ríflega 50 milljarða dala á líftíma sínum, samkvæmt gögnum frá LCH Investments. Stjórnendur vogunarsjóðsins hafa um nokkurt skeið lýst yfir áhyggjum sínum af minni vexti í heimshagkerfinu og sagt marga fjárfesta vera andvaralausa gagnvart aðhaldsaðgerðum seðlabanka víða um heim. „Við eigum eftir að horfa fram á töluvert veikari hagvöxt árið 2019, miðað við okkar greiningar, og fjárfestar eru almennt ekki að taka mið af því í verðlagningu sinni,“ sagði Greg Jensen, sjóðsstjóri hjá Bridgewater, í samtali við Reuters í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Aukin áhersla á framtaksfjárfestingar Bandaríski vogunarsjóðurinn Elliott Management hefur ráðist í nokkrar umfangsmiklar framtaksfjárfestingar í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu misserum. 9. janúar 2019 09:00