Neysla unglinga á orkudrykkjum mest á Akureyri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 10:15 Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. Vísir/Vilhelm Unglingar á Akureyri drekka mun meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu samkvæmt rannsókn Rannsóknar og greiningar. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar- og frístundadeildar Akureyrarbæjar, áttar sig ekki á því af hverju þetta sé svona mikið á Norðurlandi, en telur smæð samfélagsins jafnvel geta spilað þar inn í. Hún segir foreldra þurfa að fylgjast vel með magninu sem fer ofan í börnin þeirra. Árið 2017 seldust tæplega 5,2 milljónir 330 milli lítra dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Rannsóknin Ungt fólk sem framkvæmd er af Rannsóknarmiðstöðinni Rannsókn og greining sýnir að unglingar á Akureyri drekki töluvert meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra víða um land. Þetta kemur fram á frétta- og afþreyingarvefnum kaffid.is en þar lýstu forvarnarfulltrúar á Akureyri yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Samkvæmt rannsókninni drekka þrjátíu prósent unglinga orkudrykki daglega á Akureyri en landsmeðaltalið er um tíu prósent. fjörutíu og átta prósent unglinga fæddir árið 2001 með búsetu á Akureyri segjast drekka einn eða fleiri orkudrykki á dag meðan landsmeðaltal meðal jafnaldra þeirra er fjórtán prósent. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar og frístundadeildar Akureyrabæjar, segir alveg ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu og vill auka forvarnir þegar kemur að drykkju orkudrykkja. „Við teljum enga augljósa skýringu á þessu. Hugmyndir eru um tísku og þetta er minni og kannski einsleitari hópur hvað svona tískubylgju varðar. Svo er þetta líka bara spurningu um hvort foreldrar séu frjálslyndari gagnvart þessu hér en annarsstaðar, ég veit það ekki,“ segir hún aðspurð um hvað hún telji að valdi þessu. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á þessu og mikilvægt að höfða til ábyrgðar foreldra og upplýsa unglinga um skaðsemi ofnotkunar á orkudrykkjum. Einnig kom fram í rannsókninni að unglingar á Akureyri sofa minna en þeim er hollt og telur hún það jafnvel geta verið tenging við orkudrykkja notkunina. Bregðast á við með því að vera með málþing í lok janúar og auka fræðslu inn í skólanna. „Svo gerist það kannski bara að við verðum eitthvað ónæm fyrir ákveðnum hlutum, þá þarf að minna okkur. Ég held að þetta sé dæmi um það að við þurfum að fara í almennar aðgerðir til að vekja athygli foreldra á þessari stöðu svo þau geti brugðist við,“ segir hún. Akureyri Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Unglingar á Akureyri drekka mun meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu samkvæmt rannsókn Rannsóknar og greiningar. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar- og frístundadeildar Akureyrarbæjar, áttar sig ekki á því af hverju þetta sé svona mikið á Norðurlandi, en telur smæð samfélagsins jafnvel geta spilað þar inn í. Hún segir foreldra þurfa að fylgjast vel með magninu sem fer ofan í börnin þeirra. Árið 2017 seldust tæplega 5,2 milljónir 330 milli lítra dósa af vinsælustu orkudrykkjunum á Íslandi. Rannsóknin Ungt fólk sem framkvæmd er af Rannsóknarmiðstöðinni Rannsókn og greining sýnir að unglingar á Akureyri drekki töluvert meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra víða um land. Þetta kemur fram á frétta- og afþreyingarvefnum kaffid.is en þar lýstu forvarnarfulltrúar á Akureyri yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Samkvæmt rannsókninni drekka þrjátíu prósent unglinga orkudrykki daglega á Akureyri en landsmeðaltalið er um tíu prósent. fjörutíu og átta prósent unglinga fæddir árið 2001 með búsetu á Akureyri segjast drekka einn eða fleiri orkudrykki á dag meðan landsmeðaltal meðal jafnaldra þeirra er fjórtán prósent. Alfa Aradóttir, deildarstjóri forvarnar og frístundadeildar Akureyrabæjar, segir alveg ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu og vill auka forvarnir þegar kemur að drykkju orkudrykkja. „Við teljum enga augljósa skýringu á þessu. Hugmyndir eru um tísku og þetta er minni og kannski einsleitari hópur hvað svona tískubylgju varðar. Svo er þetta líka bara spurningu um hvort foreldrar séu frjálslyndari gagnvart þessu hér en annarsstaðar, ég veit það ekki,“ segir hún aðspurð um hvað hún telji að valdi þessu. Hún segir mikilvægt að vekja athygli á þessu og mikilvægt að höfða til ábyrgðar foreldra og upplýsa unglinga um skaðsemi ofnotkunar á orkudrykkjum. Einnig kom fram í rannsókninni að unglingar á Akureyri sofa minna en þeim er hollt og telur hún það jafnvel geta verið tenging við orkudrykkja notkunina. Bregðast á við með því að vera með málþing í lok janúar og auka fræðslu inn í skólanna. „Svo gerist það kannski bara að við verðum eitthvað ónæm fyrir ákveðnum hlutum, þá þarf að minna okkur. Ég held að þetta sé dæmi um það að við þurfum að fara í almennar aðgerðir til að vekja athygli foreldra á þessari stöðu svo þau geti brugðist við,“ segir hún.
Akureyri Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira