Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2019 10:30 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds. fréttablaðið/sigtryggur ari Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. Hildur tilkynnti borgarstjóra í gær að hún ætlaði að víkja úr þriggja manna hópi sem ætlað er að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um braggamálið og vinna tillögur að úrbótum. Áður hafði hún skorað á Dag að víkja þar sem hún taldi veru hans í hópnum minnka trúverðugleika hópsins. Innri endurskoðun skilaði í desember skýrslu um braggamálið, endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Þar var fátt jákvætt að finna. Farið var á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð var ábótavant. Raunkostnaður við byggingu braggans nam 425 milljónum króna en upphafleg kostnaðaráætlun var 158 milljónir króna. Þann 20. desember var skipaður þriggja manna rýnihópur. Í honum tóku sæti borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar auk Hildar. Tveimur dögum síðar krafðist Hildur að borgarstjóri viki úr hópnum.Telur borgarstjóra hafa vanrækt skyldur sínar „Niðurstöður Braggaskýrslunnar draga upp dökka mynd. Nú er unnið að fjórum skýrslum til viðbótar – fjögur framúrkeyrsluverkefni til viðbótar. Hvert málið rekur annað. Stjórnsýslan hefur brugðist. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar og lög voru brotin. Skýrslan tekur af allan vafa,“ sagði Hildur á Facebook fyrir jól. Borgarstjóri svaraði Hildi í gær og sagðist ekki ætla úr hópnum. Hann bæri ábyrgð á að rétt yrði brugðist við skýrslunni. „Það er einmitt sagt og nefnt sérstaklega að okkur beri að tryggja að upplýsingagjöfin sé nægjanlega mikil og tíð þannig að hægt sé að taka á þessu. Það er einmitt eitt af þeim verkefnum sem við förum núna í. Að þær reglulegu upplýsingar og skýrslur sem við fáum séu nægjanlega skýrar til þess að hægt sé að grípa inn í í tíma. Að framúrkeyrsla eins og í þessu tilfelli komi ekki inn á okkar borð eftir á.“ Hann telur trúverðugleika hópsins engu minni þótt braggamálið hafi komið upp á hans vakt sem borgarstjóri. „Nei, það hefur verið reynt að gera það að einhverju pólitísku upphlaupsmáli. Ég held að það tengist frekar því að þetta óvenjulega skref sem Hildur tók að taka þátt í þessari vinnu mæltist illa fyrir í ákveðnum hluta baklands Sjálfstæðisflokksins, þeim sem vilja keyra harðlínu í öllum málum. Vilja ekki neitt samstarf milli meirihluta og minnihluta. Í mínum huga er það gamaldagspólitík þar sem maður nær minni árangri.“ Hildur segist aldrei hafa vikið sér undan því að vinna með meirihlutanum eða hverjum sem er. Það sé ástæðan fyrir því að hún tók sæti í hópnum. Æskilegt hefði verið að Dagur stigi út og hlutlaus aðili, til dæmis frá Innri endurskoðun, kæmi inn. Engin ástæða væri til að hafa pólitískan meirihluta í hópnum.Segir Dag gera lítið úr konum Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir borgarstjóra gera lítið úr konum með viðbrögðum sínum. Það geri Samfylkingarmenn þegar þeir séu komnir út í horn. Hildur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hún þyrfti að sitja undir orðum borgarstjóra að henni væri stjórnað af baklandi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sit undir slíkum ásökunum frá honum að ég sé einmitt einhver strengjabrúða. Hvað segir maður við svona? Þetta er auðvitað ótrúlegt. Kannski er það margur heldur mig sig. Ég veit ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Samfylkingunni. En ég hef ekki kynnst neinu slíku í Sjálfstæðisflokknum.“ Allt frá því henni var boðið að taka annað sæti á lista flokksins í borginni án bakgrunns í stjórnmálum eða flokknum hafi hún fundið fyrir því að fólk vilji að í henni heyrist. „Aldrei nokkurn tímann hefur nokkur reynt að stjórna mér, enda myndi það ekki takast.“ Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. Hildur tilkynnti borgarstjóra í gær að hún ætlaði að víkja úr þriggja manna hópi sem ætlað er að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um braggamálið og vinna tillögur að úrbótum. Áður hafði hún skorað á Dag að víkja þar sem hún taldi veru hans í hópnum minnka trúverðugleika hópsins. Innri endurskoðun skilaði í desember skýrslu um braggamálið, endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Þar var fátt jákvætt að finna. Farið var á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð var ábótavant. Raunkostnaður við byggingu braggans nam 425 milljónum króna en upphafleg kostnaðaráætlun var 158 milljónir króna. Þann 20. desember var skipaður þriggja manna rýnihópur. Í honum tóku sæti borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar auk Hildar. Tveimur dögum síðar krafðist Hildur að borgarstjóri viki úr hópnum.Telur borgarstjóra hafa vanrækt skyldur sínar „Niðurstöður Braggaskýrslunnar draga upp dökka mynd. Nú er unnið að fjórum skýrslum til viðbótar – fjögur framúrkeyrsluverkefni til viðbótar. Hvert málið rekur annað. Stjórnsýslan hefur brugðist. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar og lög voru brotin. Skýrslan tekur af allan vafa,“ sagði Hildur á Facebook fyrir jól. Borgarstjóri svaraði Hildi í gær og sagðist ekki ætla úr hópnum. Hann bæri ábyrgð á að rétt yrði brugðist við skýrslunni. „Það er einmitt sagt og nefnt sérstaklega að okkur beri að tryggja að upplýsingagjöfin sé nægjanlega mikil og tíð þannig að hægt sé að taka á þessu. Það er einmitt eitt af þeim verkefnum sem við förum núna í. Að þær reglulegu upplýsingar og skýrslur sem við fáum séu nægjanlega skýrar til þess að hægt sé að grípa inn í í tíma. Að framúrkeyrsla eins og í þessu tilfelli komi ekki inn á okkar borð eftir á.“ Hann telur trúverðugleika hópsins engu minni þótt braggamálið hafi komið upp á hans vakt sem borgarstjóri. „Nei, það hefur verið reynt að gera það að einhverju pólitísku upphlaupsmáli. Ég held að það tengist frekar því að þetta óvenjulega skref sem Hildur tók að taka þátt í þessari vinnu mæltist illa fyrir í ákveðnum hluta baklands Sjálfstæðisflokksins, þeim sem vilja keyra harðlínu í öllum málum. Vilja ekki neitt samstarf milli meirihluta og minnihluta. Í mínum huga er það gamaldagspólitík þar sem maður nær minni árangri.“ Hildur segist aldrei hafa vikið sér undan því að vinna með meirihlutanum eða hverjum sem er. Það sé ástæðan fyrir því að hún tók sæti í hópnum. Æskilegt hefði verið að Dagur stigi út og hlutlaus aðili, til dæmis frá Innri endurskoðun, kæmi inn. Engin ástæða væri til að hafa pólitískan meirihluta í hópnum.Segir Dag gera lítið úr konum Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir borgarstjóra gera lítið úr konum með viðbrögðum sínum. Það geri Samfylkingarmenn þegar þeir séu komnir út í horn. Hildur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hún þyrfti að sitja undir orðum borgarstjóra að henni væri stjórnað af baklandi Sjálfstæðisflokksins. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sit undir slíkum ásökunum frá honum að ég sé einmitt einhver strengjabrúða. Hvað segir maður við svona? Þetta er auðvitað ótrúlegt. Kannski er það margur heldur mig sig. Ég veit ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Samfylkingunni. En ég hef ekki kynnst neinu slíku í Sjálfstæðisflokknum.“ Allt frá því henni var boðið að taka annað sæti á lista flokksins í borginni án bakgrunns í stjórnmálum eða flokknum hafi hún fundið fyrir því að fólk vilji að í henni heyrist. „Aldrei nokkurn tímann hefur nokkur reynt að stjórna mér, enda myndi það ekki takast.“
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira