Tilkynnti um bílveltu en stoppaði ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2019 12:11 Úr Þrengslum í morgun. Brunavarnir Árnessýslu Brunavarnir Árnessýslu brýna fyrir vegfarendum mikilvægi þess að stoppa og kanna málin komi það fyrst að slysavettvangi. Tilefnið er bílvelta í Þrengslum í morgun en tilkynning barst um klukkan hálf átta í morgun. Mikil hálka var á þeim slóðum. Í tilkynningu frá brunavörnum segir að umfang slyssins hafi ekki verið að öllu leyti ljóst þar sem innhringjandi stoppaði ekki á vettvangi. „Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn fóru á vettvang með klippibúnað auk þess sem ákveðin hópur dagvinnumanna frá slökkvistöðinni á Selfossi lögðu af stað. Auk þessa fóru tæki frá lögreglunni á Suðurlandi og tveir sjúkrabílar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á vettvang,“ segir í tilkynningunnui. Einn maður reyndist hafa verið í bifreiðinni og hafði hann ekki hlotið teljandi meiðsl. Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná honum út. „Við viljum nota tækifærið og brýna fyrir vegfarendum mikilvægi þess að fólk stoppi og kanni málin komi það fyrst að slysavettvangi. Það er mjög skiljanlegt að fólk geti óttast það sem fyrir augu ber og geti mögulega efast um getu sína til þess að veita hjálp en allir geta alltaf gert eitthvað. Þó ekki sé nema að gefa greinagóða lýsingu til Neyðarlínu 112, svo hægt sé að boða rétt viðbragð í slysið,“ segir í tilkynningunni. „Stundum þurfa ótrúlega margar hendur að koma að einu slysi og stundum þarf mjög lítið viðbragð. Þurfi lítið viðbragð þá eru ekki eins mörg tæki send út í umferðina á forgangsakstri. Þó forgangsaksturstækjunum sé stjórnað af þrautþjálfuðum og reyndum bílstjórum getur slíkur akstur alltaf skapað ákveðna hættu sem við viljum gjarnan forðast eins og hægt er.“ Lögreglumál Samgöngur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Brunavarnir Árnessýslu brýna fyrir vegfarendum mikilvægi þess að stoppa og kanna málin komi það fyrst að slysavettvangi. Tilefnið er bílvelta í Þrengslum í morgun en tilkynning barst um klukkan hálf átta í morgun. Mikil hálka var á þeim slóðum. Í tilkynningu frá brunavörnum segir að umfang slyssins hafi ekki verið að öllu leyti ljóst þar sem innhringjandi stoppaði ekki á vettvangi. „Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn fóru á vettvang með klippibúnað auk þess sem ákveðin hópur dagvinnumanna frá slökkvistöðinni á Selfossi lögðu af stað. Auk þessa fóru tæki frá lögreglunni á Suðurlandi og tveir sjúkrabílar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á vettvang,“ segir í tilkynningunnui. Einn maður reyndist hafa verið í bifreiðinni og hafði hann ekki hlotið teljandi meiðsl. Ekki þurfti að beita klippum til þess að ná honum út. „Við viljum nota tækifærið og brýna fyrir vegfarendum mikilvægi þess að fólk stoppi og kanni málin komi það fyrst að slysavettvangi. Það er mjög skiljanlegt að fólk geti óttast það sem fyrir augu ber og geti mögulega efast um getu sína til þess að veita hjálp en allir geta alltaf gert eitthvað. Þó ekki sé nema að gefa greinagóða lýsingu til Neyðarlínu 112, svo hægt sé að boða rétt viðbragð í slysið,“ segir í tilkynningunni. „Stundum þurfa ótrúlega margar hendur að koma að einu slysi og stundum þarf mjög lítið viðbragð. Þurfi lítið viðbragð þá eru ekki eins mörg tæki send út í umferðina á forgangsakstri. Þó forgangsaksturstækjunum sé stjórnað af þrautþjálfuðum og reyndum bílstjórum getur slíkur akstur alltaf skapað ákveðna hættu sem við viljum gjarnan forðast eins og hægt er.“
Lögreglumál Samgöngur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira