„Biggi bratti“ byggir gróðurhús í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2019 19:15 Fyrsta gróðurhúsið sem hefur verið byggt í Hveragerði á síðustu tuttugu árum er nú í byggingu en þar verða ræktaðar pottaplöntur. Birgir S. Birgisson, eða Biggi bratti eins og hann er alltaf kallaður í Hveragerði, ræktar pottaplöntur og hefur gert það til fjölda ára með góðum árangri. „Þetta hús er 720 fermetrar og er sérhannað fyrir pottaplöntur og kemur frá Hollandi. Við vorum 21 dag að koma þessu húsi upp og loka því.“ Birgir vonast til að geta tekið húsið í notkun í byrjun mars því honum vantar pláss undir ræktunina. „Er maður nokkuð brattur, er ekki einmitt rétti tíminn núna til að byggja, ég held það. Það er mikið spurt um pottaplöntur og mikill áhugi á þeim, þannig að ég vil bara veita Íslendingum þessa þjónustu,“ segir Birgir. Birgir S. Birgisson, eða Biggi Bratti eins og hann er alltaf kallaður í nýja gróðurhúsinu í Hveragerði.Magnús HlynurMikil ánægja er hjá bæjarbúum í Hveragerði að Birgir skildi ráðast í byggingu á gróðurhúsinu á sama tíma og verktakar hafa verið að kaupa gróðurhúsalóðir, rifið þau og byggt íbúðarhúsnæði, því fólk vill hafa gróðurhús í blóma og garðyrkjubænum Hveragerði. „Já, ég held að bæjarbúar séu almennt ánægðir með að það skyldi allavega koma eitt gróðurhús á þessum tíma hérna í Hveragerði. Ég hef reyndar ekki spurt þá alla, það búa hérna 2.600 manns, ég ég held það,“ segir Birgir."Biggi bratti" ræktar pottaplöntur með góðum árangri í Hveragerði. Með nýja húsinu verður hann með um tvö þúsund fermetra undir gleri.Magnús Hlynur Garðyrkja Hveragerði Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Fyrsta gróðurhúsið sem hefur verið byggt í Hveragerði á síðustu tuttugu árum er nú í byggingu en þar verða ræktaðar pottaplöntur. Birgir S. Birgisson, eða Biggi bratti eins og hann er alltaf kallaður í Hveragerði, ræktar pottaplöntur og hefur gert það til fjölda ára með góðum árangri. „Þetta hús er 720 fermetrar og er sérhannað fyrir pottaplöntur og kemur frá Hollandi. Við vorum 21 dag að koma þessu húsi upp og loka því.“ Birgir vonast til að geta tekið húsið í notkun í byrjun mars því honum vantar pláss undir ræktunina. „Er maður nokkuð brattur, er ekki einmitt rétti tíminn núna til að byggja, ég held það. Það er mikið spurt um pottaplöntur og mikill áhugi á þeim, þannig að ég vil bara veita Íslendingum þessa þjónustu,“ segir Birgir. Birgir S. Birgisson, eða Biggi Bratti eins og hann er alltaf kallaður í nýja gróðurhúsinu í Hveragerði.Magnús HlynurMikil ánægja er hjá bæjarbúum í Hveragerði að Birgir skildi ráðast í byggingu á gróðurhúsinu á sama tíma og verktakar hafa verið að kaupa gróðurhúsalóðir, rifið þau og byggt íbúðarhúsnæði, því fólk vill hafa gróðurhús í blóma og garðyrkjubænum Hveragerði. „Já, ég held að bæjarbúar séu almennt ánægðir með að það skyldi allavega koma eitt gróðurhús á þessum tíma hérna í Hveragerði. Ég hef reyndar ekki spurt þá alla, það búa hérna 2.600 manns, ég ég held það,“ segir Birgir."Biggi bratti" ræktar pottaplöntur með góðum árangri í Hveragerði. Með nýja húsinu verður hann með um tvö þúsund fermetra undir gleri.Magnús Hlynur
Garðyrkja Hveragerði Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira