Ítarleg úttekt á því af hverju McDonalds gekk ekki upp hér landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 10:30 Fyrsti McDonald's staðurinn sem var opnaður á Íslandi í Skeifunni. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem að skortur á útibúum McDonalds-veitingastaðarins hér á landi hafi vakið forvitni fréttastofu CNBC í Bandaríkjunum. Tæplega átta mínútna langt myndband þar sem farið er ítarlega í saumana á því hvað fór úrskeiðis var birt á á vef fjölmiðilsins í gær. Sem kunnugt er voru útibú veitingastaðarins rekin hér á landi á árunum 1993 til 2009 en hrunið setti strik í reikininginn þar sem kaupa þurfti flest aðföng í þá rétti sem boðið var upp á erlendis frá. Var því síðustu stöðunum lokað árið 2009. Í úttekt CNBC er meðal annars rætt við hamborgarasérfræðinginn Tómas Tómasson, stofnanda Hamborgarabúllunnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins þegar fyrsti McDonalds-staðurinn opnaði árið 1993. „Það voru raðir dögum saman fyrir utan veitingastaðinn. Þeir seldu þúsundir hamborgara á hverjum degi. Eftir einhvern tíma fór þó nýja brumið af þessu og fólki fannst þetta orðið venjulegt,“ sagði Tómas. Í úttektinni er opnun og lokun McDonalds hér á landi sett í samhengi við strauma og stefnur í alþjóðastjórnmálum. Er opnun McDonalds hér á landi árið 1993 meðal annars sagt hafa staðfest að Ísland væri loks orðið hluti af hinum nútímalega og hnattræna heimi. Í myndbandinu er meðal annars rætt við Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Árna Sverri Hafsteinsson, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar og hagfræðinginn Már Wolfgang Mixa þar sem þau fara yfir ástæður þess að ekki gekk að reka McDonalds hér á landi. Fyrr í vetur var því haldið fram að McDonalds myndi snúa aftur til Íslands. Þær fréttir reyndust ekki vera réttar. Úttekt CNBC má sjá hér að neðan. Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Svo virðist sem að skortur á útibúum McDonalds-veitingastaðarins hér á landi hafi vakið forvitni fréttastofu CNBC í Bandaríkjunum. Tæplega átta mínútna langt myndband þar sem farið er ítarlega í saumana á því hvað fór úrskeiðis var birt á á vef fjölmiðilsins í gær. Sem kunnugt er voru útibú veitingastaðarins rekin hér á landi á árunum 1993 til 2009 en hrunið setti strik í reikininginn þar sem kaupa þurfti flest aðföng í þá rétti sem boðið var upp á erlendis frá. Var því síðustu stöðunum lokað árið 2009. Í úttekt CNBC er meðal annars rætt við hamborgarasérfræðinginn Tómas Tómasson, stofnanda Hamborgarabúllunnar. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins þegar fyrsti McDonalds-staðurinn opnaði árið 1993. „Það voru raðir dögum saman fyrir utan veitingastaðinn. Þeir seldu þúsundir hamborgara á hverjum degi. Eftir einhvern tíma fór þó nýja brumið af þessu og fólki fannst þetta orðið venjulegt,“ sagði Tómas. Í úttektinni er opnun og lokun McDonalds hér á landi sett í samhengi við strauma og stefnur í alþjóðastjórnmálum. Er opnun McDonalds hér á landi árið 1993 meðal annars sagt hafa staðfest að Ísland væri loks orðið hluti af hinum nútímalega og hnattræna heimi. Í myndbandinu er meðal annars rætt við Kristínu Loftsdóttur, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Árna Sverri Hafsteinsson, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar og hagfræðinginn Már Wolfgang Mixa þar sem þau fara yfir ástæður þess að ekki gekk að reka McDonalds hér á landi. Fyrr í vetur var því haldið fram að McDonalds myndi snúa aftur til Íslands. Þær fréttir reyndust ekki vera réttar. Úttekt CNBC má sjá hér að neðan.
Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55
Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent