Snjómokstur og önnur vetrarþjónusta í Reykjavík kostaði 642 milljónir króna 2018 Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2019 10:58 Þeir eru ekki margir dagar það sem af er vetri sem hafa verið hvítir í Reykjavíkurborg. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis náði þó að festa einn slíkan á filmu. visir/vilhelm Mikil hlýindi hafa einkennt þennan vetur það sem af er. Líta má til þess að það sjáist í bókahaldi Reykjavíkurborgar, það þarf þá ekki að verja fé til snjómoksturs á meðan. En, ekki er útséð með hvernig þau reikningsskil verða og ýmsir kostnaðarliðir eru fyrirliggjandi þó ekki sé snjórinn. Svo virðist sem lítill sparnaður fylgi þessum snjólétta vetri en aðeins hafa mælst tveir „hvítir dagar“ það sem af er vetri og þá var um að ræða föl. Kostnaður vegna vetrarþjónustu fyrir árið 2018 er tæplega 642 milljónir króna. Nokkru hærri en var fyrir árið 2017 en þá var kostnaðurinn rúmlega 624 milljónir. Á síðustu árum var kostnaðurinn vegna þessa mestur árið 2015 en þá nam hann 752 milljónum króna.Kostnaðurinn mikill 2015 Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir vetrarþjónustuna líklega eina fjárhagslið borgarinnar sem er nokkuð hlaupandi eftir aðstæðum. Borgin verði að festa sér verktaka í þessi verkefni; kaupa salt og sand og annað sem heyrir til þjónustunnar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó„Fastur kostnaður sem er áætlaður í snjómokstur, hálkueyðingu og aðra vetrarþjónustu er um 380 milljónir króna,“ segir Bjarni. Frá 2014 er kostnaðurinn eftirfarandi:2014 = 636,6mkr2015 = 751,8mkr2016 = 640,9mkr2017 = 624,3mkr2018 = 641,6mkrMargvíslegur kostnaður Að sögn Bjarna mun talan fyrir 2018 breytast því enn hefur fastur kostnaður fyrir desember ekki verið reiknaður inn í heildartöluna. „Auk þess sem það á eftir að dreifa út salti sem keypt var í byrjun desember. Það á líka eftir að innheimta dágóða summu til Vegagerðar og ýmissa aðila sem við sinnum vetrarþjónustu fyrir.“ Bjarni bendir jafnframt á að verktakar eru með viðverugjald; „við greiðum af eftirlitsbúnaði, leigjum saltgeymslu, fyllum á saltgeymslu, við erum með vaktir og bakvaktir hjá starfsfólki, rekum og viðhöldum hitakerfum, viðhöldum tækjum og búnaði og lagfærum tjón vegna vetrarþjónustu.“ Kannski sést sparnaður fyrir 2019 Þó lítið snjói myndast hálka sem þarf að eyða, bæði á götum og á stígum. Lítið hefur verið kallað út í göngustíga það sem af er þessum vetri, en þó nokkuð í götur og hjólastíga. Þannig hafa verktakar verið kallaðir út um 30 sinnum það sem af er þessum vetri, til að sinna hálkueyðingu á götum. „Eins og sjá má af tölunum fyrir 2018 þá er ekki mikill sparnaður á árinu 2018 þótt síðari hluti ársins hafi verið nokkuð snjóléttur. Ef veturinn verður allur svona snjóléttur og frostlaus má ef til vill búast við einhverjum sparnaði svo ekki sé talað um allt árið 2019,“ segir Bjarni. Borgarstjórn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Mikil hlýindi hafa einkennt þennan vetur það sem af er. Líta má til þess að það sjáist í bókahaldi Reykjavíkurborgar, það þarf þá ekki að verja fé til snjómoksturs á meðan. En, ekki er útséð með hvernig þau reikningsskil verða og ýmsir kostnaðarliðir eru fyrirliggjandi þó ekki sé snjórinn. Svo virðist sem lítill sparnaður fylgi þessum snjólétta vetri en aðeins hafa mælst tveir „hvítir dagar“ það sem af er vetri og þá var um að ræða föl. Kostnaður vegna vetrarþjónustu fyrir árið 2018 er tæplega 642 milljónir króna. Nokkru hærri en var fyrir árið 2017 en þá var kostnaðurinn rúmlega 624 milljónir. Á síðustu árum var kostnaðurinn vegna þessa mestur árið 2015 en þá nam hann 752 milljónum króna.Kostnaðurinn mikill 2015 Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir vetrarþjónustuna líklega eina fjárhagslið borgarinnar sem er nokkuð hlaupandi eftir aðstæðum. Borgin verði að festa sér verktaka í þessi verkefni; kaupa salt og sand og annað sem heyrir til þjónustunnar.Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó„Fastur kostnaður sem er áætlaður í snjómokstur, hálkueyðingu og aðra vetrarþjónustu er um 380 milljónir króna,“ segir Bjarni. Frá 2014 er kostnaðurinn eftirfarandi:2014 = 636,6mkr2015 = 751,8mkr2016 = 640,9mkr2017 = 624,3mkr2018 = 641,6mkrMargvíslegur kostnaður Að sögn Bjarna mun talan fyrir 2018 breytast því enn hefur fastur kostnaður fyrir desember ekki verið reiknaður inn í heildartöluna. „Auk þess sem það á eftir að dreifa út salti sem keypt var í byrjun desember. Það á líka eftir að innheimta dágóða summu til Vegagerðar og ýmissa aðila sem við sinnum vetrarþjónustu fyrir.“ Bjarni bendir jafnframt á að verktakar eru með viðverugjald; „við greiðum af eftirlitsbúnaði, leigjum saltgeymslu, fyllum á saltgeymslu, við erum með vaktir og bakvaktir hjá starfsfólki, rekum og viðhöldum hitakerfum, viðhöldum tækjum og búnaði og lagfærum tjón vegna vetrarþjónustu.“ Kannski sést sparnaður fyrir 2019 Þó lítið snjói myndast hálka sem þarf að eyða, bæði á götum og á stígum. Lítið hefur verið kallað út í göngustíga það sem af er þessum vetri, en þó nokkuð í götur og hjólastíga. Þannig hafa verktakar verið kallaðir út um 30 sinnum það sem af er þessum vetri, til að sinna hálkueyðingu á götum. „Eins og sjá má af tölunum fyrir 2018 þá er ekki mikill sparnaður á árinu 2018 þótt síðari hluti ársins hafi verið nokkuð snjóléttur. Ef veturinn verður allur svona snjóléttur og frostlaus má ef til vill búast við einhverjum sparnaði svo ekki sé talað um allt árið 2019,“ segir Bjarni.
Borgarstjórn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira