40 ár frá útgáfu eins stærsta stemmingslagsins 4. janúar 2019 08:00 Einhvern veginn svona er stemmingin í laginu Don't Stop Me Now en flestir lesendur hafa líklegast heyrt það lag. nordicphotos/getty Lagið Don’t Stop Me Now með Queen kom út fyrir heilum 40 árum í dag. Það var ekkert sérstaklega vinsælt þegar það kom út en vann heldur betur á og er í dag notað til að skapa stemmingu í auglýsingum og bíói um allan heim. Fyrir 40 árum sendi hljómsveitin Queen frá sér smáskífuna Don’t Stop Me Now. Hún náði níunda sæti á breska vinsældalistanum en einungis 86. sæti á þeim ameríska – þar í landi var lagið alls ekki vinsælt en fékk þó dálitla spilun á rokkstöðvum. Síðan þá hefur lagið einhver veginn haldið vinsældum og verið spilað jafnt og þétt í gegnum árin – það virðist raunar bara verða vinsælla og vinsælla með hverju árinu og líklega spilar það inn í að það hefur verið notað í nánast óteljandi auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Það hefur verið „koverað“ margoft. Lagið hefur nú náð platínusölu í Bretlandi og var valið þriðja besta lag hljómsveitarinnar Queen í tónlistartímaritinu Rolling Stone.Líklega eru fá lög sem hafa verið álitin jafn mikið miðjumoð á sínum tíma sem verða svo nánast einkennislag hljómsveitar eins og Don’t Stop Me Now. Lagið undirstrikar margt það sem einkenndi sveitina – píanóið hans Freddies Mercury, röddunina í viðlaginu og kraftinn í laginu. Blaðamaðurinn Alexis Petridis skrifaði í The Guardian að lagið væri líklegast besta lag sveitarinnar og í því kæmi fram hedónismi Freddies og lauslæti, væri eins og óður hans til lífsgleðinnar. Alexis veltir fyrir sér hvort titill lagsins hafi kannski verið skot á hina meðlimi Queen sem hann segir ekki hafa verið alveg jafn ódannaða. Það er við hæfi að rifja þetta lag upp enda hljómsveitin Queen heldur betur verið í sviðsljósinu upp á síðkastið eftir að kvikmyndin Bohemian Rhapsody kom út seint í fyrra en hún fjallar um ævi og störf Freddies Mercury. Myndin fékk nokkuð góða dóma þó að tónlistaraðdáendur hafi verið sammála um að þar hafi kannski ekki verið farið alveg rétt með staðreyndir. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Malek sagður bjarga sótthreinsaðri Queen-mynd Gagnrýnendur segja tónlistaratriðin frábær. 24. október 2018 11:00 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Lagið Don’t Stop Me Now með Queen kom út fyrir heilum 40 árum í dag. Það var ekkert sérstaklega vinsælt þegar það kom út en vann heldur betur á og er í dag notað til að skapa stemmingu í auglýsingum og bíói um allan heim. Fyrir 40 árum sendi hljómsveitin Queen frá sér smáskífuna Don’t Stop Me Now. Hún náði níunda sæti á breska vinsældalistanum en einungis 86. sæti á þeim ameríska – þar í landi var lagið alls ekki vinsælt en fékk þó dálitla spilun á rokkstöðvum. Síðan þá hefur lagið einhver veginn haldið vinsældum og verið spilað jafnt og þétt í gegnum árin – það virðist raunar bara verða vinsælla og vinsælla með hverju árinu og líklega spilar það inn í að það hefur verið notað í nánast óteljandi auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Það hefur verið „koverað“ margoft. Lagið hefur nú náð platínusölu í Bretlandi og var valið þriðja besta lag hljómsveitarinnar Queen í tónlistartímaritinu Rolling Stone.Líklega eru fá lög sem hafa verið álitin jafn mikið miðjumoð á sínum tíma sem verða svo nánast einkennislag hljómsveitar eins og Don’t Stop Me Now. Lagið undirstrikar margt það sem einkenndi sveitina – píanóið hans Freddies Mercury, röddunina í viðlaginu og kraftinn í laginu. Blaðamaðurinn Alexis Petridis skrifaði í The Guardian að lagið væri líklegast besta lag sveitarinnar og í því kæmi fram hedónismi Freddies og lauslæti, væri eins og óður hans til lífsgleðinnar. Alexis veltir fyrir sér hvort titill lagsins hafi kannski verið skot á hina meðlimi Queen sem hann segir ekki hafa verið alveg jafn ódannaða. Það er við hæfi að rifja þetta lag upp enda hljómsveitin Queen heldur betur verið í sviðsljósinu upp á síðkastið eftir að kvikmyndin Bohemian Rhapsody kom út seint í fyrra en hún fjallar um ævi og störf Freddies Mercury. Myndin fékk nokkuð góða dóma þó að tónlistaraðdáendur hafi verið sammála um að þar hafi kannski ekki verið farið alveg rétt með staðreyndir.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Malek sagður bjarga sótthreinsaðri Queen-mynd Gagnrýnendur segja tónlistaratriðin frábær. 24. október 2018 11:00 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45
Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29
Malek sagður bjarga sótthreinsaðri Queen-mynd Gagnrýnendur segja tónlistaratriðin frábær. 24. október 2018 11:00
Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist