Segir erfitt að eiga við hálku við Gullfoss og Geysi Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2019 10:51 Mynd sem Friðrik Brekkan tók af ferðamönnum á svellbunka við Geysi. Friðrik Brekkan Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður hjá Umhverfisstofnun, segir ekki einfalt mál að hálkuverja göngustíga á Geysissvæðinu og við Gullfoss. Mikill raki komi frá hverum og fossum og því geti mikil hálka myndast á skömmum tíma sem erfitt er að eiga við. Valdimar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en rætt var við leiðsögumanninn Friðrik Brekkan í þættinum í gær þar sem hann kvartaði undan hálku á þessum vinsælu ferðamannastöðum og sagði marga ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því hversu hættulegar aðstæðurnar væru. Kallaði hann eftir því að eitthvað yrði gert í málinu og sagðist hafa horft upp á aðgerðaleysi til margra ára. Valdimar sagði fólk í vinnu flesta daga ársins á Geysis- og Gullfosssvæðunum við að tryggja öruggt aðgengi ferðamanna að þessum náttúruperlum. Mikill raki getur myndast á þessum svæðum þar sem vindátt hefur áhrif á hvar hálkan myndast. Starfsmenn eru mögulega búnir að hálkuverja ákveðið svæði að morgni en svo breytist vindátt sem verður til þess að hann myndast annars staðar síðar sama dag og þá sé erfitt að grípa snögglega inn í aðstæður. Starfsmenn byrja til dæmis að hálkuverja Geysissvæðið og fara svo að Gullfossi þar sem stígar eru hálkuvarðir. Í millitíðinni hafa nýir svellbunkar myndast á Geysissvæðinu. Þegar er frost getur einnig ný hálkufilma myndast ofan á hálkuvörninni þar sem er mikill raki. Valdimar benti á að skilti hefðu verið sett upp á svæðunum þar sem er varað við hálku og ferðamönnum bent á að notast við mannbrodda. Hann sagði sum ferðaþjónustufyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum upp á mannbrodda, en það væri misjafnt eftir fyrirtækjum. Spurður hvort ekki væri hægt að setja hita undir stéttirnar á svæðunum sagði Valdimar að það væri mögulega hægt ef orkuver yrði reist á svæðinu. Þáttastjórnendur spurðu hvort ekki væri nóg af heitu vatni á svæðinu en Valdimar svaraði að ekki væri vilji til að raska svæðinu til að bora eftir heitu vatni. Til stendur hefja mikla uppbyggingu á svæðinu og smíða hækkaða göngupalla en Valdimar sagði slíka palla ekki koma í veg fyrir hálku. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður hjá Umhverfisstofnun, segir ekki einfalt mál að hálkuverja göngustíga á Geysissvæðinu og við Gullfoss. Mikill raki komi frá hverum og fossum og því geti mikil hálka myndast á skömmum tíma sem erfitt er að eiga við. Valdimar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en rætt var við leiðsögumanninn Friðrik Brekkan í þættinum í gær þar sem hann kvartaði undan hálku á þessum vinsælu ferðamannastöðum og sagði marga ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því hversu hættulegar aðstæðurnar væru. Kallaði hann eftir því að eitthvað yrði gert í málinu og sagðist hafa horft upp á aðgerðaleysi til margra ára. Valdimar sagði fólk í vinnu flesta daga ársins á Geysis- og Gullfosssvæðunum við að tryggja öruggt aðgengi ferðamanna að þessum náttúruperlum. Mikill raki getur myndast á þessum svæðum þar sem vindátt hefur áhrif á hvar hálkan myndast. Starfsmenn eru mögulega búnir að hálkuverja ákveðið svæði að morgni en svo breytist vindátt sem verður til þess að hann myndast annars staðar síðar sama dag og þá sé erfitt að grípa snögglega inn í aðstæður. Starfsmenn byrja til dæmis að hálkuverja Geysissvæðið og fara svo að Gullfossi þar sem stígar eru hálkuvarðir. Í millitíðinni hafa nýir svellbunkar myndast á Geysissvæðinu. Þegar er frost getur einnig ný hálkufilma myndast ofan á hálkuvörninni þar sem er mikill raki. Valdimar benti á að skilti hefðu verið sett upp á svæðunum þar sem er varað við hálku og ferðamönnum bent á að notast við mannbrodda. Hann sagði sum ferðaþjónustufyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum upp á mannbrodda, en það væri misjafnt eftir fyrirtækjum. Spurður hvort ekki væri hægt að setja hita undir stéttirnar á svæðunum sagði Valdimar að það væri mögulega hægt ef orkuver yrði reist á svæðinu. Þáttastjórnendur spurðu hvort ekki væri nóg af heitu vatni á svæðinu en Valdimar svaraði að ekki væri vilji til að raska svæðinu til að bora eftir heitu vatni. Til stendur hefja mikla uppbyggingu á svæðinu og smíða hækkaða göngupalla en Valdimar sagði slíka palla ekki koma í veg fyrir hálku.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00