Græddi einn og hálfan milljarð á tveggja mínútna bardaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 23:30 Floyd "Money“ Mayweather og Tenshin Nasukawa í lok bardagans. Vísir/Getty Þetta voru góð áramót fyrir hnefaleikakappann Floyd Mayweather sem þykir manna duglegastur við að komast yfir stórar peningaupphæðir í íþróttaheiminum. Síðasta væna útborgunin til Floyd Mayweather kom eftir bardaga við japanska bardagakappann Tenshin Nasukawa á Gamlársdag. Tenshin Nasukawa er vissulega stjarna í Japan en er mjög langt frá því að vera alþjóðleg stjarna. Hann keppir vanalega í kickboxi en reyndi sig nú á móti einum af bestu boxurum allra tíma. Floyd Mayweather er orðinn 41 árs gamall og hefur margoft sagt að hann sé hættur. Hann hefur þó stokkið á góð tilboð eins og þegar hann barðist við Conor McGregor árið 2017. Nú kom annað tilboð sem var of gott til að segja nei við. Floyd Mayweather var aðeins 136 sekúndur að klára bardagann á móti Tenshin Nasukawa en hann fékk fyrir hann 13 milljónir dollara. Á þessum rúmu tveimur mínútum þá sló Mayweather Nasukawa þrisvar sinnum í gólfið. Þrettán milljónir dollara eru einn og hálfur milljarður í íslenskum krónum og fékk Floyd Mayweather því ellefu milljónir á sekúndu í þessum bardaga. Það eru samt ekki allir sáttir á samfélagmiðlum og margir halda því fram að það hafi verið búið að semja um niðurstöðu bardagans. Floyd „Money“ Mayweather fór allavega sáttur heim með vasana fulla af peningum. View this post on InstagramWhat if I told you I was making $9,000,000 for 9 minutes of sparring in Tokyo Japan would you do the same if you were me? I like to call it a 9 minute walk thru. #Tokyo #Japan A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Dec 30, 2018 at 5:12pm PST Box Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Diljá Ýr búin að semja við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sjá meira
Þetta voru góð áramót fyrir hnefaleikakappann Floyd Mayweather sem þykir manna duglegastur við að komast yfir stórar peningaupphæðir í íþróttaheiminum. Síðasta væna útborgunin til Floyd Mayweather kom eftir bardaga við japanska bardagakappann Tenshin Nasukawa á Gamlársdag. Tenshin Nasukawa er vissulega stjarna í Japan en er mjög langt frá því að vera alþjóðleg stjarna. Hann keppir vanalega í kickboxi en reyndi sig nú á móti einum af bestu boxurum allra tíma. Floyd Mayweather er orðinn 41 árs gamall og hefur margoft sagt að hann sé hættur. Hann hefur þó stokkið á góð tilboð eins og þegar hann barðist við Conor McGregor árið 2017. Nú kom annað tilboð sem var of gott til að segja nei við. Floyd Mayweather var aðeins 136 sekúndur að klára bardagann á móti Tenshin Nasukawa en hann fékk fyrir hann 13 milljónir dollara. Á þessum rúmu tveimur mínútum þá sló Mayweather Nasukawa þrisvar sinnum í gólfið. Þrettán milljónir dollara eru einn og hálfur milljarður í íslenskum krónum og fékk Floyd Mayweather því ellefu milljónir á sekúndu í þessum bardaga. Það eru samt ekki allir sáttir á samfélagmiðlum og margir halda því fram að það hafi verið búið að semja um niðurstöðu bardagans. Floyd „Money“ Mayweather fór allavega sáttur heim með vasana fulla af peningum. View this post on InstagramWhat if I told you I was making $9,000,000 for 9 minutes of sparring in Tokyo Japan would you do the same if you were me? I like to call it a 9 minute walk thru. #Tokyo #Japan A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Dec 30, 2018 at 5:12pm PST
Box Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Diljá Ýr búin að semja við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sjá meira