Fór með hundana og fann flöskuskeytið í Fuglanesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2019 11:23 Hundarnir tveir og flöskuskeytið. Arnt Eirik Hansen Arnt Eirik Hansen, íbúi í Berlevåg í Noregi, fann á nýársdag flöskuskeyti sem kastað var í hafið við strendur Íslands í sumar. Skeytið hefur ferðast 5000 kílómetra og barst til Noregs á næstsíðasta degi nýliðins árs. Það fannst í fjörunni í Fuglenesbukta skammt vestan við Berlevåg. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. „Skeytið virðist af myndunum frá Arnt að dæma í góðu ásigkomulagi en þó virðist raki hafa komist að bréfinu frá Atla. Við þökkum Arnt kærlega fyrir að sækja flöskuskeytið og það var gaman að sjá hvernig samfélagsmiðlarnir voru notaðir til að koma skilaboðum til Norðmanna á svæðinu og einnig Íslendinga sem þar eru búsettir. Ólafur Sigurgeirsson, sem býr í Berlevåg reyndi að nálgast skeytið á gamlársdag en varð frá að hverfa sökum öldugangs. Við þökkum honum einnig fyrir að reyna að finna skeytið,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss.Arnt Eirik Hansen tók myndband frá fundarstaðnum sem sjá má hér að neðan.Klippa: Flöskuskeyti finnst í Noregi eftir fimm þúsund kílómetra ferðalag frá ÍslandiSkeytið ferðaðist rúmlega 5000 kílómetra frá 20. júlí þar til nú. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. „Arnt Eirik Hansen er búinn að opna skeytið og sjá bréfið frá Atla og við munum nú biðja hann um að koma því aftur til okkar. Þar sem enn er eftir hleðsla í sendinum þá er aldrei að vita nema við setjum það á flot á ný,“ segir Arnór Þórir. Með verkefninu vildi Atli Svavarsson koma á framfæri að rusl og plast sem hent er í hafið getur borist langar leiðir. Atli og faðir hans Svavar Hávarðsson hafa komist í fréttirnar fyrir dugnað sinn við plokk á höfuðborgarsvæðinu.Bréf Atla má lesa hér (PDF). Norðurlönd Umhverfismál Tengdar fréttir Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Arnt Eirik Hansen, íbúi í Berlevåg í Noregi, fann á nýársdag flöskuskeyti sem kastað var í hafið við strendur Íslands í sumar. Skeytið hefur ferðast 5000 kílómetra og barst til Noregs á næstsíðasta degi nýliðins árs. Það fannst í fjörunni í Fuglenesbukta skammt vestan við Berlevåg. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. Verkefninu er ætlað að sýna fram á að rusl og plast sem hent er í hafið getur ferðast ótrúlegustu vegalengdir. „Skeytið virðist af myndunum frá Arnt að dæma í góðu ásigkomulagi en þó virðist raki hafa komist að bréfinu frá Atla. Við þökkum Arnt kærlega fyrir að sækja flöskuskeytið og það var gaman að sjá hvernig samfélagsmiðlarnir voru notaðir til að koma skilaboðum til Norðmanna á svæðinu og einnig Íslendinga sem þar eru búsettir. Ólafur Sigurgeirsson, sem býr í Berlevåg reyndi að nálgast skeytið á gamlársdag en varð frá að hverfa sökum öldugangs. Við þökkum honum einnig fyrir að reyna að finna skeytið,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá samgöngu- og umhverfissviði Verkíss.Arnt Eirik Hansen tók myndband frá fundarstaðnum sem sjá má hér að neðan.Klippa: Flöskuskeyti finnst í Noregi eftir fimm þúsund kílómetra ferðalag frá ÍslandiSkeytið ferðaðist rúmlega 5000 kílómetra frá 20. júlí þar til nú. Ferðalag skeytisins, sem búið er sérstökum GPS-sendi sem gefur upp staðsetningu skeytisins á sex tíma fresti hefur þó ekki gengið snurðulaust fyrir sig en í frétt af vef Verkíss segir frá því að þann 20. júlí, fjórtán dögum eftir að skeytið var sent af stað, hafi það strandað í Herdísarvík. Það var þó sjósett að nýju og kom ekki að landi fyrr en í dag, 164 dögum síðar. „Arnt Eirik Hansen er búinn að opna skeytið og sjá bréfið frá Atla og við munum nú biðja hann um að koma því aftur til okkar. Þar sem enn er eftir hleðsla í sendinum þá er aldrei að vita nema við setjum það á flot á ný,“ segir Arnór Þórir. Með verkefninu vildi Atli Svavarsson koma á framfæri að rusl og plast sem hent er í hafið getur borist langar leiðir. Atli og faðir hans Svavar Hávarðsson hafa komist í fréttirnar fyrir dugnað sinn við plokk á höfuðborgarsvæðinu.Bréf Atla má lesa hér (PDF).
Norðurlönd Umhverfismál Tengdar fréttir Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Flöskuskeyti ellefu ára drengs ferðaðist meira en fimm þúsund kílómetra frá Íslandi til Noregs Flöskuskeyti sem kastað var í hafið suðaustur af Íslandi í júlí á þessu ári kom á land í norðurhluta Noregs í dag. Flöskuskeytið, sem hannað er af Verkís, er samvinnuverkefni Ævars Þórs Benediktssonar, sem einnig er þekktur sem Ævar vísindamaður, og Atla Svavarssonar, ellefu ára drengs úr Reykjavík. 30. desember 2018 22:32