Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2019 10:33 Í myndatexta Fréttablaðsins var þroskaður faðir tvegga stúlkubarna kallaður afi þeirra. Runólfur, formaður Félags eldri feðra, segir þetta lýsandi fyrir aldurfordóma sem vaða uppi í þessu samfélagi. Fbl/Anton Brink Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins í tengslum við myndatexta við mynd sem birtist í blaðinu á gamlaársdag. Þar segir að margt hafi verið um manninn á flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Gróubúð á Grandagarði. „Þessar stúlkur virtu fyrir sér flugeldapakkann Tralla, á meðan afi þeirra hafði mögulega augastað á einhverju örlitlu kraftmeira.“Æskudýrkun og aldursfordómar Meinið er að þar var ekki afi stúlknanna á ferð heldur faðir þeirra. Runólfur Ágústsson, sem er formaður Félags eldri feðra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar sem segir „Félag eldri feðra harmar þau inngrónu viðhorf upphafinnar æskudýrkunar og aldursfordóma sem endurspegluðust í mynd Fréttablaðsins af ritara félagsins, dr. Birni Karlssyni hvar hann var staddur ásamt ungum dætrum sínum í flugeldasölu hér í bæ á gamlársdag. Björn var þar titlaður og talinn afi stúlknanna.“Myndin umdeilda en hér er Dr. Björn að huga að flugeldum. Með honum á myndinni eru dætur hans Birna Eldey og Ásta Melrós.fbl/ernirRunólfur bendir á að blaðið hafi nú þegar leiðrétt fréttina en það sé „allt of algengt að einstaklingar sem komnir eru á miðjan aldur séu afskrifaðir sem virkir þátttakendur í okkar samfélagi. Í því samhengi og út frá þeim aldursfordómum sem koma hér fram hjá miðlinum bendir félagið sérstaklega á getu og hæfni félagmanna til barneigna og uppeldis sem að mati þess vex með auknum þokka, þroska og aldri. Eldri feður eru betri feður!“ Svo segir í yfirlýsingu sem Runólfur sendir frá sér fyrir hönd félagsins.Fórnarlambið vill sem minnst úr málinu gera Ritari félagsins, sá sem fyrir þessum mistökum varð, er ekki eins herskár og formaðurinn. Segir þetta aðallega vandræðalegt. Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi blaðsins og fyrrverandi ritstjóri hafi sett sig í samband við hann en Björn vildi sem minnst úr málinu gera. „Hún sagði að ljósmyndarinn hefði gert þessi mistök, að tala ekki við mig. Og baðst afsökunar, sem ég tók gilda.“ Félag eldri feðra er um þriggja ára gamall félagsskapur, óformlegur en félagsmenn eru um fimmtán talsins. Í þeim hópi eru auk Runólfs og Björns menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara og Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmanns.Uppfært 14:25 Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var Björn í myndatexta kallaður Dr. Bjarni. Sem er allt annar maður. Þetta hefur nú verið lagfært. Dr. Björn sem og lesendur er beðinn afsökunar og mistökin hörmuð. Blm. Félagsmál Tengdar fréttir Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins í tengslum við myndatexta við mynd sem birtist í blaðinu á gamlaársdag. Þar segir að margt hafi verið um manninn á flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Gróubúð á Grandagarði. „Þessar stúlkur virtu fyrir sér flugeldapakkann Tralla, á meðan afi þeirra hafði mögulega augastað á einhverju örlitlu kraftmeira.“Æskudýrkun og aldursfordómar Meinið er að þar var ekki afi stúlknanna á ferð heldur faðir þeirra. Runólfur Ágústsson, sem er formaður Félags eldri feðra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar sem segir „Félag eldri feðra harmar þau inngrónu viðhorf upphafinnar æskudýrkunar og aldursfordóma sem endurspegluðust í mynd Fréttablaðsins af ritara félagsins, dr. Birni Karlssyni hvar hann var staddur ásamt ungum dætrum sínum í flugeldasölu hér í bæ á gamlársdag. Björn var þar titlaður og talinn afi stúlknanna.“Myndin umdeilda en hér er Dr. Björn að huga að flugeldum. Með honum á myndinni eru dætur hans Birna Eldey og Ásta Melrós.fbl/ernirRunólfur bendir á að blaðið hafi nú þegar leiðrétt fréttina en það sé „allt of algengt að einstaklingar sem komnir eru á miðjan aldur séu afskrifaðir sem virkir þátttakendur í okkar samfélagi. Í því samhengi og út frá þeim aldursfordómum sem koma hér fram hjá miðlinum bendir félagið sérstaklega á getu og hæfni félagmanna til barneigna og uppeldis sem að mati þess vex með auknum þokka, þroska og aldri. Eldri feður eru betri feður!“ Svo segir í yfirlýsingu sem Runólfur sendir frá sér fyrir hönd félagsins.Fórnarlambið vill sem minnst úr málinu gera Ritari félagsins, sá sem fyrir þessum mistökum varð, er ekki eins herskár og formaðurinn. Segir þetta aðallega vandræðalegt. Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi blaðsins og fyrrverandi ritstjóri hafi sett sig í samband við hann en Björn vildi sem minnst úr málinu gera. „Hún sagði að ljósmyndarinn hefði gert þessi mistök, að tala ekki við mig. Og baðst afsökunar, sem ég tók gilda.“ Félag eldri feðra er um þriggja ára gamall félagsskapur, óformlegur en félagsmenn eru um fimmtán talsins. Í þeim hópi eru auk Runólfs og Björns menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara og Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmanns.Uppfært 14:25 Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var Björn í myndatexta kallaður Dr. Bjarni. Sem er allt annar maður. Þetta hefur nú verið lagfært. Dr. Björn sem og lesendur er beðinn afsökunar og mistökin hörmuð. Blm.
Félagsmál Tengdar fréttir Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu