Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2019 10:33 Í myndatexta Fréttablaðsins var þroskaður faðir tvegga stúlkubarna kallaður afi þeirra. Runólfur, formaður Félags eldri feðra, segir þetta lýsandi fyrir aldurfordóma sem vaða uppi í þessu samfélagi. Fbl/Anton Brink Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins í tengslum við myndatexta við mynd sem birtist í blaðinu á gamlaársdag. Þar segir að margt hafi verið um manninn á flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Gróubúð á Grandagarði. „Þessar stúlkur virtu fyrir sér flugeldapakkann Tralla, á meðan afi þeirra hafði mögulega augastað á einhverju örlitlu kraftmeira.“Æskudýrkun og aldursfordómar Meinið er að þar var ekki afi stúlknanna á ferð heldur faðir þeirra. Runólfur Ágústsson, sem er formaður Félags eldri feðra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar sem segir „Félag eldri feðra harmar þau inngrónu viðhorf upphafinnar æskudýrkunar og aldursfordóma sem endurspegluðust í mynd Fréttablaðsins af ritara félagsins, dr. Birni Karlssyni hvar hann var staddur ásamt ungum dætrum sínum í flugeldasölu hér í bæ á gamlársdag. Björn var þar titlaður og talinn afi stúlknanna.“Myndin umdeilda en hér er Dr. Björn að huga að flugeldum. Með honum á myndinni eru dætur hans Birna Eldey og Ásta Melrós.fbl/ernirRunólfur bendir á að blaðið hafi nú þegar leiðrétt fréttina en það sé „allt of algengt að einstaklingar sem komnir eru á miðjan aldur séu afskrifaðir sem virkir þátttakendur í okkar samfélagi. Í því samhengi og út frá þeim aldursfordómum sem koma hér fram hjá miðlinum bendir félagið sérstaklega á getu og hæfni félagmanna til barneigna og uppeldis sem að mati þess vex með auknum þokka, þroska og aldri. Eldri feður eru betri feður!“ Svo segir í yfirlýsingu sem Runólfur sendir frá sér fyrir hönd félagsins.Fórnarlambið vill sem minnst úr málinu gera Ritari félagsins, sá sem fyrir þessum mistökum varð, er ekki eins herskár og formaðurinn. Segir þetta aðallega vandræðalegt. Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi blaðsins og fyrrverandi ritstjóri hafi sett sig í samband við hann en Björn vildi sem minnst úr málinu gera. „Hún sagði að ljósmyndarinn hefði gert þessi mistök, að tala ekki við mig. Og baðst afsökunar, sem ég tók gilda.“ Félag eldri feðra er um þriggja ára gamall félagsskapur, óformlegur en félagsmenn eru um fimmtán talsins. Í þeim hópi eru auk Runólfs og Björns menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara og Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmanns.Uppfært 14:25 Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var Björn í myndatexta kallaður Dr. Bjarni. Sem er allt annar maður. Þetta hefur nú verið lagfært. Dr. Björn sem og lesendur er beðinn afsökunar og mistökin hörmuð. Blm. Félagsmál Tengdar fréttir Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins í tengslum við myndatexta við mynd sem birtist í blaðinu á gamlaársdag. Þar segir að margt hafi verið um manninn á flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Gróubúð á Grandagarði. „Þessar stúlkur virtu fyrir sér flugeldapakkann Tralla, á meðan afi þeirra hafði mögulega augastað á einhverju örlitlu kraftmeira.“Æskudýrkun og aldursfordómar Meinið er að þar var ekki afi stúlknanna á ferð heldur faðir þeirra. Runólfur Ágústsson, sem er formaður Félags eldri feðra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar sem segir „Félag eldri feðra harmar þau inngrónu viðhorf upphafinnar æskudýrkunar og aldursfordóma sem endurspegluðust í mynd Fréttablaðsins af ritara félagsins, dr. Birni Karlssyni hvar hann var staddur ásamt ungum dætrum sínum í flugeldasölu hér í bæ á gamlársdag. Björn var þar titlaður og talinn afi stúlknanna.“Myndin umdeilda en hér er Dr. Björn að huga að flugeldum. Með honum á myndinni eru dætur hans Birna Eldey og Ásta Melrós.fbl/ernirRunólfur bendir á að blaðið hafi nú þegar leiðrétt fréttina en það sé „allt of algengt að einstaklingar sem komnir eru á miðjan aldur séu afskrifaðir sem virkir þátttakendur í okkar samfélagi. Í því samhengi og út frá þeim aldursfordómum sem koma hér fram hjá miðlinum bendir félagið sérstaklega á getu og hæfni félagmanna til barneigna og uppeldis sem að mati þess vex með auknum þokka, þroska og aldri. Eldri feður eru betri feður!“ Svo segir í yfirlýsingu sem Runólfur sendir frá sér fyrir hönd félagsins.Fórnarlambið vill sem minnst úr málinu gera Ritari félagsins, sá sem fyrir þessum mistökum varð, er ekki eins herskár og formaðurinn. Segir þetta aðallega vandræðalegt. Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi blaðsins og fyrrverandi ritstjóri hafi sett sig í samband við hann en Björn vildi sem minnst úr málinu gera. „Hún sagði að ljósmyndarinn hefði gert þessi mistök, að tala ekki við mig. Og baðst afsökunar, sem ég tók gilda.“ Félag eldri feðra er um þriggja ára gamall félagsskapur, óformlegur en félagsmenn eru um fimmtán talsins. Í þeim hópi eru auk Runólfs og Björns menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara og Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmanns.Uppfært 14:25 Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var Björn í myndatexta kallaður Dr. Bjarni. Sem er allt annar maður. Þetta hefur nú verið lagfært. Dr. Björn sem og lesendur er beðinn afsökunar og mistökin hörmuð. Blm.
Félagsmál Tengdar fréttir Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00