Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2019 10:00 Ein af myndunum sem Friðrik birti á Facebook-síðu sinni en hún er tekin á Geysissvæðinu. friðrik brekkan Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. Hann birti í vikunni myndir sem hann hefur tekið í gegnum tíðina við Geysi en þær sýna vel hversu mikil hálka getur myndast á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir ferðamenn. Friðrik ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Því miður þegar það er frost þá er þetta ástandið á mjög mörgum stöðum. Sérstaklega hrekkur maður við þegar maður sér þetta á svona fjölförnum stað þar sem eru kannski sex til átta þúsund manns á dag að ganga. Það eru ekki allir svo forsjálir að vera með mannbrodda eða reikna með því að á svona svæðum þar sem er aðaltúristasvæði einhvers lands að menn skulu vera í lífshættu. Það er eitthvað sem menn reikna ekki með,“ segir Friðrik.Margoft verið bent á slæmar aðstæður Hann segist hafa bent á þessar aðstæður í fjöldamörg ár. „1977 skrifaði ég grein um þetta og svo var ég í viðtali við Magnús Hlyn fyrir fjórum árum um nákvæmlega sama hlutinn. Maður vonaðist til að einhver hefði tekið við sér og stigu fram og tækju einhverja ábyrgð. Svo byrjar þarna innheimta og gjaldtaka sem átti að fara í að gera við. Svo er búið að vera samkeppni um þessa hluti en það er eins og sé einhver bremsuklossastarfsemi alls staðar og það veit enginn hver ber ábyrgð á einu eða neinu á mörgum stöðum, því miður,“ segir Friðrik. Hann kveðst hafa séð sjúkrabíla við Geysissvæðið á ýmsum tímum ársins en það sé ekki aðeins þar sem ástandið sé slæmt. Einnig sé mikil hálka niðri við svæðið þar sem horft er niður á Gullfoss og í Dimmuborgum fyrir norðan svo dæmi séu nefnd. „Fólk er að detta víðar en það ratar ekki í fréttir,“ segir Friðrik. Þá segir Friðrik að fólk sem sé lengi búið að starfa í ferðamannabransanum sé orðið þreytt á að ræða ástandið. „Fólk er að leggja sig í alls konar hættu. Þetta er náttúrulega ekkert fyndið. […] Svo eru margir ekki þannig vanir svona göngusvæðum. Sumir sitja bara inni í rútunum og bíða ef veðrið er vitlaust,“ segir Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. Hann birti í vikunni myndir sem hann hefur tekið í gegnum tíðina við Geysi en þær sýna vel hversu mikil hálka getur myndast á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir ferðamenn. Friðrik ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Því miður þegar það er frost þá er þetta ástandið á mjög mörgum stöðum. Sérstaklega hrekkur maður við þegar maður sér þetta á svona fjölförnum stað þar sem eru kannski sex til átta þúsund manns á dag að ganga. Það eru ekki allir svo forsjálir að vera með mannbrodda eða reikna með því að á svona svæðum þar sem er aðaltúristasvæði einhvers lands að menn skulu vera í lífshættu. Það er eitthvað sem menn reikna ekki með,“ segir Friðrik.Margoft verið bent á slæmar aðstæður Hann segist hafa bent á þessar aðstæður í fjöldamörg ár. „1977 skrifaði ég grein um þetta og svo var ég í viðtali við Magnús Hlyn fyrir fjórum árum um nákvæmlega sama hlutinn. Maður vonaðist til að einhver hefði tekið við sér og stigu fram og tækju einhverja ábyrgð. Svo byrjar þarna innheimta og gjaldtaka sem átti að fara í að gera við. Svo er búið að vera samkeppni um þessa hluti en það er eins og sé einhver bremsuklossastarfsemi alls staðar og það veit enginn hver ber ábyrgð á einu eða neinu á mörgum stöðum, því miður,“ segir Friðrik. Hann kveðst hafa séð sjúkrabíla við Geysissvæðið á ýmsum tímum ársins en það sé ekki aðeins þar sem ástandið sé slæmt. Einnig sé mikil hálka niðri við svæðið þar sem horft er niður á Gullfoss og í Dimmuborgum fyrir norðan svo dæmi séu nefnd. „Fólk er að detta víðar en það ratar ekki í fréttir,“ segir Friðrik. Þá segir Friðrik að fólk sem sé lengi búið að starfa í ferðamannabransanum sé orðið þreytt á að ræða ástandið. „Fólk er að leggja sig í alls konar hættu. Þetta er náttúrulega ekkert fyndið. […] Svo eru margir ekki þannig vanir svona göngusvæðum. Sumir sitja bara inni í rútunum og bíða ef veðrið er vitlaust,“ segir Friðrik en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira