Enski boltinn

Upphitun: Nýtt ár hefst með þremur leikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þrír leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, á fyrsta degi ársins 2019. Þetta eru þrír fyrstu leikirnir í 21. umferð tímabilsins en tvö topplið sem þurfa sárlega á sigri að halda verða í eldlínunni.

Fyrsta viðureign dagsins verður þó á milli Leicester og Everton, tveggja liða sem vilja vera sem næst efstu sex liðum deildarinnar - sem eru í nokkrum sérflokki í deildinni. Everton tapaði fyrir Brighton í síðustu umferð en Gylfi Þór Sigurðsson var óvænt á bekknum í þeim leik.

Arsenal byrjaði tímabilið vel en hefur gefið eftir að undanförnu. Í síðasta leik steinlá liðið fyrir toppliði Liverpool, 5-1, og verður að komast aftur á sigurbraut í dag. Arsenal mætir Fulham í Lundúnarslag en leikurinn hefst klukkan 15.00.

Tottenham var funheitt um jólin en tapaði svo fyrir Wolves, 3-1, í síðasta leik sínum á nýliðnu ári. Lærisveinar Mauricio Pochettino fá tækifæri til að kvitta fyrir það tap og koma sér aftur á beinu brautina með sigri á Aroni Einari Gunnarssyni og félögum Cardiff í lokaleik dagsins.

Upphitun fyrir alla leiki 21. umferðar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×